„Börn flóttamanna fá forgang inn í leikskóla. Að hluta til eru vandræði Reykjavíkurborgar í leikskólamálum að því að það er að koma svo mikið af börnum erlendis frá með flóttamönnum.“
Sá sem hér talar er Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra, sá sem fer með málaflokk flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi. Hann sagði þetta í hlaðvarpsþættinum „Chat after dark“ þann 16. mars síðastliðinn, eða daginn eftir að útlendingafrumvarpið sem hann lagði fyrir þingið var samþykkt.
Þennan sama dag fagnaði hann samþykktu frumvarpi á Facebook-vegg sínum. Breytingarnar væru nauðsynlegar til þess að einstaklingar sem „þarfnast raunverulegrar verndar“ fái vandaða og skjóta úrlausn mála. Fólk fagnaði með og skrifaði undir: „Vel gert, Jón, hér á Suðurnesjum eru þessi mál komin í óefni,“ sagði einn og annar: „Leggja svo niður kærunefnd útlendingamála strax!“
Á sínum ferli hefur dómsmálaráðherra margoft gripið í þetta …
Athugasemdir