Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Óháður aðili skipaður til að fylgjast með endurvinnslu á drykkjarfernum

Úr­vinnslu­sjóð­ur hef­ur kraf­ið Terra og Ís­lenska gáma­fé­lag­ið um stað­fest­ingu á end­ur­vinnslu á drykkj­ar­fern­um sem flokk­að­ar eru hér­lend­is. Ráð­herra fund­aði með sjóðn­um í dag.

Óháður aðili skipaður til að fylgjast með endurvinnslu á drykkjarfernum

Úrvinnslusjóður, sem hefur það opinbera hlutverk að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnotkun og endurnýtingu úrgangs, segir að í kjölfar fundar með Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í dag hafi verið ákveðið að sjóðurinn og SORPA muni tilnefna óháðan aðila til að fylgjast með framkvæmd endurvinnslu á drykkjarfernum og staðfesta fullnægjandi endurvinnslu. 

Þá hafi Úrvinnslusjóður krafið aðra þjónustuaðila, Terra og Íslenska gámafélagið, sem hafa safnað fernum til endurvinnslu, um staðfestingu á því að fullnægjandi endurvinnsla hafi farið fram erlendis. Gert er ráð fyrir að upplýsingar berist á næstu dögum. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Úrvinnslusjóður sendi frá sér í dag í kjölfar opinberunar Heimildarinnar á því að drykkjarfernur sem flokkaðar eru á Íslandi eru ekki endurunnar, heldur brenndar í sementsverksmiðjum. 

SORPA greindi í dag frá því að fyrirtækið hafi fengið staðfestingu á því að fernur sem það hefur sent til endurvinnslufyrirtækisins Smurfit Kappa séu ekki endurunnar heldur brenndar. Í tilkynningu frá SORPU baðst fyrirtækið afsökunar á sínum þætti í að hafa ekki miðlað með skýrari hætti hver afdrif drykkjarferna sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu flokka eru.

Úrvinnslusjóður, sem hefur eftirlitshlutverki að gegna og hefur greitt íslensku endurvinnslufyrirtækjunum Sorpu, Terra og Íslenska gámafélaginu fjármuni fyrir að hafa sent drykkjarfernur í það endurvinnsluferli, biðst ekki afsökunar á sínum þætti í yfirlýsingu sinni. Þar segir að sjóðurinn vilji þó taka fram að hann hafi „nýlega endurskoðað skilmála gagnvart þjónustuaðilum sjóðsins í þeim tilgangi að treysta rekjanleika og vitneskju um endanlega ráðstöfun þess úrgangs sem fellur undir sjóðinn og til að efla gagnsæi í starfsemi sjóðsins.“

Ásamt SORPU muni Úrvinnslusjóður að fá fullvissu fyrir því að sá endurvinnsluaðili sem mun héðan í frá taka við fernum frá SORPU skili þeim árangri sem til er ætlast. „Stefnt er að því að fernurnar verði sendar til fyrirtækisins Fiskeby Board í Svíþjóð. Þetta er gert í kjölfar þess að í ljós kom að Smurfit Kappa, endurvinnsluaðili á pappír frá SORPU, getur ekki endurunnið fernur í sínum vinnsluferlum. SORPA ákvað í kjölfarið að láta Stena Recycling, móttökuaðila sinn á endurvinnsluefnum í Svíþjóð, flokka fernur úr blönduðum pappírsstraum SORPU til að tryggja að fernurnar verði endurunnar.“ 

Eftirlit lítið sem ekkert

Úrvinnslusjóður leikur lykilhlutverk í endurvinnslustjórnsýslu Íslendinga. Hlutverk hans er að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnotkun og endurnýtingu úrgangs í þeim tilgangi að draga úr magni úrgangs sem fer til endanlegrar förgunar og tryggja viðeigandi förgun spilliefna. Sjóðurinn er pólitískt fyrirbæri, stjórn hans er skipuð af umhverfisráðherra, sveitarfélögum landsins og helstu hagsmunagæslusamtökum þess. Sjóðurinn velti um 2,3 milljörðum króna árið 2021 og þeim fjármunum er ætlað að standa undir kostnaði við úrvinnslu úrgangs. 

Heimildin greindi frá því á föstudag að eftirlit með því hvar fernur sem nýttar hafa verið á Íslandi enda er lítið sem ekkert. Úrvinnsla á fernum hefur í meira en þrjá áratugi verið skipulögð og framkvæmd eingöngu með sparnað í huga fyrir innlenda framleiðendur á vöru sem seld er í fernum og innflutningsfyrirtæki sem flytja inn slíka vöru. Umhverfissjónarmið hafa mætt afgangi en endurvinnslufyrirtæki hafa fengið vel greitt fyrir að endurvinna fernur sem eru svo ekkert endurunnar, heldur brenndar. Sveitarfélög landsins hafa auk þess orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þess að almenningur er látinn flokka fernur sem pappír.

Í svari Ólafs Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs, við fyrirspurn Heimildarinnar sem birt var á föstudag hélt hann því fram að fernur geti verið endurunnar hjá þessum fyrirtækjum. „Fernum hefur verið safnað saman með pappa og í endurvinnsluferli pappa er hægt að aðskilja ál og plast frá endurvinnsluferli á trefjum úr pappanum.“

Heimildin spurði hvaðan hann hefði þær upplýsingar að þessi fyrirtæki gætu endurunnið fernur í sínum ferlum, en Ólafur hefur ekki svarað þeirri spurningu blaðsins þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir þar um. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
2
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
3
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
9
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár