Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Athvarf úkraínskra karla á Eiðum

Alls þrjá­tíu Úkraínu­menn hafa kom­ið til Eiða á Fljóts­dals­hér­aði í sam­ræmdri mót­töku flótta­fólks frá því í októ­ber, nær allt karl­ar. Fjór­tán búa þar í dag og seg­ir verk­efna­stjóri hjá sveit­ar­fé­lag­inu Múla­þingi að all­ur gang­ur sé á því hversu lengi flótta­menn­irn­ir dvelji á Eið­um.

Í heimavistarhúsnæði gamla Alþýðuskólans á Eiðum hefur hópur úkraínskra flóttamanna átt heimili frá því í október í fyrra, í húsi sem ber heitið Mikligarður og hýsti á árum áður heimavistarnemendur á staðnum. 

Í dag búa í húsinu fjórtán úkraínskir karlar, sem Múlaþing hefur tekið á móti í samræmdri móttöku flóttamanna. Samkvæmt svörum sem Heimildin fékk frá Fríðu Margréti Sigvaldadóttur, verkefnastjóra hjá félagsþjónustu Múlaþings, hefur sveitarfélagið alls tekið við 30 Úkraínumönnum í samræmdri móttöku og hafa þeir nær allir verið karlar.

Tveir athafnamenn frá Egilsstöðum, Kristmann Pálmason og Einar Ben Þorsteinsson, keyptu Eiðajörðina og gömlu skólabyggingarnar af Landsbankanum árið 2021. Þeir buðu svo húsnæði þar fram undir móttöku flóttafólks skömmu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu og fyrsti hópur Úkraínumanna kom austur í október. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið leigir húsnæðið á Eiðum af félagi þeirra Kristmanns og Einars.

Meirihlutinn kominn í sjálfstæða búsetu

Eiðar eru um 12 kílómetra frá Egilsstöðum og …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár