Fyrrverandi eiginkona Gísla Hjálmtýssonar, fjárfestis og prófessors í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík, hefur kært hann til embættis héraðssaksóknara fyrir meint umboðssvik og eða meintan fjárdrátt.
Þá hefur konan, Sigrún Ísabella Jónsdóttir, látið kyrrsetja eignir Gísla fyrir kröfu upp á rúmlega 233 milljónir króna. Krafan byggir á því sem talið er vera réttmæt hlutdeild hennar í sameiginlegum eignum samkvæmt úrskurði dómstóls í Bandaríkjunum í fyrra. Í úrskurðinum er fjallað um skilnað þeirra og skilnaðarkjör, eins og það er orðað í kærunni.
Kæran byggir á því að Gísli hafi selt einbýlishús í Reykjavík sem þau hjónin áttu saman fyrir 105 milljónir króna árið 2016 án þess að hún hafi fengið sinn hluta kaupverðsins greiddan. Hún byggir einnig á því að Gísli hafi selt íbúð sem var hluti af greiðslu kaupverðsins án þess að Sigrún hafi fengið sinn hluta kaupverðsins. Þetta kemur fram í kærunni til embættis héraðssaksóknara og í kyrrsetningargerðinni sem …
Ég las um daginn að lýgi og hefnigirni væri dæmi um sociopaths. Og að það sé ólæknandi fötlun. Það eru komnar í dag skýringar á mörgum mannana hvirlum.