Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Kannski er þetta grænþvottur“

Best væri að fern­um væri safn­að sam­an í sér­söfn­un, eins og gert er með til dæm­is bjór- og gos­dós­ir. Það er hins veg­ar ekki gert. Sorpa hef­ur, í kjöl­far fyr­ir­spurna Heim­ild­ar­inn­ar um mál­ið, ver­ið að reyna að átta sig á því í næst­um eitt ár hversu stórt hlut­fall af fern­um fer raun­veru­lega í end­ur­vinnslu. Eng­in skýr svör hafa borist.

Þörf á breytingum Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segir að fernur eigi frekar heima með öðrum skilagjaldsumbúðum eins og dósum og flöskum, heldur en með pappír.

Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segir í viðtali við Heimildina að ekki hafi fengist skýr svör um hvað verði um allar þær milljónir ferna sem fyrirtækið fái á hverju ári. Telur hann að það sé ekki rétt að flokka fernur með pappír og segir að best væri að breyta kerfinu og láta fernur fara með dósum og flöskum, en neytendur fá greitt skilagjald fyrir að skila þeim. Þetta vill hann sjá svo hægt sé að raunverulega endurvinna fernur.

Getur þú sagt að mjólkurfernur og aðrar Tetra Pak umbúðir utan um ávaxtasafa og fleira, að þessar umbúðir sem við skolum, flokkum og setjum í pappír, séu að fara í raun í endurvinnslu?

„Nei, ég get ekki sagt það.“ 

Hvað verður um þessar umbúðir?

„Eitthvað af þessu gæti hugsanlega farið í einhvers konar endurvinnslu. Tetra Pak setti á markað heildarlausn á sínum tíma, þau segjast hafa búið til einhverja endurvinnsluaðferð og …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HE
    H.A.G. ehf skrifaði
    Því miður erum við með Ítölsku mafíuna í sorpi eða "er þetta kanski íslenska mafían sem er í sorpi á íslndi" Þarna eru örugglega um mútur ef að Íslanska ríkið er að veita undanþágu á sorpsorteringu.l
    Af hverju er alltaf svona mikil skítalikt að öllu sem við Íslendingar erum að gera?
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Þetta er óásættanlegt Jón Viggó Gunnarsson rekstrarverkfræðingur og guð má vita hvað, á ofurlaunum, veit ekki hve mikið af mjólkurfernum fer í endurvinnslu???
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fernurnar brenna

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár