Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Að strjúka samfélaginu í öfuga átt

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir rýn­ir í sýn­ing­una Boð­flenna – en Snorri Ásmunds­son sýn­ir nú í Lista­safni Reykja­nes­bæj­ar.

Að strjúka samfélaginu í öfuga átt
Viðbrögð Tilvist verka Snorra Ásmundssonar hefur verið samtvinnuð umfjöllun um þau.
Myndlist

Boð­flenna

Niðurstaða:

Sýning: Boðflenna Sýningarstaður: Listasafn Reykjanesbæjar Sýningarstjóri: Helga Þórsdóttir Tímabil: 17. maí - 20. ágúst

Gefðu umsögn

Sýningin Boðflenna í Listasafni Reykjanesbæjar er yfirlitssýning á verkum Snorra Ásmundssonar, ólíkindatóls í íslensku listalífi sem skilgreina mætti sem nútíma naívista. Snorri er með öðrum orðum sjálfmenntaður í listinni en hann hefur eingöngu fengist við myndlist frá árinu 1996. Hann hefur frá upphafi lagt áherslu á málverk og gjörningalist en tilvist gjörningaverkanna hefur verið samtvinnuð umfjöllun fjölmiðla um verkin. Fyrsta uppátæki Snorra sem vakti fjölmiðlaathygli var sýning á verkum listakattarins Loka á Akureyri sumarið 1997 en elstu verkin á sýningunni í Reykjanesbæ eru einmitt nokkur málverk eftir Snorra/Loka. Þar hefur þeim verið komið fyrir við hliðina á sjónvarpsskjá sem sýnir fréttir af framboðsfundi Kattaframboðsins sem bauð fram í sveitarstjórnarkosningum á Akureyri vorið 2022.         

Að skilgreina Snorra  

Kattaframboðið er eitt af yngri verkum Snorra á sýningunni og dæmigert fyrir þær sakir að þar tvinnar Snorri saman líf og list sem renna saman í eitt án þess að hægt sé að greina þar á milli. Gjörningar Snorra búa yfir ásýnd veruleika sem birtist áhorfendum í formi frétta sem eru sannar í þeim skilningi að Snorri þykist aldrei vera annar en hann er og kemur til dyranna eins og hann er klæddur í það skiptið. Hann er á vissan hátt andstæða Joseph Beuys, sem lét sig samruna lífs og listar varða, og bjó yfir sterkum persónuleika og ímynd. Snorri Ásmundsson á meira skylt við Zelig því hann tekur á sig það gervi sem tíðarandinn blæs honum í brjóst hverju sinni. Það er í þessari þversögn sem sannleikur verkanna, aðdráttarafl þeirra og óþægindi birtast. Fyrirmyndir gervanna eru ímyndir fengnar úr fjölmiðlum, hvort sem þær eru fulltrúar pólitískra valdhafa, andlegra leiðtoga, útlitssérfræðinga, þjóðarímyndar eða listamanna. Helga Þórsdóttir sýningarstjóri dregur þá sannfærandi ályktun að persónur Snorra séu ekki hluti af alter-egói hans heldur „hvíli í honum sjálfum“, þótt mögulega aðeins um stund.

Að sýna Snorra

Það er ekki einfalt að setja upp sýningu á verkum eftir Snorra Ásmundsson, sem byggja tilvist sína að stórum hluta á viðbrögðum fjölmiðla og því hvernig þeir miðla fréttum af gjörningum hans til almennings. Hluta þessarar umfjöllunar er að finna á sýningunni í formi blaðaúrklippa og fréttaskota en eitt einkenni þessa fréttaflutnings er að hann birtist ýmist í fréttum eða sem slúður, en sjaldnast á menningarsíðum eða sem listgagnrýni. Verkin eru þá hluti af fjölmiðlaumhverfinu fremur en listheiminum enda auðveldara að ná til fjöldans í gegnum fjölmiðla en með sýningu í listagalleríi. Það má því fullyrða að Snorri Ásmundsson sé með þekktari listamönnum landsins þótt verk hans hafi oft farið öfugt ofan í þá sem fjalla um myndlist af meiri „alvöru“ en Snorri vill láta kenna sig við.     

Þegar verk Snorra eru komin saman á einum stað verður ekki annað séð en þau standist vel tímans tönn og hafi virkað í því rými sem hann hefur skapað sér hverju sinni. Er þá sama hvort um er að ræða íþróttasal (Master Hilarion, 2019), kirkju (Guðsþjónusta í Hríseyjarkirkju, 2018), torg (Ástarpíramídinn 2006), svalir (Fjallkonan, 2020), heimili stjórnmálaflokks (Sjálfstæðismaðurinn, 2009), sjónvarpssal (Forsetaframboðið (2003)) eða sölutorg (Aflátsbréf, síðan 2003). Snorra tekst alltaf að smeygja sér inn og strjúka sér óþægilega upp við hin ýmsu málefni, hvort sem þau eru af trúarlegum toga, pólitískum eða samfélagslegum. Hann gerir það með einlægni naívistans að vopni, þess sem kærir sig kollóttan um annað samhengi, og kemur alltaf niður standandi hversu illa sem verkin kunna að koma við þau sem strokist er upp við.  

Að vera Snorri

Þegar gengið er í gegnum sýninguna í Listasafni Reykjanesbæjar verður ekki hjá því komist að viðurkenna að verk Snorra virka eins og samfélagspúls. Honum tekst að snerta einhverja kviku í þjóðarsálinni á hverjum tíma með því að máta sig við hana. Í ljósmyndinni The American Dream (2006) sefur Snorri vært á hvítum rúmfötum, með pípuhatt með mynstri ameríska fánans á höfðinu og frelsisstyttuna í fanginu – þetta er í miðjum efnahagsuppganginum. Í gjörningnum Hnakka og skinkur (2011) sem fluttur var á umdeildri sýningu, Koddu, í Nýlistasafninu rétt eftir hrun, beinir hann að okkur hinni hlið spegilsins og allt verður vitlaust. Sýningin Boðflenna ber nafn með réttu því Snorri treður sér alls staðar að, óboðinn. Hann er við og við erum hann með alla okkar bresti og hégóma og jafnframt leynda þrá eftir aflausn. Á sýningunni er einnig að finna málverk frá ólíkum tímabilum, tónlistarupptökur, ljósmyndaröð og sýningarskrá með greinargóðum textum, þar sem þó hefði mátt halda betur utan um upplýsingar um staðreyndir um fjölskrúðugan listferil Snorra Ásmundssonar.  

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
5
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Orrustan um Hafnarfjörð
6
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár