Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kristrún mun hætta sem formaður ef Samfylkingin kemst ekki í stjórn

Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vill mið-vinstri stjórn eft­ir næstu kosn­ing­ar og seg­ir stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins þannig að erfitt yrði að fara með þeim í rík­is­stjórn. Hún myndi ekki sætta sig við það sem Katrín Jak­obs­dótt­ir hef­ur þurft að sætta sig við í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi.

Kristrún mun hætta sem formaður ef Samfylkingin kemst ekki í stjórn
Formaður Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni í fyrrahaust. Síðan þá hefur fylgi flokksins aukist hratt. Mynd: Heiða Helgadóttir

Kristrún Frostadóttir segir að hún myndi ekki sætta sig við það sem Katrín Jakobsdóttir hefur sætt sig við í yfirstandandi ríkisstjórnarsamstarfi. Ef Samfylkingunni mistekst að komast í ríkisstjórn eftir næstu kosningar þá mun Kristrún hætta sem formaður hennar. 

Þótt Kristrún hafi ekki viljað útilokað samstarf við nokkurn stjórnmálaflokk, heldur sett áherslu á að kjósendur styðji Samfylkinguna vegna stefnu hennar, þá segir hún stefna Sjálfstæðisflokksins vera þannig að afar erfitt yrði að fara með þeim í ríkisstjórn. Hugur hennar stendur til að setja á laggirnar mið-vinstri stjórn eftir næstu kosningar. 

Þetta kemur fram í viðtali við Kristrúnu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, en hún snéri aftur til þingstarfa í liðinni viku eftir fæðingarorlof. 

Vinstri grænum líður betur að tala um mjúku málin

Í viðtalinu segir Kristrún að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Vinstri grænna, sem leiðir óvenjulega ríkisstjórn með Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokki, sé í stöðu þar sem hún komi ákveðnum hlutum ekki í gegn. „Ég held að hún væri betur sett með mig í fjármálaráðuneytinu en Bjarna. Þannig að ég hefði ekkert á móti því að sitja með Katrínu í ríkisstjórn. Í mörgum grunnmálum eru Vinstri græn og Samfylkingin sammála. Samfylkingin og Vinstri græn eru þó ólík að því leyti að Samfylkingin hefur sterkar sósíaldemókratískar rætur, er kerfisflokkur í grunninn, þar sem fókuserað er á velferðina og fjármögnun á henni, en þetta eru kjarnamál í daglegu lífi fólks. Á meðan hefur Vinstri grænum þótt allt í lagi að vera minna í þessum kerfislægu málum en meira í stökum málum. Vinstri grænum líður kannski betur í ríkisstjórninni að tala um mjúku málin sem kosta ekki pening en skipta vissulega miklu máli, eins og mannréttindamál. Við styðjum þessi mál en breytingarnar sem þurfa að eiga sér stað í íslensku samfélagi kosta breytingar í fjármálaráðuneytinu og Samfylkingin væri ekki að standa með sjálfri sér sem sósíaldemókratískur flokkur nema hún sæi breytingar þar. Ég væri ekki tilbúin að sætta mig við það sem Katrín hefur sætt sig við.“

Vill mið-vinstri stjórn

Hún gæti vel hugsað sér að vinna með Katrínu í ríkisstjórn en það hvaða ríkisstjórn verði mynduð fari algjörlega eftir því hvaða staða verði uppi eftir kosningar. „Ég vil sjá mið-vinstri stjórn í landinu. Það er kominn tími á það. Til þess að það gerist þarf Samfylkingin að verða stærsti flokkur landsins, forystuflokkur. Aðalatriðið er að við séum með skýrar og breiðar línur sem fólkið í landinu geti sameinast um sem og aðrir flokkar. Flokkur Katrínar rúmast í þeirri heimsmynd.“

Takist Samfylkingunni ekki að komast í ríkisstjórn í næstu kosningum mun Kristrún stíga til hliðar sem formaður. „Samfylkingin er á þannig tímamótum að hún þarf að komast í ríkisstjórn. Mitt verkefni, þegar ég tók við flokknum, var að gera hann stjórntækan. Ef mér tekst ekki að gera það þá hef ég brugðist. Ég tók þetta starf að mér til að leiða Samfylkinguna inn í ríkisstjórn og í forystu við stjórn landsins. Ég mun standa og falla með því.“

Afar erfitt að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokki

Kristrún segir að hún vilji að fólk kjósi Samfylkinguna út af flokknum, ekki út af því hvað hann er ekki. „Mér finnst stimplar sem felast í því að segja: Við lofum að gera ekki þetta til marks um flokk sem treystir sér ekki til að segja: Þetta eru okkar verkefni, treystið okkur til verka og þið fáið ríkisstjórn sem skilar verkefnum af sér. Ef stefnan sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur rekið undanfarin ár og áratugi verður óbreytt eftir næstu kosningar þá mun það hamla framförum í svo að segja öllum okkar stóru málaflokkum svo mjög að afar erfitt verður að fara í ríkisstjórn með þeim.“

Samfylkingin hefur verið á miklu flugi í skoðanakönnunum að undanförnu. Hún mældist með 27,8 prósent fylgi í síðasta Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn hefur ekki mælst með meira fylgi síðan í maí 2009, eða skömmu eftir bankahrunið og kosningarnar sem haldnar voru í kjölfar þess. Þá var Samfylkingin nýsest í ríkisstjórn undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur. 

Alls hefur fylgi flokksins aukist um 17,9 prósentustig frá síðustu kosningum og rúmlega tvöfaldast síðan að Kristrún tilkynnti framboð sitt til formanns síðla sumars í fyrra. Hún tók svo við formennsku í flokknum í lok október. 

Ríkisstjórnin í frjálsu falli

Ríkisstjórnarflokkarnir þrír: Vinstri græn, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, hafa allir tapað mælanlegu fylgi frá síðustu kosningum. Sameiginlegt fylgi þeirra þriggja mælst nú 38,1 prósent en þeir fengu 54,3 prósent í kosningunum í september 2021.  Flokkarnir þrír sem halda um stjórnartaumana hafa því tapað 16,2 prósentustigum frá því að kosið var síðast. Sameiginlegt fylgi þeirra hefur aldrei mælst minna síðan að þeir tóku fyrst við síðla árs 2017. 

Sama er að segja um stuðning við ríkisstjórnina. Hann mælist nú 39 prósent, og er það í fyrsta sinn sem hann fer  undir 40 prósent síðan að ríkisstjórnin tók við fyrir fimm og hálfu ári síðan. Í fyrstu mælingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur, sem birt var í desember 2017, sögðust 74,1 prósent styðja ríkisstjórnina. 

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
    Við sjáum það á Vinstri grænum í dag hvernig fer þegar vinstri flokkar taka upp samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Skoðið fylgi VG í þessari könnun og síðustu borgarstjórnarkosningum sem dæmi. Sjálfstæðisfólk fær þannig sína ömurlegu pólitík í gegn og vinstrinu kennt um líkt og með VG í dag. Samstarf við Sjálfstæðisflokkinn mun þýða niðurlok Samfylkingarinnar og þá eru góðir kostir til vinstri uppurnir að frátöldum örflokki sem vill ekki samstarf með neinum. Í stað þess að fara í fýlu gagnvart þessari óheppilegu yfirlýsingu þá eigum við ekki annarra kosta völ en að styðja Samfylkinguna og fari það vel þá þarf engan bölvaðan Sjálfstæðisflokk til að mynda ríkisstjórn. Við þurfum að vera klár og hugrökk og láta ekki tilfinningarnar verða að vopnum í höndum Spillingarflokksins.
    1
  • Kári Jónsson skrifaði
    Skoðanakannanir næstu mánuði verða fróðlegar.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Kristrún er ósannfærandi formaður. Hagnaðist um tugi milljóna í léttum bréfaleik æðstu manna Kviku. Fannst þessi sjálftaka bara sjálfsögð.
    -8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár