Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Forstjóri HSS segir ráðherra hafa beitt sig þrýstingi og vill að umboðsmaður Alþingis skoði framgönguna

Markús Ingólf­ur Ei­ríks­son for­stjóri Heil­brigð­is­stofn­un­ar Suð­ur­nesja seg­ir frá óeðli­leg­um þrýst­ingi og óvið­un­andi fram­komu Will­ums Þór Þórs­son­ar heil­brigð­is­ráð­herra og ráðu­neyt­is­stjóra heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins í sinn garð í yf­ir­lýs­ingu á vef HSS í dag. Hann hyggst fá um­boðs­mann Al­þing­is til að skoða þessi sam­skipti og ágrein­ings­mál um fjár­veit­ing­ar til stofn­un­ar­inn­ar, sem hafa ekki hald­ið í við fjölg­un íbúa á Suð­ur­nesj­um.

Forstjóri HSS segir ráðherra hafa beitt sig þrýstingi og vill að umboðsmaður Alþingis skoði framgönguna
Forstjóri og ráðherra Markús Ingólfur Eiríksson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

Markús Ingólfur Eiríksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS), segist hafa verið „beittur óeðlilegum þrýstingi og orðið fyrir óviðunandi framkomu“ af hálfu Willums Þór Þórssonar heilbrigðisráðherra, með þátttöku ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins, er hann hafi reynt að fá aukin fjárframlög til stofnunarinnar.

Frá þessu segir forstjórinn í yfirlýsingu á vef HSS og dregur fram að hann telji framgönguna ekki í samræmi við góða stjórnsýslu né siðareglur ráðherra.

Markús segist hafa óskað eftir því að umboðsmaður Alþingis taki samskiptin við ráðherra og ráðuneytisstjóra til skoðunar, auk þess sem hann hefur óskað eftir áliti umboðsmanns á þeim ágreiningsmálum sem eru uppi varðandi fjármögnun heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum. Hann segir verulega hafa skort á efnisleg svör frá ráðuneytinu við erindum HSS um stöðu mála.

Fjárveitingar langt frá því að halda í við fjölgun íbúa

Í yfirlýsingu Markúsar segir að allt frá árinu 2019, er hann tók við sem heilbrigðisráðherra, hafi hann beitt sér fyrir því að bæta þjónustu við íbúa Suðurnesja og í því hafi m.a. falist að „berjast gegn því ranglæti sem íbúarnir hafa þurft að þola af hálfu stjórnvalda, sérstaklega hvað varðar það að fjárveitingar til heilbrigðisþjónustu á svæðinu hafa ekki tekið mið af fjölgun íbúa og þróunar rekstrarkostnaðar.“

Hann bendir á að skýrsla sem Deloitte vann fyrir HSS, og uppfærð var í síðasta mánuði með nýjustu upplýsingum, sýni fram á að fjárframlög til heilbrigðisþjónustu á hvern íbúa á Suðurnesjum hafi dregist saman um 27 prósent fyrir stofnunina í heild og þar af um 50 prósent á sjúkrasviði, frá árinu 2008.

„Staðan hefur því hríðversnað milli ára, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af minni hálfu til að fá heilbrigðisráðuneytið og ráðherra til að leiðrétta það stóra gat sem aðgerðarleysi stjórnvalda um árabil hefur leitt af sér, gat sem núverandi ráðherra ber ekki einn ábyrgð á að myndaðist,“ segir forstjórinn í yfirlýsingunni.

Verulegur ágreiningur

Hann segir að í fyrra hafi verið ljóst að það stefndi í óefni, en heilbrigðisráðuneytið hefði ekki brugðist við með fullnægjandi hætti. Aukafjárveitingar hefðu fengist, sem ekki hefðu dugað til enda væri grunnvandi stofnunarinnar enn óleystur.

„Eftir birtingu uppfærðu skýrslu Deloitte í síðustu viku, fékk ég formlegt bréf frá ráðuneytinu um að miðað við umfang starfsemi slysa- og bráðamóttöku HSS væri sú deild vanfjármögnuð og ráðuneytið hygðist beita sér fyrir að fjárveitingar til hennar yrðu hækkaðar um 300 m.kr. í fjárlögum næsta árs. Með þeirri ákvörðun ráðuneytisins felst ákveðin viðurkenning á að minn málflutningur sé samkvæmur sannleikanum. Hún dugar þó ekki til að leysa vandann nema að hluta,“ skrifar Markús í yfirlýsingu sinni.

Forstjórinn segir segir þar jafnframt að ágreiningurinn á milli hans og heilbrigðisráðherra um skyldur stjórnvalda um fjármögnun þjónustu við íbúa Suðurnesja sé verulegur.

„Ég hef því tekið ákvörðun um að óska eftir áliti Umboðsmanns Alþingis á þeim ágreiningsmálum enda hefur verulega skort á efnislegum svörum af hálfu ráðuneytisins við erindum mínum og niðurstöðum skýrslna Deloitte. Þá hef ég einnig ákveðið að óska eftir að Umboðsmaður Alþingis taki afstöðu til framgöngu ráðherra, með þátttöku ráðuneytisstjóra heilbrigðisráðuneytisins, gagnvart mér þegar ég sinnti starfsskyldum mínum sem felast í að upplýsa um óþægilegar staðreyndir eða gagnrýna stjórnvöld. Sú framganga er að mínu mati hvorki í samræmi við góða stjórnsýslu né siðareglur ráðherra þar sem ég hef verið beittur óeðlilegum þrýstingi og orðið fyrir óviðunandi framkomu,“ segir í yfirlýsingu Markúsar.

Markús hefur verið forstjóri HSS frá árinu 2019, en starfaði þar áður hjá Ríkisendurskoðun, sem sérfræðingur á stjórnsýslusviði.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
4
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
5
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár