Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Forstjóri HSS segir ráðherra hafa beitt sig þrýstingi og vill að umboðsmaður Alþingis skoði framgönguna

Markús Ingólf­ur Ei­ríks­son for­stjóri Heil­brigð­is­stofn­un­ar Suð­ur­nesja seg­ir frá óeðli­leg­um þrýst­ingi og óvið­un­andi fram­komu Will­ums Þór Þórs­son­ar heil­brigð­is­ráð­herra og ráðu­neyt­is­stjóra heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins í sinn garð í yf­ir­lýs­ingu á vef HSS í dag. Hann hyggst fá um­boðs­mann Al­þing­is til að skoða þessi sam­skipti og ágrein­ings­mál um fjár­veit­ing­ar til stofn­un­ar­inn­ar, sem hafa ekki hald­ið í við fjölg­un íbúa á Suð­ur­nesj­um.

Forstjóri HSS segir ráðherra hafa beitt sig þrýstingi og vill að umboðsmaður Alþingis skoði framgönguna
Forstjóri og ráðherra Markús Ingólfur Eiríksson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), segist hafa verið „beittur óeðlilegum þrýstingi og orðið fyrir óviðunandi framkomu“ af hálfu Willums Þór Þórssonar heilbrigðisráðherra, með þátttöku ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins, er hann hafi reynt að fá aukin fjárframlög til stofnunarinnar.

Frá þessu segir forstjórinn í yfirlýsingu á vef HSS og dregur fram að hann telji framgönguna ekki í samræmi við góða stjórnsýslu né siðareglur ráðherra.

Markús segist hafa óskað eftir því að umboðsmaður Alþingis taki samskiptin við ráðherra og ráðuneytisstjóra til skoðunar, auk þess sem hann hefur óskað eftir áliti umboðsmanns á þeim ágreiningsmálum sem eru uppi varðandi fjármögnun heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum. Hann segir verulega hafa skort á efnisleg svör frá ráðuneytinu við erindum HSS um stöðu mála.

Fjárveitingar langt frá því að halda í við fjölgun íbúa

Í yfirlýsingu Markúsar segir að allt frá árinu 2019, er hann tók við sem heilbrigðisráðherra, hafi hann beitt sér fyrir því að bæta þjónustu við íbúa Suðurnesja og í því hafi m.a. falist að „berjast gegn því ranglæti sem íbúarnir hafa þurft að þola af hálfu stjórnvalda, sérstaklega hvað varðar það að fjárveitingar til heilbrigðisþjónustu á svæðinu hafa ekki tekið mið af fjölgun íbúa og þróunar rekstrarkostnaðar.“

Hann bendir á að skýrsla sem Deloitte vann fyrir HSS, og uppfærð var í síðasta mánuði með nýjustu upplýsingum, sýni fram á að fjárframlög til heilbrigðisþjónustu á hvern íbúa á Suðurnesjum hafi dregist saman um 27 prósent fyrir stofnunina í heild og þar af um 50 prósent á sjúkrasviði, frá árinu 2008.

„Staðan hefur því hríðversnað milli ára, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af minni hálfu til að fá heilbrigðisráðuneytið og ráðherra til að leiðrétta það stóra gat sem aðgerðarleysi stjórnvalda um árabil hefur leitt af sér, gat sem núverandi ráðherra ber ekki einn ábyrgð á að myndaðist,“ segir forstjórinn í yfirlýsingunni.

Verulegur ágreiningur

Hann segir að í fyrra hafi verið ljóst að það stefndi í óefni, en heilbrigðisráðuneytið hefði ekki brugðist við með fullnægjandi hætti. Aukafjárveitingar hefðu fengist, sem ekki hefðu dugað til enda væri grunnvandi stofnunarinnar enn óleystur.

„Eftir birtingu uppfærðu skýrslu Deloitte í síðustu viku, fékk ég formlegt bréf frá ráðuneytinu um að miðað við umfang starfsemi slysa- og bráðamóttöku HSS væri sú deild vanfjármögnuð og ráðuneytið hygðist beita sér fyrir að fjárveitingar til hennar yrðu hækkaðar um 300 m.kr. í fjárlögum næsta árs. Með þeirri ákvörðun ráðuneytisins felst ákveðin viðurkenning á að minn málflutningur sé samkvæmur sannleikanum. Hún dugar þó ekki til að leysa vandann nema að hluta,“ skrifar Markús í yfirlýsingu sinni.

Forstjórinn segir segir þar jafnframt að ágreiningurinn á milli hans og heilbrigðisráðherra um skyldur stjórnvalda um fjármögnun þjónustu við íbúa Suðurnesja sé verulegur.

„Ég hef því tekið ákvörðun um að óska eftir áliti Umboðsmanns Alþingis á þeim ágreiningsmálum enda hefur verulega skort á efnislegum svörum af hálfu ráðuneytisins við erindum mínum og niðurstöðum skýrslna Deloitte. Þá hef ég einnig ákveðið að óska eftir að Umboðsmaður Alþingis taki afstöðu til framgöngu ráðherra, með þátttöku ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins, gagnvart mér þegar ég sinnti starfsskyldum mínum sem felast í að upplýsa um óþægilegar staðreyndir eða gagnrýna stjórnvöld. Sú framganga er að mínu mati hvorki í samræmi við góða stjórnsýslu né siðareglur ráðherra þar sem ég hef verið beittur óeðlilegum þrýstingi og orðið fyrir óviðunandi framkomu,“ segir í yfirlýsingu Markúsar.

Markús hefur verið forstjóri HSS frá árinu 2019, en starfaði þar áður hjá Ríkisendurskoðun, sem sérfræðingur á stjórnsýslusviði.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
2
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár