Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kaup VÍS og Fossa á eignastýringu Kviku rædd sem möguleiki

Rætt hef­ur ver­ið óform­lega um mögu­leg kaup Vá­trygg­inga­fé­lags Ís­lands á eign­a­stýr­ingu Kviku banka. Trygg­inga­fé­lag­ið hef­ur boð­að sókn á fjár­fest­inga­banka­mark­aði í kjöl­far fyr­ir­hug­aðs samruna við Fossa. Upp­lýs­inga­full­trúi VÍS svar­ar spurn­ingu um mál­ið ekki beint en vís­ar til áhuga sam­ein­aðs fé­lags á að vaxa.

Kaup VÍS og Fossa á eignastýringu Kviku rædd sem möguleiki
Sókn í fjárfestingabankastarfsemi Vátryggingafélag Íslands hefur boðað sókn á fjárfestingabankamarkaði í kjölfar fyrirhugaðs samruna við Fossa. Guðný Helga Herbertsdóttir er forstjóri VÍS.

Kaup Vátryggingafélags Íslands (VÍS) á eignastýringu Kviku banka hafa verið rædd í tengslum við fyrirhugaðan samruna Kviku og Íslandsbanka. Báðir bankarnir eru með stórar eignastýringardeildir og geta samkeppnissjónarmið komið í veg fyrir að Samkeppniseftirlitið heimili þessum fjármálafyrirtækjum að sameinast vegna þess. Þetta herma upplýsingar Heimildarinnar.

„Hins vegar kemur skýrt fram í kynningu um kaupin, sem fór í Kauphöll með fundarboðinu um hluthafafundinn, áhugi stjórnar VÍS að vaxa enn frekar á fjármálamarkaði.“
Úr svari VÍS

Stofnunin tekur afstöðu í formlegri rannsókn

Nú standa yfir forviðræður um samrunann hjá Samkeppniseftirlitinu. Ef hluthafar Kviku og Íslandsbanki ákveða að sameinast þá fyrst mun formleg rannsókn hefjast hjá stofnuninni, segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. „Eins og félögin hafa gert grein fyrir þá hafa þau óskað eftir svokölluðum forviðræðum við okkur um samrunann. Þessar forviðræður eru skammt á veg komnar og við erum ekki byrjaðir að gera neinar kröfur ennþá,“ segir hann. 

Fram að því mun Samkeppniseftirlitið því ekki taka slík samkeppnisleg atriði fyrir formlega. Stofnunin þarf að samþykkja samrunann til að af honum geti orðið. 

Atriði sem gæti komið til skoðunarStærð eignastýringardeilda Kviku og Íslandsbanka er atriði sem gæti komið til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu ef og þegar formleg rannsókn stofnunarinnar hefst. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.

VÍS og Fossar boða  aukna sókn á eignastýringarmarkaðnum

VÍS hefur boðað aukna sókn inn á eignastýringarmarkaðinn í kjölfar fyrirhugaðra kaupa tryggingafélagsins á fjárfestingarbankanum Fossum. Kaupin væru því í samræmi við það sem VÍS hefur gefið út. Í fyrrahaust stofnaði tryggingafélagið eignastýringuna Siv sem bíður nú eftir starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands. Samkvæmt heimasíðu Sivjar starfa tveir starfsmenn hjá henni um þessar mundir. 

Hluthafafundur VÍS er í næstu og verður tekin afstaða þar til kaupanna á Fossum. 

Í nýlegri kynningu á kaupunum á Fossum kemur svo meðal annars fram að sameinað fyrirtæki sjái sóknarfæri í því að hraða uppbyggingu eignastýringarinnar. „Gert er ráð fyrir að langtíma arðsemismarkmið hækki úr 1,5 kr. á hlut í yfir 2,5 kr. á hlut – vegna samlegðar og möguleika til að hraða uppbyggingu fjárfestingarbanka og eignastýringar.

Heimildin spurði VÍS að því hvert tryggingafélagið hefði áhuga á að kaupa eignastýringu Kviku banka. Ekki er gefið skýrt svar við þessari spurningu en hins vegar stendur að stjórn VÍS hafi áhuga á því að „vaxa enn frekar á fjármálamarkaði“ eins og segir í svarinu. „Nú er verið að skipuleggja hluthafafund VÍS sem fer fram í næstu viku, en hluthafar félagsins þurfa að samþykkja kaupin á Fossum fjárfestingarbanka, áður en lengra er haldið.Ég get fullyrt að áherslan okkar allra sé núna; að taka eitt skref í einu. Hins vegar kemur skýrt fram í kynningu um kaupin, sem fór í Kauphöll með fundarboðinu um hluthafafundinn, áhugi stjórnar VÍS að vaxa enn frekar á fjármálamarkaði.

Fossar hafa einnig boðað aukna sókn inn á þennan markað en fyrirtækið hefur unnið að því að koma sér upp eignastýringu á liðnum árum. Eignastýring Fossa er hins vegar fámenn, telur nú fjóra starfsmenn. Forstöðumaður eignastýringar Fossa hætti í fjárfestingarbankanum fyrir skömmu.  á meðan er eignastýring Kviku er með tæplega 40 starfsmenn.  Eignastýring Kviku er því stór enda hefur hún orðið til í gegnum árin með sameiningum og yfirtökum nokkurra fyrirtækja sem hafa sinnt eignastýringu.

Eignastýring Íslandsbanka er með um 30 starfsmenn samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Samtals er því um að ræða um 70 starfsmenn í eignastýringadeildunum tveimur.

Kvika og Íslandsbanki segja fátt

Heimildin spurði Kviku og Íslandsbanka að því hvort sjónarmið séu uppi um að selja þurfi eignastýringu Kviku til að liðka til fyrir samrunanum. Í slíkum forviðræðum við Samkeppniseftirlitið geta komið upp atriði sem þarf að laga vegna samkeppnissjónarmiða til að af samrunanum geti orðið og því þurfa fyrirtækin að sem ætla að sameinast að búa þannig um hnútana að viðskiptin geti gengið í gegn. 

Í svari til Heimildarinnar segir Marinó Tryggvason, forstjóri Kviku, aðspurður um þetta:  „Áður en það verður skoðað hvernig brugðist verður við mögulegum samkeppnissjónarmiðum er mikilvægt að félögin hafi tekið ákvarðanir um næstu skref sem verða m.a. byggð á greiningum ráðgjafa [...]. Skoðun á sölu á eignastýringarstarfsemi Kviku hefur því ekki farið fram.“

Í svari til Heimildarinnar um þetta segir Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka: „Við getum því miður ekki veitt upplýsingar um stöðu máli umfram það sem kemur fram í síðustu Kauphallartilkynningu.

Eftir að fyrirtækin ákveða að sameinast, ef það verður niðurstaðan, hefur Samkeppniseftirlitið 25 daga til að skoða tilkynningu um samrunann og ákveða hvort frekari rannsókn þurfi við. Stofnunin getur þá annað hvort staðfest hann eða komið með athugasemdir og hafið rannsókn þar sem tímaramminn er 90 virkir dagar sem hægt er að framlengja ef svo ber undir.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Rúllettan á fullu ! Er ekki annars að meðaltali um 15 ár milli þess sem fjármálakrísur ríða yfir ? 🤔
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár