Þetta byrjar ekki vel. Við sitjum í ferjunni Baldri, sem er venjulega eins og hálfgerður formáli hátíðarinnar, þegar maður byrjar að hitta alla gömlu Skjaldborgarana – og fólk er að tala um að fara í eitthvað praktískt nám, að það sé búið að gefast upp á heimildamyndagerð eftir enn eitt gjaldþrotið og sé jafnvel að íhuga að fá sér alvöru 9 til 5 vinnu og hætta þessu harki.
Er kulnunin að ná okkur öllum, er harkið að buga okkur? Íþróttamenn hætta á besta aldri af því líkaminn hefur fengið á sig of mörg högg. Heimildamyndargerðarmenn hætta þegar heimabankinn er búinn að fá á sig of mörg högg.
En það er enn von. Mögulega verða hálfgerð kynslóðaskipti á þessari hátíð, og þótt gamla liðið hafi virkað dálítið bugað í bátnum þá kemur gamla blikið hægt og rólega aftur í augun þegar Patreksfjörður nálgast. Þau eru alltaf að …
Athugasemdir