Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hver vill ekki trúa á töfra?

Í þátt­un­um Believe in Magic í hlað­varpi BBC er sögð ótrú­leg saga stúlku sem glímdi við erf­ið veik­indi en gaf sig engu að síð­ur alla í að hjálpa öðr­um veik­um börn­um. En ekki vildu all­ir trúa henni.

Hver vill ekki trúa á töfra?

Breska unglingsstúlkan Megan var töfrandi persónuleiki. Hún var alvarlega veik en setti aðra alltaf í fyrsta sæti og lagði mikið á sig til að gleðja veik börn – halda þeim stórkostlegar veislur. Hún stofnaði góðgerðarsamtökin Believe in Magic ásamt móður sinni og safnaði í gegnum þau peningum til að láta drauma sjúkra barna rætast. Hún heillaði alla upp úr skónum, naut stuðnings poppstjarna á borð við One Dircetion, og David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, veiti henni verðlaun fyrir fórnfýsi sína.

En svo fór hún að veikjast mun meira. Fékk lífshættulegt heilaæxli sem ekki var hægt að fá meðferð við í heimalandinu. Þannig að hún og móðir hennar fóru að safna fyrir flókinni og rándýrri meðferð í Bandaríkjunum. Frá spítalarúminu flutti móðirin stuðningsmönnum Megan fréttir af veikindum hennar í gegnum samfélagsmiðla og peningar héldu áfram að streyma frá fólki sem vildi aðstoða Megan við að ná bata.

Fljótlega fóru hins vegar spurningar að vakna. Á hvaða spítala var Megan að fá þessa meðferð? Af hverju er móðir hennar skráð inn á hótel í Disneylandi? Hópur fólks sem sjálft hafði átt veik börn og sumt misst þau hóf að grafast fyrir. Það sem kom upp úr kafinu er sannarlega lyginni líkast. En hver var í rauninni að ljúga og að hverjum? Og hver er raunverulega veikur?

Þáttaröðin Believe in Magic samanstendur af nokkrum stuttum þáttum þar sem margar hliðar málsins eru dregnar fram.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár