Rannsóknarlögreglumaðurinn Gísli Jökull Gíslason villti á sér heimildir þegar hann sendi tölvupósta á listamanninn Odd Eystein Friðriksson, Odee. Gísli sendi tölvupóstana eftir að Odee setti í loftið vefsíðu og sendi fréttatilkynningu í nafni Samherja, þar sem hann baðst afsökunar á framgöngu fyrirtækisins í Namibíu. Vefsíðan og fréttatilkynningin voru hluti af listaverki Odees og vakti gjörningurinn mikla athygli. Gísli Jökull hélt því fram í tölvupóstunum til Odees að hann væri sjálfstætt starfandi blaðamaður á Íslandi.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður segir í samtali við Heimildina að lögreglumenn hafi enga heimild til að villa á sér heimildir með þeim hætti sem rakið er hér að ofan. Um mjög alvarlegt athæfi sé að ræða.
„Þessi vinnubrögð lögreglu, að sigla undir fölsku flaggi og kynna sig til sögunnar sem sjálfstætt starfandi blaðamann, en senda um leið tölvupóst úr tölvupóstkerfi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, standast enga skoðun. Og …
Athugasemdir (6)