Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvað kostar lítri af mjólk?

Þing­menn þjóð­ar­inn­ar gisk­uðu á verð á ein­um lítra af mjólk og svör­uðu öðr­um spurn­ing­um um verð­til­finn­ingu sína.

Mjólk kostar 206 krónur

Mjólk. Nauðsynjavaran sem mannkynið hefur neytt í þúsundir ára. Í dag eru til alls konar útgáfur af mjólk, enda getur það eitt að drekka mjólk valdið siðferðilegum ádeilum meðal fólks. Hvort sem mjólk er D-vítamínbætt, gerð úr höfrum, möndlum eða kókoshnetum, kostar hún alltaf eitthvað. 

Á síðustu árum hefur verð á einum lítra af nýmjólk hækkað töluvert. Árið 2010 seldi Krónan í Grafarholti mjólkurlítrann á 145 krónur. Sjö árum síðar var verðið óbreytt, að Krónunni í Austurveri undanskilinni. Í febrúar 2018 keyptu viðskiptavinir Krónunnar í Grafarholti mjólkurlítrann á 149 krónur. Nú, fimm árum síðar, hefur verðið hækkað um 57 krónur og kostar mjólkurlítrinn því alls 206 krónur. 

Verðvitund neytenda er mismikil og hélt Heimildin á Alþingi þar sem þingmenn giskuðu á lítraverð nýmjólkur. 

Þingmenn giska

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata: „Nú kaupi ég alltaf D-vítamínbætta og hún kostar 246 krónur. Ætli þessi kosti ekki eitthvað minna? Ég myndi giska á svona tvö hundruð, tvö hundruð og eitthva ð... svona á milli 200-210 krónur.

Vel gert, 206 krónur í Krónunni. Finnst þér það sanngjarnt verð? „Sanngjarnt ... er maður ekki fyrir löngu orðinn verðónæmur hérna á þessu landi? Er það ekki bara orðið svolítið svoleiðis?

Finnst þér þú vera með góða verðtilfinningu þegar þú ert að versla úti í búð? „Alls ekki og aldrei haft.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins: „Já, 220 krónur eða eitthvað svoleiðis. Ég myndi giska á það en ég hef eiginlega ekki hugmynd.“

206 krónur í Krónunni, finnst þér það sanngjarnt? „Matvara á Íslandi er bara alltof dýr. Það er ofboðslega erfitt að segja til um hvað er sanngjarnt og hvað er ekki sanngjarnt, og ég á mjög erfitt með að segja það. En matvara náttúrlega á Íslandi er mjög dýr.“ 

Ert þú með góða verðtilfinningu þegar þú ert úti í búð? „Nei, ég er ekki með góða verðtilfinningu, alls ekki.“

Birgir Ármannsson

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis: „Ég giska á svona í kringum tvö hundruð kall.

206 krónur í Krónunni, finnst þér það sanngjarnt? „Ég veit það ekki. Það er auðvitað alltaf áhyggjuefni hvað allar matvörur kosta en þetta er hins vegar hérna ... þetta er hins vegar ekkert óskaplega hátt verð þannig séð.

Finnst þér þú vera með góða verðtilfinningu þegar þú ert úti í búð? „Mætti vera meiri, ábyggilega. En maður reynir auðvitað að fylgjast með hvað innkaupakarfan kostar.“

Guðmundur Ingi Kristinsson

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins: „Tvö hundruð kall, eitthvað svoleiðis myndi ég giska. En svo mun dýrari ef maður kaupir hann frá, hvað heitir það … Örnu, sem er enn þá betri mjólk.“

Ert þú með góða verðtilfinningu þegar þú ert úti í búð? „Nei.“

Inga Sæland

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins: „Guð minn almáttugur, ég fer aldrei í búð. Það er maðurinn sem kaupir.“

Já, eitthvað gisk? „Já, ætli hún sé ekki komin í svona 212 krónur.“

Finnst þér þú með góða verðtilfinningu þegar þú ert úti í búð að versla? „Já, nokkuð. Við höfum alltaf fylgst alveg rosalega vel með enda vorum við nú frekar efnalítil alla tíð, svona meira og minna. Þannig að, já, maður hefur vanið sig á það að fylgjast með. En þarna tekurðu mig alveg í bólinu með mjólkina sko. Ég var nú ekkert langt frá því enda kostar hún örugglega 212 krónur í Hagkaup.“ 

Jóhann Friðrik Friðriksson

Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins: „Bara ... lítri af mjólk ... segjum 230 krónur. 

Hún kostar 206 krónur í Krónunni. Finnst þér það sanngjarnt verð? „Ég hef nú ekki gert mikinn verðsamanburð en ég versla nú aðallega í Bónus.

Ertu með góða verðtilfinningu þegar þú ert úti í búð? „Ég reyni að vera með það en ég get nú ekki sagt að ég kannski ... ætli stutta svarið sé ekki að ég gæti verið betri í því.

Jóhann Páll Jóhannsson

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar: „Ég ætla að skjóta á 400 krónur.“ 

206 krónur, hvað finnst þér um það verð? „Það er minna en ég hélt.

Ert þú með mikla verðmeðvitund þegar þú ert úti í búð að versla? „Kannski gagnvart heildar ... gagnvart lokaverðmiðanum en ekki alveg sundurliðað.

Kristrún Frostadóttir

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar: „Það fer eftir því hvar þú kaupir þetta. Mig langar að segja 294 krónur.“ 

206 krónur í Krónunni, finnst þér það sanngjarnt? „Ég veit það ekki, þetta hefur náttúrlega hækkað í verði en jájá, þetta gæti eflaust verið lægra.

Ert þú með góða verðtilfinningu þegar þú ert úti í búð að versla? „Ég versla mjög mikið á netinu. Ég held að vefverslun hafi reyndar veitt fólki aukna verðvitund vegna þess að þá getur þú fylgst með körfunni síðast. Ég hef auðvitað tekið eftir því eins og allir aðrir að það hefur hækkað verulega í verði allt sem maður kaupir.“  

Sigmar Guðmundsson

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar: „Ég er alltaf á auto-pilot í búðinni, ég gæti ekki svarað því. Ég veit hins vegar að mjólkin hefur hækkað mjög mikið eins og mjólkurafurðir almennt hafa gert. Ég er í hópi mjög margra íslenskra neytenda sem að missi verðskynið þegar ég fer út í búð vegna þess að hækkanir eru svo stöðugar og örar. Þetta er það sem minn flokkur hefur alltaf verið að benda á. Ég vildi að ég gæti svarað þessari spurningu upp á punkt og prik en ég veit að hún er of dýr.“  

206 krónur, er það ósanngjarnt? „Ja, sko, það er ósanngjarnt að endalaust skuli demba yfir okkur verðhækkanir sem er hægt að rekja til þess að við erum með ákveðinn kerfisvanda hérna hjá okkur sem er íslenska krónan. Þannig að ég tel að það sé mjög einfalt að lækka matvöruverð hérna á Íslandi. Það þarf svolítið hugrekki, það þarf að stíga stór skref en það er í sjálfu sér ekki flókin aðgerð. Vafalítið geta þeir sem eru að framleiða mjólk fært rök fyrir því að verðið geti þess vegna verið hærra, en það sem við höfum alltaf verið að benda á, við búum við ákveðinn kerfisvanda hérna á Íslandi sem gerir það að verkum að matvöruverð er óþarflega hátt. Það gildir líka um mjólkina og aðrar mjólkurafurðir.“ 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
5
Fréttir

Það sem bank­arn­ir hafa grætt á hækk­un­ar­skeið­inu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
4
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár