Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Matvælaráðuneyti og Fiskistofa hafa ekki brugðist við úrbótatillögum

Mat­væla­ráðu­neyti og Fiski­stofa hafa ekki brugð­ist með við­un­andi hætti við úr­bóta­til­lög­um Rík­is­end­ur­skoð­un­ar frá 2018 varð­andi eft­ir­lit stofn­un­ar­inn­ar með vigt­un sjáv­ar­afla, brott­kasti og sam­þjöpp­un afla­heim­ilda.

Matvælaráðuneyti og Fiskistofa hafa ekki brugðist við úrbótatillögum
Skortur á úrbótum Matvælaráðuneyti og eftir atvikum Fiskistofa hafa ekki brugðist með viðunandi hætti við úrbótatillögum Ríkisendurskoðunar frá árinu 2018 varðandi eftirlit stofnunarinnar með vigtun sjávarafla, brottkasti og samþjöppun aflaheimilda. Mynd: Landhelgisgæslan

Matvælaráðuneyti og Fiskistofa hafa ekki brugðist við úrbótatillögum Ríkisendurskoðunar frá árinu 2018 með viðunandi hætti tíu af ellefu úrbótatillögum sem Ríkisendurskoðun lagði fram í skýrslu sinni árið 2018. 

Þetta kemur fram í nýrri eftirfylgniúttekt Ríkisendurskoðunar sem stofnunin kynnti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. Úrbótatillögurnar varða eftirlit stofnunarinnar með vigtun sjávarafla, brottkasti og samþjöppun aflaheimilda. Nauðsynlegar úrbætur hafa ekki náð fram að ganga og flestir þeirra veikleika sem Ríkisendurskoðun fjallaði um eru enn til staðar.

Ríkisendurskoðun telur tilefni til að ítreka í heild eða að hluta 10 af 11 úrbótatillögum sem stofnunin lagði fram í skýrslu sinni árið 2018.

Að mati Ríkisendurskoðunar er eftirlit Fiskistofu með vigtun afla og brottkasti enn takmarkað og „efast má um að það skili tilætluðum árangri“. „Vísbendingar eru um að umfang brottkasts hafi verið vanmetið,“ segir í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun. 

Í eftirfylgnisskýrslunni kemur meðal annars fram að Fiskistofa hefur ekki tekið upp verklag sem tryggir að yfirráð tengdra aðila yfir aflahlutdeildum séu könnuð með markvissum og reglubundnum hætti. „Stofnunin skortir greinargóða yfirsýn um bein og óbein tengsl aðila í íslenskum sjávarútvegi.“

Eina tillagan sem Ríkisendurskoðun ítrekar ekki snýr að því að kanna þurfi hvort og þá hvernig hægt verði að auka samstarf við Fiskistofu og Landhelgisgæslu Íslands við eftirlit með brottkasti. Unnið hefur verið að auknu samstarfi stofnananna, meðal annars hvað snýr að notkun fjarstýrðra loftfara. Það eftirlit miðast hins vegar fyrst við smábáta en ekki togara, líkt og Stundin, annar fyrirrennara Heimildarinnar, greindi frá í desember. 

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár