Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segir í viðtali við Heimildina að ekki hafi fengist skýr svör um hvað verði um allar þær milljónir ferna sem fyrirtækið fái á hverju ári. Telur hann að það sé ekki rétt að flokka fernur með pappír og segir að best væri að breyta kerfinu og láta fernur fara með dósum og flöskum, en neytendur fá greitt skilagjald fyrir að skila þeim. Þetta vill hann sjá svo hægt sé að raunverulega endurvinna fernur.
Getur þú sagt að mjólkurfernur og aðrar Tetra Pak umbúðir utan um ávaxtasafa og fleira, að þessar umbúðir sem við skolum, flokkum og setjum í pappír, séu að fara í raun í endurvinnslu?
„Nei, ég get ekki sagt það.“
Hvað verður um þessar umbúðir?
„Eitthvað af þessu gæti hugsanlega farið í einhvers konar endurvinnslu. Tetra Pak setti á markað heildarlausn á sínum tíma, þau segjast hafa búið til einhverja endurvinnsluaðferð og …
Af hverju er alltaf svona mikil skítalikt að öllu sem við Íslendingar erum að gera?