Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Már vill láta birta fundargerðir stýrinefndar um losun hafta

„Mig lang­aði alltaf að birta miklu meira en hægt var að birta,“ seg­ir fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri. Hann tel­ur að op­in­ber birt­ing fund­ar­gerða stýr­i­n­efnd­ar um los­un hafta muni „þurfa að stroka yf­ir sumt sem sagt hef­ur ver­ið. Það myndi líka styðja mín­ar frá­sagn­ir af þessu.“

Már vill láta birta fundargerðir stýrinefndar um losun hafta
Seðlabankastjóri Már sat í embætti frá ágústmánuði 2009 og fram á síðsumar 2019, eða í áratug. Mynd: Hari

Sumar þeirra aðferða sem Seðlabankinn, þá undir stjórn  Más Guðmundssonar, beitti til að takast á við greiðslujöfnunarvandann sem skapaðist við bankahrunið, og eftirköst þess, voru afar umdeildar. Seðlabankinn hefur ekki viljað afhenda upplýsingar um þær með vísun til trúnaðar. Á meðal verkefna sem þetta á við eru fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands, Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) og stöðugleikasamningarnir svokölluðu, sem gerðir voru þegar íslensk stjórnvöld náðu samkomulagi við kröfuhafa föllnu bankanna um hvernig ætti að skipta á milli sín eftirstandandi eignum þeirra. Fjölmiðlar sem óskað hafa upplýsinga um hverjir nýttu sér fjárfestingarleiðina, sem innihélt virðisaukningu á þann gjaldeyri sem skipt var í krónur; upplýsinga um þær eignir sem seldar voru úr ESÍ; og eftir því að fá að sjá hvað var í stöðugleikasamningunum, hafa lent á þagnarvegg.

Það sem laut að stefnumótun varðandi losun fjármagnshafta var á forræði svokallaðrar stýrinefndar um losun fjármagnshafta. Már segir í ítarlegu viðtali við 40 ára afmælisrit Vísbendingar að hann hafi undanfarið verið að tala fyrir því að fundargerðir stýrinefndarinnar verði birtar opinberlega í eins miklum mæli og mögulegt er. „Mig langaði alltaf að birta miklu meira en hægt var að birta. En ég hlýddi lögfræðingunum í Seðlabankanum varðandi það. Það má ekki ganga í berhögg við lögin og birta eitthvað sem lýtur að málefnum einstakra persóna eða fyrirtækja. Þar er lína sem löggjafinn hefur fyrirskipað að sé til. Við viljum vita allt, það er fullt af hlutum sem mig langar að vita um sem ég fæ ekkert að vita um, ég verð bara að sætta mig við það. 

Það ætti hins vegar að vera auðveldara að birta a.m.k. hluta efnis og fundargerða stýrinefndarinnar. Þar er að stórum hluta til verið að fjalla um almenna stefnumótun en ekki mál einstakra aðila sem lúta bankaleynd.“

Mun þurfa að stroka yfir ýmislegt

Már segir í viðtalinu að hann ætli sér að síðar meir að skrifa um þessi mál. „Eitt af því sem kom opinberlega fram undir lok míns tímabils var að bankaráð Seðlabanka Íslands hafði áhuga á því eftir að það var búið að losa höft að það yrði tekin saman skýrsla um framkvæmdina. Ég var sammála því. Á þessu tímabili sem verið var að taka ákvarðanir um þessi skref var starfandi stýrinefnd um losun hafta, sem fjármála- og efnahagsráðherra stýrði, og ég ásamt öðru af mínu fólki og fólki úr ráðuneytum sátum í. Það var á þessum stað sem ákvarðanir um endanlegar tillögur, sem fóru svo sumar yfir á ríkisstjórnarborðið, voru teknar formlega. Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi að fara yfir allt efni þessarar nefndar og birta allt sem hægt er að birta. Þá held ég nú að það verði að stroka yfir sumt sem sagt hefur verið. Það myndi líka styðja mínar frásagnir af þessu.

Þetta er auðvitað mjög margþætt saga. Sumt var opinbert, til dæmis það hvernig var tekið á aflandskrónunum og það ferli allt saman. En stefnumótunin, aðdragandinn að því sem var gert 2015 varðandi slitabúin, hann er miklu minna þekktur. Það voru að vísu á þessu tímabili að leka allskonar hlutir út í blöðin. Og ég man að við Bjarni vorum báðir mjög óánægðir með það. Eftir á að hyggja voru kannski einhverjir í ferlinu að tala fyrir ákveðinni leið sem þeir vildu fara. Sem að lokum var ekkert farin.“

Áskrifendur Vísbendingar geta lesið viðtalið við Má í heild sinni í 40 ára afmælisritinu, eða á glænýrri heimasíðu ritsins. Slóðin á hana er www.visbending.is.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár