Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skjaldborgartíminn: Mitt á milli Moskvu og Patreksfjarðar

Á Skjald­borg ferð­ast mað­ur til Pat­reks­fjarð­ar og það­an til Moskvu og Mjan­mar, á sjó­inn, til Tálkna­fjarð­ar og í greni Hagaljóns­ins sjálfs. En kannski mest inn­ávið. Á þess­ari há­tíð ís­lenskra heim­ilda­mynda eru menn í sjálf­skoð­un þessa dag­ana, en finna sig auð­vit­að á Skjald­borg, und­ir vök­ulu eft­ir­liti hafs­ins og krumma. Og svo voru verð­laun­in – Heima­leik­ur­inn fékk Ein­ar­inn, áhorf­enda­verð­laun há­tíð­ar­inn­ar, Skuld, sem fékk hvatn­ing­ar­verð­laun dóm­nefnd­ar, og Soviet Barbara, sem fékk Ljós­kast­ar­ann, að­al­verð­laun dóm­nefnd­ar.

Þetta byrjar ekki vel. Við sitjum í ferjunni Baldri, sem er venjulega eins og hálfgerður formáli hátíðarinnar, þegar maður byrjar að hitta alla gömlu Skjaldborgarana – og fólk er að tala um að fara í eitthvað praktískt nám, að það sé búið að gefast upp á heimildamyndagerð eftir enn eitt gjaldþrotið og sé jafnvel að íhuga að fá sér alvöru 9 til 5 vinnu og hætta þessu harki.

Er kulnunin að ná okkur öllum, er harkið að buga okkur? Íþróttamenn hætta á besta aldri af því líkaminn hefur fengið á sig of mörg högg. Heimildamyndargerðarmenn hætta þegar heimabankinn er búinn að fá á sig of mörg högg.

En það er enn von. Mögulega verða hálfgerð kynslóðaskipti á þessari hátíð, og þótt gamla liðið hafi virkað dálítið bugað í bátnum þá kemur gamla blikið hægt og rólega aftur í augun þegar Patreksfjörður nálgast. Þau eru alltaf að …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár