Hjá embætti ríkislögreglustjóra er nú unnið að endurskoðun á verklagsreglum og leiðbeiningum um leit að týndu fólki sem gefnar voru út af embættinu árið 2004, en ráðist var í þessa vinnu í kjölfar tilmæla sem embættið fékk frá nefnd um eftirlit með lögreglu (NEL) á síðasta ári.
Tilefni tilmælanna frá NEL var kvörtun Sigurlaugar Hreinsdóttur, sem var ósátt við störf og samskipti lögreglu við hana, í tengslum við hvarf og andlát dóttur Sigurlaugar í ársbyrjun 2017.
Sagt var frá því í Stundinni í lok nóvember í fyrra að hálfu ári eftir að álit nefndar um eftirlit með lögreglu lá fyrir hefði ríkislögreglustjóri enn ekki hafið skoðun á þeim tilmælum sem beint var til embættisins. „Sjokkerandi“ sagði Sigurlaug þá í viðtali við blaðið.
Nú er þó vinna farin af stað við endurskoðun reglna, samkvæmt svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við skriflegri fyrirspurn Jóhanns …
Athugasemdir