Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ofbeldi undir yfirskini markþjálfunar

Sér­trú­ar­söfn­uð­ir eru gjarn­an dul­bún­ir sem eitt­hvað allt ann­að. Einn slík­ur er í sviðs­ljós­inu í hlað­varp­inu A Very Brit­ish Cult, eða upp á ís­lensk­una: Mjög bresk­ur sér­trú­ar­söfn­uð­ur.

Ofbeldi undir yfirskini markþjálfunar
Költ Hlaðvarpið segir nánast ótrúlega sögu úr nútímanum.

Catrin Nye hjá breska ríkisútvarpinu flettir í þáttunum hulunni af því hvernig breskt markþjálfunarfyrirtæki notaði hótanir og andlegt ofbeldi til þess að taka yfir líf fólks, pumpa út úr þeim peninga og tvístra fjölskyldum. Starfshættir fyrirtækisins minna um margt á sértrúarsöfnuði sem einangra meðlimi sína til þess að öðlast völd yfir fólki. 

Sagan er nánast ótrúleg og varpar mjög skýru ljósi á það hve auðvelt það reyndist stjórnendum fyrirtækisins að lokka til sín fólk með loforðum um aukin lífsgæði. Hlustandinn áttar sig á því að þarna er á ferðinni nútímalegt „költ“ og finnur til verulegrar samkenndar með fólkinu sem lenti í klóm þess. Það var nefnilega bara venjulegt fólk eins og ég og þú – fólk sem vildi ná markmiðum sínum, komast yfir áföll eða verða hamingjusamara. 

Það sem gerir þættina sérstaklega áhrifaríka er að stjórnendur markþjálfunarfyrirtækisins tóku öll samskipti við „kúnna“ sína upp á segulband. Þessi samskipti eru spiluð í þáttunum og veita einstaka innsýn í það hvernig þeir brutu fólkið niður og sannfærðu það síendurtekið um að láta af hendi fé og völd yfir eigin lífi. 

Á sama tíma og þættirnir hvetja hlustandann til þess að vera var um sig fjalla þeir um málið með ábyrgum hætti og gæta þess að skýra hlustandanum frá því að markþjálfar starfi almennt ekki með þessum ósiðlega hætti.

Þó að umfjöllunarefni þáttanna sé nýtt þá er boðskapurinn gömul tugga: Ef eitthvað virðist of gott til að vera satt, þá er það líklega raunin. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár