Á Íslandi flæða þúsundir milljarða króna um æðar atvinnulífsins á hverju ári. Ákvarðanir eru teknar daglega um hvert þessir fjármunir eigi að fara, hvaða verkefni eigi að fá tækifæri og hver þyki ekki nægilega eftirsóknarverð til að gefa vængi.
Þessum peningum, og kerfunum sem þeir flæða í gegnum, er stýrt af einstaklingum af holdi og blóði. Þorra þeirra er, og hefur verið, stýrt af körlum. Þetta hefur komið fram í úttektum sem Heimildin, og annar fyrirrennara hennar, hafa framkvæmt síðastliðinn áratug. Oftar en ekki hafa í kringum níu af hverjum tíu æðstu stjórnendum í íslenska peningaheiminum verið karlar.
Þeim störfum sem úttektin tekur til í ár fjölgar nokkuð. Þau voru 104 í fyrra en eru nú 115. Það má meðal annars rekja til þess að eftirlitsskyldir rekstraraðilar sjóða eru nú fleiri og skráðum félögum hefur fjölgað. Fyrir vikið nær úttektin til næstum ellefu prósent fleiri starfa en á árinu 2022. …
Athugasemdir