Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kaup VÍS og Fossa á eignastýringu Kviku rædd sem möguleiki

Rætt hef­ur ver­ið óform­lega um mögu­leg kaup Vá­trygg­inga­fé­lags Ís­lands á eign­a­stýr­ingu Kviku banka. Trygg­inga­fé­lag­ið hef­ur boð­að sókn á fjár­fest­inga­banka­mark­aði í kjöl­far fyr­ir­hug­aðs samruna við Fossa. Upp­lýs­inga­full­trúi VÍS svar­ar spurn­ingu um mál­ið ekki beint en vís­ar til áhuga sam­ein­aðs fé­lags á að vaxa.

Kaup VÍS og Fossa á eignastýringu Kviku rædd sem möguleiki
Sókn í fjárfestingabankastarfsemi Vátryggingafélag Íslands hefur boðað sókn á fjárfestingabankamarkaði í kjölfar fyrirhugaðs samruna við Fossa. Guðný Helga Herbertsdóttir er forstjóri VÍS.

Kaup Vátryggingafélags Íslands (VÍS) á eignastýringu Kviku banka hafa verið rædd í tengslum við fyrirhugaðan samruna Kviku og Íslandsbanka. Báðir bankarnir eru með stórar eignastýringardeildir og geta samkeppnissjónarmið komið í veg fyrir að Samkeppniseftirlitið heimili þessum fjármálafyrirtækjum að sameinast vegna þess. Þetta herma upplýsingar Heimildarinnar.

„Hins vegar kemur skýrt fram í kynningu um kaupin, sem fór í Kauphöll með fundarboðinu um hluthafafundinn, áhugi stjórnar VÍS að vaxa enn frekar á fjármálamarkaði.“
Úr svari VÍS

Stofnunin tekur afstöðu í formlegri rannsókn

Nú standa yfir forviðræður um samrunann hjá Samkeppniseftirlitinu. Ef hluthafar Kviku og Íslandsbanki ákveða að sameinast þá fyrst mun formleg rannsókn hefjast hjá stofnuninni, segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. „Eins og félögin hafa gert grein fyrir þá hafa þau óskað eftir svokölluðum forviðræðum við okkur um samrunann. Þessar forviðræður eru skammt á veg komnar og við erum ekki byrjaðir að gera neinar kröfur ennþá,“ segir hann. 

Fram að því mun Samkeppniseftirlitið því ekki taka slík samkeppnisleg atriði fyrir formlega. Stofnunin þarf að samþykkja samrunann til að af honum geti orðið. 

Atriði sem gæti komið til skoðunarStærð eignastýringardeilda Kviku og Íslandsbanka er atriði sem gæti komið til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu ef og þegar formleg rannsókn stofnunarinnar hefst. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.

VÍS og Fossar boða  aukna sókn á eignastýringarmarkaðnum

VÍS hefur boðað aukna sókn inn á eignastýringarmarkaðinn í kjölfar fyrirhugaðra kaupa tryggingafélagsins á fjárfestingarbankanum Fossum. Kaupin væru því í samræmi við það sem VÍS hefur gefið út. Í fyrrahaust stofnaði tryggingafélagið eignastýringuna Siv sem bíður nú eftir starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands. Samkvæmt heimasíðu Sivjar starfa tveir starfsmenn hjá henni um þessar mundir. 

Hluthafafundur VÍS er í næstu og verður tekin afstaða þar til kaupanna á Fossum. 

Í nýlegri kynningu á kaupunum á Fossum kemur svo meðal annars fram að sameinað fyrirtæki sjái sóknarfæri í því að hraða uppbyggingu eignastýringarinnar. „Gert er ráð fyrir að langtíma arðsemismarkmið hækki úr 1,5 kr. á hlut í yfir 2,5 kr. á hlut – vegna samlegðar og möguleika til að hraða uppbyggingu fjárfestingarbanka og eignastýringar.

Heimildin spurði VÍS að því hvert tryggingafélagið hefði áhuga á að kaupa eignastýringu Kviku banka. Ekki er gefið skýrt svar við þessari spurningu en hins vegar stendur að stjórn VÍS hafi áhuga á því að „vaxa enn frekar á fjármálamarkaði“ eins og segir í svarinu. „Nú er verið að skipuleggja hluthafafund VÍS sem fer fram í næstu viku, en hluthafar félagsins þurfa að samþykkja kaupin á Fossum fjárfestingarbanka, áður en lengra er haldið.Ég get fullyrt að áherslan okkar allra sé núna; að taka eitt skref í einu. Hins vegar kemur skýrt fram í kynningu um kaupin, sem fór í Kauphöll með fundarboðinu um hluthafafundinn, áhugi stjórnar VÍS að vaxa enn frekar á fjármálamarkaði.

Fossar hafa einnig boðað aukna sókn inn á þennan markað en fyrirtækið hefur unnið að því að koma sér upp eignastýringu á liðnum árum. Eignastýring Fossa er hins vegar fámenn, telur nú fjóra starfsmenn. Forstöðumaður eignastýringar Fossa hætti í fjárfestingarbankanum fyrir skömmu.  á meðan er eignastýring Kviku er með tæplega 40 starfsmenn.  Eignastýring Kviku er því stór enda hefur hún orðið til í gegnum árin með sameiningum og yfirtökum nokkurra fyrirtækja sem hafa sinnt eignastýringu.

Eignastýring Íslandsbanka er með um 30 starfsmenn samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Samtals er því um að ræða um 70 starfsmenn í eignastýringadeildunum tveimur.

Kvika og Íslandsbanki segja fátt

Heimildin spurði Kviku og Íslandsbanka að því hvort sjónarmið séu uppi um að selja þurfi eignastýringu Kviku til að liðka til fyrir samrunanum. Í slíkum forviðræðum við Samkeppniseftirlitið geta komið upp atriði sem þarf að laga vegna samkeppnissjónarmiða til að af samrunanum geti orðið og því þurfa fyrirtækin að sem ætla að sameinast að búa þannig um hnútana að viðskiptin geti gengið í gegn. 

Í svari til Heimildarinnar segir Marinó Tryggvason, forstjóri Kviku, aðspurður um þetta:  „Áður en það verður skoðað hvernig brugðist verður við mögulegum samkeppnissjónarmiðum er mikilvægt að félögin hafi tekið ákvarðanir um næstu skref sem verða m.a. byggð á greiningum ráðgjafa [...]. Skoðun á sölu á eignastýringarstarfsemi Kviku hefur því ekki farið fram.“

Í svari til Heimildarinnar um þetta segir Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka: „Við getum því miður ekki veitt upplýsingar um stöðu máli umfram það sem kemur fram í síðustu Kauphallartilkynningu.

Eftir að fyrirtækin ákveða að sameinast, ef það verður niðurstaðan, hefur Samkeppniseftirlitið 25 daga til að skoða tilkynningu um samrunann og ákveða hvort frekari rannsókn þurfi við. Stofnunin getur þá annað hvort staðfest hann eða komið með athugasemdir og hafið rannsókn þar sem tímaramminn er 90 virkir dagar sem hægt er að framlengja ef svo ber undir.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Rúllettan á fullu ! Er ekki annars að meðaltali um 15 ár milli þess sem fjármálakrísur ríða yfir ? 🤔
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár