Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mistök sem mögnuðust síðan upp vegna óheppni

Már Guð­munds­son seg­ir að mis­tök­in sem stór­ir seðla­bank­ar í heim­in­um gerðu í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um, og sá ís­lenski að ein­hverju leyti líka, var að nota í of mikl­um mæli tæki sem örva fyrst og fremst al­menna eft­ir­spurn. Það hafði mik­il áhrif á eigna­verð til hækk­un­ar. „Það hefði kannski átt að fara mýkra í þetta“.

Mistök sem mögnuðust síðan upp vegna óheppni
Ekki hægt að ýta á takka Skaði á fólki og framleiðslutækjum í kórónuveirufaraldrinum gerðu það að verkum að það var „ekki bara hægt að ýta á takka og allt færi gang á sama stað og áður, heldur væri allt komið á lægra stig framleiðslugetu,“ segir Már Guðmundsson. Mynd: Hari

Síðustu ár hafa markast af röð efnahagslegra áfalla, og viðbragða við þeim. Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, segir í ítarlegu viðtali við 40 ára afmælisrit Vísbendingar að fyrsta spurningin sem menn verði að spyrja sig þegar þeir meta viðbrögð við efnahagslegu áfalli sé hvert áfallið sé. „Er það eftirspurnaráfall og er það tímabundið? Ef svo er þá er formúlan nokkuð ljós. Við kunnum þau viðbrögð vel. Þá er slakað tímabundið á í peningamálum og ríkisfjármálum og svo hert á um leið og slakinn hverfur og hagkerfið fer að nálgast fulla atvinnu. Ef áfallið er á framboðshliðinni þá er þetta flóknara. Ef það er tímabundið þá geturðu mildað áhrifin með til dæmis skuldsetningu og þarft ekki að fara í varanlega aðlögun. Síðan er viðfangsefnið alltaf, hvert sem áfallið er, að passa upp á að fjármálakerfið fari ekki að hökta. Ef það gerist kemur til kasta seðlabanka, sem eru lánveitenda til þrautavara.“

Seðlabankar heimsins hafi sýnt það í fjármálakreppunni 2007- 2009, og aftur í kórónuveirufaraldrinum að þeir hafa mikla getu til að standa undir því hlutverki. Ef því 

hefði ekki verið beitt af fullum þunga í þeirri kreppu eru margir á þeirri skoðun að kerfið hefði einfaldlega hrunið. 

Ekki hægt að ýta á takka til að setja allt í gang aftur

Í kórónuveirufaraldrinum var greiningin á eðli áfallsins hins vegar ekki einföld, að mati Más. „Samlíking Ben Bernanke [þáverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna], þar sem hann líkti ástandinu við snjóstorm þar sem allir þurfa að vera heima, landsframleiðslan dettur niður úr öllu valdi, það var enginn að fara út í búð og allt var stopp, var kannski 60 til 70 prósent rétt. Í slíku ástandi er bara beðið eftir því að stormurinn gangi niður og fólki sem lendir í vandræðum út af honum hjálpað. Auðvitað voru samt ákveðnar líkur á því að þetta væri ekki alveg þannig. Faraldurinn sýndi það að hann hafði tilhneigingu að koma í bylgjum og gæti dregist á langinn. Það gæti leitt til þess að það yrði skaði á fólki og framleiðslutækjum sem gerðu það að verkum að það væri ekki bara hægt að ýta á takka og allt færi gang á sama stað og áður, heldur væri allt komið á lægra stig framleiðslugetu. Þessu þurfti að bregðast við.“

Síðar hafi reyndar komið í ljós að kórónuveirukreppan var að hluta V-laga, jafnt á Íslandi sem og annarsstaðar. Fólk hafi einfaldlega lært að halda athafnaseminni uppi með allskonar aðgerðum þrátt fyrir nýjar bylgjur af smitum.

„Það hefði kannski átt að fara mýkra í þetta“

Már segir að það sem hafi verið réttilega gert hérlendis á faraldurstímum var að stöðva streymi ferðamanna til landsins, sem voru reyndar hvort eð er ekki að koma, og ná með því upp innlendri eftirspurn. Til skamms tíma skilaði það betri niðurstöðu fyrir heildareftirspurn í hagkerfinu og betra atvinnustigi. Til viðbótar kom svo að Íslendingar voru fyrir kórónukreppuna að eyða um 200 milljörðum króna utan landsteinanna á ári sem ekki var lengur mögulegt meðan mest gekk á. Þeir fjármunir fóru þá frekar í sparnað eða innlenda neyslu. 

Mistökin sem stórir seðlabankar í heiminum gerðu, og sá íslenski að einhverju leyti líka, var að nota í of miklum mæli tæki sem örva fyrst og fremst almenna eftirspurn. Það hafði til dæmis mikil áhrif á eignaverð til hækkunar. „Það hefði kannski átt að fara mýkra í þetta. En þessi mistök voru að mörgu leyti skiljanleg og gerð mjög víða, sérstaklega í þróuðu ríkjunum sem höfðu miklu meiri getu til að koma með slíkan stuðning, að slaka á aðhaldi og prenta peninga. Þessar aðgerðir sitja síðan eftir í kerfinu, og eiga auðvitað þátt í þessari auknu verðbólgu sem fylgdi á eftir.“

Svo hafi það gerst í framhaldinu af kórónuveirufaraldrinum, og vegna stríðsins í Úkraínu, að aðstæður hafi farið að breytast, meðal annars með mikilli hækkun á orkuverði. Aðstæður sem gerðu það mögulegt að vera með mjög lága vexti samhliða lágri verðbólgu á vörum og þjónustu, þær voru allt í einu ekki lengur fyrir hendi. „Það er einn af drifkröftunum á bakvið verðbólguna núna, ásamt því að peningastefnan var við þessar nýju aðstæður orðin allt of slök til að varðveita verðstöðugleika.“

Stóru seðlabankarnir í heiminum, sá evrópski og bandaríski, hafi í kjölfarið gert þau mistök að takast á við nýjan vanda líkt og hann væri líka tímabundinn, eins og sá sem skapaðist í faraldrinum. „Þetta ástand hefur hins vegar reynst miklu varanlegra og núna hefur skapast sú hætta, sem þegar hefur að einhverju leyti raungerst, að þetta fari að leka út í langtímaverðbólguvæntingar. Þá er erfiðara að koma verðbólgunni niður aftur.“

Óumflýjanlegt að gera mistök við hagstjórn

Már segist vera sammála greiningu hagfræðingsins Milton Friedman um að viðvarandi verðbólga sé alltaf á endanum peningalegt fyrirbæri, sem þarf hins vegar ekki að þýða það að peningamagn ráði för. „Með því að fylgja örvandi peningastefnu er hægt að búa til verðbólgu. Þær aðstæður sem voru uppi fyrir kórónuveirufaraldurinn, á þessu langa tímabili alþjóðavæðingar þar sem vinnuafl var að flæða frjálst milli landa, þá var innlend framleiðslugeta að miklu leyti tekin úr sambandi. Það skorti síður vinnuafl. Annað hvort var vara pöntuð erlendis frá eða vinnuaflið flutt inn. Síðan fer þetta kerfi allt að gliðna og við bætast geopólitísk átök sem gera það að verkum að lönd fara að hugsa meira um þjóðaröryggi og slíka hluti. Alþjóðavæðingin fer að ganga til baka og það gerist á sama tíma og búið er að gefa ansi mikið eftir í peningamálum. Einhver notaði það orðatiltæki um þessa þróun að þetta hafi verið mistök sem mögnuðust síðan upp vegna óheppni. Mistökin voru slaki í peningamálum, sem hefði verið hægt að taka í burtu hraðar og minnka þannig verðbólgukúfinn. Óheppnin var síðan að þetta gerðist á sama tíma og forsendur fyrir lágverðbólguskeiði um allan heim voru að breytast.“

Hann segir þó rétt að taka fram að það verði alltaf gerð mistök við hagstjórn. Það sé óumflýjanlegt þegar verið sé að vinna í rauntíma og viðkomandi veit ekki hvernig aðstæðurnar, sem verið er að bregðast við, eru nákvæmlega fyrr en kannski tveimur árum seinna þegar öll gögn liggja fyrir. „Þú ert að vinna við skilyrði óvissu og það verða alltaf einhver mistök. Kosturinn við peningastefnu að það eru fundir á nokkurra mánaða fresti, og ef þú gerir mistök á einum fundi þá er hægt að leiðrétta það á þeim næsta fundi eða þarnæsta.“

Að leiða hjá sér hlutina skynsamlega

Már bendir á að það sé til kenning í hagfræði sem hverfist um að leiða hlutina hjá sér skynsamlega. Hún sé mikilvæg þegar verið sé að ræða verðbólguvæntingar. „Þegar við vorum búin að vera góðan tíma inni í þessu ástandi lágra vaxta og lágrar verðbólgu þá fór fólk að hætta að veita einstökum verðbreytingum athygli. Það gaf sér að þetta myndi bara sveiflast eitthvað til og frá án þess að valda of hárri verðbólgu og það hefði margt betra við tímann að gera en að pæla í því. Þegar öll þessi áföll sem hafa raungerst á undanförnum árum fóru að ríða yfir, og það kemur verðbólguskellur sem verður svo viðvarandi, þá fer fólk að skynja að ástandið er orðið breytt. Til dæmis á því að það er orðinn til skortur á vinnuafli, eins og er til að mynda í Bretlandi núna. Þá kemur þrýstingur á að laun hækki, sem keyrir enn upp verðbólguna.“

Hann telur að sennilega séu allir nú búnir að gera sér grein fyrir því að þetta er ekki tímabundið ástand. Seðlabankar heimsins hafi enda tekið hressilega við sér og hækkað vexti skarpt. Staðan sé þó þannig víða að þótt búið sé að hækka nafnvexti mikið þá eru raunvextir enn neikvæðir. „Þá ertu ennþá á bensíngjöfinni, bara aðeins minna heldur en áður. En ég hef grun um að snúningspunktarnir séu að nálgast. Verðbólgan í Bandaríkjunum er til að mynda byrjuð að lækka.“

Áskrifendur Vísbendingar geta lesið viðtalið við Má í heild sinni í 40 ára afmælisritinu, eða á glænýrri heimasíðu ritsins, visbending.is.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Stefán Ólafsson
2
Aðsent

Stefán Ólafsson

Sam­fé­lag­ið á rangri leið Sjálf­stæð­is­flokks­ins

Nærri 70% svar­enda í könn­un fyr­ir verka­lýðs­hreyf­ing­una töldu sam­fé­lag­ið vera á rangri leið og ein­ung­is um 17% sögðu sam­fé­lag­ið vera á réttri leið. Stefán Ólafs­son seg­ir að sam­kvæmt nið­ur­stöð­um könn­un­ar­inn­ar komi fram mik­il óánægja með sumt af því sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hef­ur lagt mikla áherslu á og sumt af því sem hann hef­ur leit­ast við að ná fram í frá­far­andi rík­is­stjórn.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
3
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
4
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár