Ærandi þögn tók við Guðna Rúnari Jónassyni þegar hann reyndi að komast að í meðferð hjá geðlækni í kjölfar þess að sálfræðingur greindi honum frá því að hann væri með ADHD. Tölvupóstum sem hann sendi á geðlæknastofur var ekki svarað og ekkert kom út úr símtölunum sem hann hringdi.
ADHD-teymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins gat ekki tekið við honum þar sem greinargerðin sem hann hafði fengið frá sálfræðingi stóðst ekki klínísk viðmið.
Eftir um tveggja ára leit brá hann á það ráð að ræða við manneskju sem hafði verið hjá geðlækni á einkarekinni stofu. Hún hafði þá samband við lækninn sinn og kom Guðna á biðlista.
Saga Guðna, sem starfar sem verkefnastjóri hjá ADHD-samtökunum, er ekki einsdæmi. Verulegur skortur á geðlæknum hefur orðið til þess að sumt fólk sem sálfræðingar á einkastofum hafa metið með ADHD lendir gjarnan í eins konar limbói eftir sálfræðihlutann. Lyf eru langalgengasta meðferðin sem veitt er við …
Athugasemdir (1)