Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Hvert erum við að stefna í loftslags- og umhverfismálum?“

Um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra svar­aði fyr­ir­spurn þing­manns í dag er varð­ar stöðu Ís­lands í um­hverf­is­mál­um. Guð­laug­ur Þór Þórs­son sagði að enn væri mik­ið verk að vinna.

„Hvert erum við að stefna í loftslags- og umhverfismálum?“
Guðlaugur Þór Þórðarson Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sagðist vona eftir fleiri spurningum á Alþingi í dag. Mynd: Stundin

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sagði í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag að mikið verk væri eftir að vinna „þegar kemur að því að nýta verðmætin sem eru í draslinu okkar [...]“

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokk fólksins, gagnrýndi útflutning Íslendinga á rusli og fyrirhugaðan innflutning á gróðurhúsalofttegundum. Innfluttri mengun yrði breytt í grjót með tækni íslenska fyrirtækisins Carbfix. „Hvert erum við að stefna í loftslags og umhverfismálum?“ spurði Guðmundur Ingi ráðherrann.

Í síðustu viku afhjúpaði Heimildin sannleikann á bak við endurvinnslu mjólkurferna en í ljós kom að fernurnar eru ekki endurunnar, heldur fluttar erlendis þar sem þær eru brenndar og nýttar í orkuframleiðslu. Viðbrögð innan samfélagsins við fréttunum voru hörð enda hafa Íslendingar lagt metnað og tíma í að hreinsa og flokka mjólkurfernur í umhverfisskyni. 

Verið að þróa tækni en drepa hvali

Úrvinnslusjóður, sem sér um að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnotkun og nýtingu úrgangs, heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Eftir fund ráðherra, Úrvinnslusjóðar og Sorpu fyrir nokkrum dögum var ákveðið að óháður aðili sinni framvegis eftirlitshlutverki um að raunverulega sé verið að endurvinna fernurnar. Einnig tilkynnti Sorpa að nú ætti að senda fernurnar til Svíþjóðar þar sem þær verða endurunnar hjá fyrirtækinu Fiskeby Board.

Guðlaugur Þór sagði hóp undir hans stjórn vera að skoða möguleg viðskipti við önnur lönd í Evrópu um innflutning á gróðurhúsalofttegundum en að markmiðið með þeim væri tekjuöflun. Þá gagnrýndi Guðmundur Ingi hugsanleg viðskipti enn frekar. „Ég segi ég bara: Guð hjálpi okkur ef þetta á að vera framtíðin.“

Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra ítrekaði að náttúran fangaði gróðurhúsalofttegundir og nefndi þar föngun trjálendis og mögulega tækni þar sem þörungar gleypa gróðurhúsalofttegundir. Guðlaugur Þór hefur ekki fordæmt hvalveiðar við Íslandsstrendur en hvalir gleypa mikið magn af gróðurhúsalofttegundum úr umhverfinu. 

„Ég vona að ég fái fleiri spurningar,“ sagði Guðlaugur Þór er hann lauk svörum sínum. Ráðherra fékk engar frekari spurningar frá þingmönnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár