Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Getur ferðamannastraumurinn orðið of stríður?

Gist­inæt­ur er­lendra ferða­manna í Kaup­manna­höfn á fyrsta árs­fjórð­ungi þessa árs voru næst­um jafn­marg­ar og á sama tíma­bili ár­ið 2019, áð­ur en kór­ónu­veir­an setti allt á hlið­ina. Nú er út­lit fyr­ir að ferða­menn í borg­inni á þessu ári verði fleiri en nokkru sinni.

Getur ferðamannastraumurinn orðið of stríður?
Ferðamenn Nýhöfn er eitt helsta kennileiti Kaupmannahafnar og vinsæll áningarstaður ferðamanna. Mörgum ferðamönnum þykir ekki sérlega skemmtilegt að fara um svæði þar sem vart verður þverfótað fyrir öðrum ferðamönnum og engir heimamenn á ferli. Mynd: AFP

Fyrstu þrjá mánuði þessa árs voru gistinætur í Kaupmannahöfn 274 þúsundum fleiri en á sama tímabili árið 2019. Þar munaði mest um Dani sjálfa en heimamönnum sem lögðu höfuðið á koddann í höfuðborginni fjölgaði um 29 prósent fyrstu þrjá mánuði ársins. Dönsk ferðamálayfirvöld leggja mikla áherslu á að fá kínverska ferðamenn til landsins, þeim hafði fjölgað mjög áður en kórónuveiran dundi yfir en virðast nú aðeins hikandi.

Ástæða þess að ferðamálayfirvöld leggja mikla áherslu á kínverska ferðamenn er ekki síst sú að í þessu fjölmennasta ríki heims hefur efnahagur þeirra sem hafa rúman fjárhag, og vilja ferðast, fjölgað mikið á allra síðustu árum. Kínverjar hafa mikinn áhuga á flestu því sem danskt er og einkum og sér í lagi H.CAndersen og ævintýrum hans. Flestir ferðamenn, Kínverjar jafnt og aðrir, sem leggja leið sína til Kaupmannahafnar bregða sér út á Löngulínu til að sjá styttuna sem situr þar á steini sínum, eins og hún hefur gert í 110 ár, að undanteknum nokkrum mánuðum árið 2010. Þá var styttan lánuð á heimssýninguna EXPO 2010 í Sjanghæ, og henni komið fyrir á steini í danska skálanum. Hún vakti mikla athygli og dró að sér mikinn fjölda gesta. Um það bil 100 milljónir sóttu heimssýninguna, meira en 90% þeirra voru Kínverjar og þeir hafa ekki gleymt þessu vinarbragði.

Átta lönd á tíu dögum

Flemming Bruhn, markaðsfulltrúi Kínadeildar dönsku ferðamálasamtakanna, sagði nýlega í viðtali við dagblaðið Politiken að markmið samtakanna væri ekki að fá sem allra flesta Kínverja til landsins, takmarkið væri að fá þá sem koma til að stoppa lengur í landinu og fara víðar. Ekki bara að sjá Amalíuborg og Litlu hafmeyjuna. „Við vitum að Kínverjar hafa mikinn áhuga á H.C Andersen og viljum gjarnan að þeir bregði sér til Óðinsvéa og heimsæki safnið í fæðingarbæ skáldsins, það var opnað í júní fyrir tveimur árum. En alltof oft eru heimsóknir Kínverja til Evrópu eins konar kapphlaup við tímann, þeir heimsækja kannski átta lönd á tíu dögum og það segir sig sjálft að þá gefst ekki mikill tími til að fara út fyrir miðborg Kaupmannahafnar þann stutta tíma sem þeir standa við.“

Áðurnefndur Flemming Bruhn ferðamálafulltrúi lagði áherslu á að ferðamannaþjónustan í Danmörku snúist ekki eingöngu um Kínverja og að fá sem flesta þeirra til landsins. Hann nefndi þá einungis sem mikilvægan markhóp.

Geta ferðamennirnir orðið of margir?

Á öðrum áratug aldarinnar fóru að heyrast um það raddir í Kaupmannahöfn að ferðamenn í miðborginni væru á ákveðnum tímum ársins orðnir „óþægilega“ margir.

Íbúar og hverfissamtök kvörtuðu yfir að sums staðar í borginni sæust ekki annað en ferðamenn. Spurt var hvenær væri nóg komið og hvað væri til ráða, þessar raddir urðu fleiri og háværari með árunum. Svo kom kórónuveiran og ferðamennskan lagðist í dvala.

Feneyjar, BarcelonaAmsterdam en ekki Kaupmannahöfn

Margar evrópskar borgir glímdu við sama vanda og Kaupmannahöfn varðandi ferðamannastrauminn, sumar reyndar enn meiri. Feneyjar eru ein þeirra borga sem „allir“ vilja heimsækja og þar hefur verið brugðið á það ráð að banna siglingar skemmtiferðaskipa inn í aðalhöfn borgarinnar.

Í Barcelona hefur verið bannað að leigja íbúðir í einkaeigu í skemmri tíma en mánuð í senn til að minnka álagið á leigumarkaðinn. Í Amsterdam hefur ýmislegt verið gert, meðal annars auglýsingaherferðin „Stay away“ sem hvetur þá sem eingöngu ætla sér að sækja bari og „rauða hverfið“ að sleppa því að koma. Ekkert þessu líkt hefur verið gert í Kaupmannahöfn, þar er þvert á móti stöðugt unnið að stækkun flugstöðvarinnar á Kastrup og undirbúningi á stækkun viðleguaðstöðu fyrir skemmtiferðaskip.

90%
Árið 2010 var Hafmeyjan, sem venjulega situr á steini við Löngulínu, flutt til Sjanghæ, þar sem hún var gestur í danska skálanum á heimssýningunni EXPO. 90% gesta skálans voru Kínverjar.

Jane Widtfeldt Meged, lektor við Háskólann í Hróarskeldu, var einn höfunda greinar í vísindatímaritinu Cities þar sem lýst var þeim breytingum sem orðið hafa á ferðamennskunni í Kaupmannahöfn á undanförnum árum. Jane Widtfeldt Meged segist setja spurningarmerki við hvort einblína eigi á sífellda fjölgun ferðamanna og segist hafa litla trú á hugmyndum og áætlunum um að fá ferðamenn til að láta vera að heimsækja Nýhöfnina og Strikið en fara í staðinn og skoða vatnsturninn í Brønshøj, þótt hann og verðlaunuð nýbygging við hliðina séu út af fyrir sig áhugaverð mannvirki.

Hún bendir enn fremur á að málið snúi ekki eingöngu að heimamönnum, mörgum ferðamönnum þyki ekki sérlega skemmtilegt að fara um svæði þar sem vart verður þverfótað fyrir öðrum ferðamönnum og engir heimamenn á ferli.   

Mikkel AarøHansen, framkvæmdastjóri ferðaþjónustusamtaka höfuðborgarinnar, Wonderful Copenhagen, segir ekki hægt að bera Kaupmannahöfn saman við BarcelónaAmsterdam og Feneyjar. Hann bendir á að 80 prósent íbúa Kaupmannahafnar sjái ekkert athugavert við að ferðamönnum fjölgi, hlutfallið sé þó örlítið lægra í miðborginni. „Þetta þýðir þó ekki að við séum ekki meðvituð um að fjölda ferðamanna séu takmörk sett.“

Ekki of margir ferðamenn en vilja hótel utan miðborgarinnar

Fulltrúar stærstu flokkanna í borgarstjórn Kaupmannahafnar hafna því að fjöldi ferðamanna í Kaupmannahöfn sé vandamál. Á nokkrum stöðum í borginni séu vissulega stundum mjög margir ferðamenn en það sé þó vel innan þolmarka, eins og einn borgarfulltrúi komst að orði.

Borgarfulltrúar Einingarlistans, Sósíaldemókrata og Íhaldsflokksins eru sammála um að rétt sé að hægja á fjölgun hótela í miðborginni, en stuðla að því að ný hótel verði byggð í öðrum hverfum borgarinnar.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár