Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hafa hætt að taka lyfin sín vegna bannsins

Dæmi eru um að starfs­fólk ís­lenskra flugáhafna hafi ákveð­ið að hætta í lyfja­með­ferð við ADHD vegna evr­ópskr­ar reglu­gerð­ar sem bann­ar inn­töku slíkra lyfja hjá starf­andi flugáhöfn­um. Flug­freyj­ur hafa að und­an­förnu sætt handa­hófs­kennd­um skimun­um.

Hafa hætt að taka lyfin sín vegna bannsins
Leifsstöð Starfsfólk flugáhafna getur átt von á því að lenda í handahófskenndum skimunum fyrir geðlyfjum og vímuefnum bæði hér á landi og erlendis. Mynd: Stundin / Davíð Þór

Icelandair tilkynnti flugáhöfnum sínum í maí að notkun ADHD-lyfja væri með öllu óheimil vegna innleiðingar evrópskrar reglugerðar sem tók gildi hérlendis árið 2021. Hún kveður meðal annars um skimun fyrir geðvirkum efnum en þau hafa lengi verið bönnuð í flugtengdum störfum. 

Eftir að tilkynningin var send út bárust ADHD-samtökunum fjölmargar fyrirspurnir frá starfsfólki flugfélagsins.

FormaðurVilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna.

„Það var fullt af áhafnarfólki sem var í öngum sínum,” segir Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður samtakanna. „Það bara hætti að taka þessi lyf.“

Eyrún Björk Jóhannsdóttir, varaformaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að félaginu hafi borist fyrirspurnir um stöðuna frá fólki sem hafði áhyggjur af því að missa vinnuna vegna ADHD lyfjanotkunar.

„Við sinnum okkar félagsmönnum ef þeir leita til okkar og stöndum með þeim og hjálpum þeim,“ segir Eyrún Björk. 

Hún segir jafnframt að málið sé vandmeðfarið enda sé þarna um að ræða Evrópureglugerð sem evrópskum flugfélögum beri að fylgja. „Það er ekki hægt að ganga fram hjá þessu.“ 

Ekki vitað til þess að fólki hafi verið sagt upp

Í svari Icelandair við skriflegri fyrirspurn Heimildarinnar segir að starfsfólk geti búist við handahófskenndum skimunum en einnig er skimað við upphaf starfs og í læknisskoðunum. Reglugerðin sem um ræðir á við um allt starfsfólk flugáhafna en aðrar flugstéttir falla einnig undir hana m.a. flugvirkjar, flugumsjónarmenn, flugumferðarstjórar, hlaðfólk og fólk sem starfar við ræstingar flugvélanna. 

VaraformaðurEyrún Björk Jóhannsdóttir, varaformaður Flugfreyjufélags Íslands.

Hvorki Vilhjálmur né Eyrún kannast við það að fólki hafi verið sagt upp störfum eða það ákveðið að segja upp vegna ADHD-lyfjanotkunar. Í svari Icelandair segir að félagið ræði ekki heilbrigðisupplýsingar starfsfólks og geti það því ekki svarað því hvort einhverjir hafi þurft að hætta störfum vegna notkunar ADHD-lyfja. 

„Almennt er stefna félagsins að vinna með starfsfólki að farsælli lausn ef upp koma mál er varða heilsu þeirra,“ segir í svarinu.

Vilhjálmur segir til skoðunar að ADHD samtökin beiti sér fyrir breytingum á reglugerðinni. Það taki samt sem áður sinn tíma. 

„Þarna eigum við bara að sýna fordæmi, vekja athygli á þessu í Evrópu og breyta þessu,“ segir Vilhjálmur.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár