Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Eitthvað skrýtið í gangi“

Þing­mað­ur Pírata seg­ir eitt­hvað skrýt­ið í gangi þeg­ar lög­regl­an kaup­ir hríðskota­byss­ur í tengsl­um við leið­toga­fund Evr­ópu­ráðs­ins til að eiga var­an­lega. Lög­regl­an sé að „víg­bú­ast í hænu­skref­um“. „Og til hvers? Fyr­ir hverja – í al­vöru? “

„Eitthvað skrýtið í gangi“
„Þá er eitthvað skrýtið í gangi“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir eitthvað skýrtið vera í gangi þegar kostnaður við löggæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins hafi meira en tvöfaldast en til stóð um áramótin. „Það er líka eitthvað skrýtið í gangi þegar lögreglan er að festa kaup á hríðskotabyssum, ekki bara út af þessum viðburði heldur til að eiga síðan varanlega eftir þennan viðburð.“ Mynd: Bára Huld Beck

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig á kostnaði og vígbúnaði lögreglu fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem hefst í Hörpu í dag.  

„Nú er verið að halda þennan blessaða fund hérna í Hörpu, allt gott og blessað með það. Okkur var sagt fyrir áramót að það myndu verða 500 milljónir króna aukalega í kostnað út af viðbúnaði lögreglu, en sá kostnaður virðist vera kominn í einhverjar miklu meiri hæðir núna án þess að einhver hafi í rauninni samþykkt það þegar allt kemur til alls,“ sagði Björn Leví undir liðnum störf Alþingis í upphafi þingfundar í dag. 

Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst formlega síðdegis og um 40 leiðtogar Evrópuríkja eru ýmist komnir eða væntanlegir í Hörpu. Þetta er í fjórða sinn í 74 ára sögu Evrópuráðsins sem leiðtogar ríkjanna koma saman á fundi. Fundurinn er sá umfangsmesti sem haldinn hefur verið hér á landi og löggæslan á leiðtogafundinum er af þeirri stærðargráðu sem hefur ekki sést áður á Íslandi. 

Áætlaður kostnaður hins opinbera vegna fundarins er um tveir milljarðar króna og stærstur hluti hans, um 1,2 til 1,4 milljarðar, fer í löggæslu. Nær allt tiltækt lögreglulið mun sinna löggæslu á meðan fundinum stendur. 

„Þegar þinginu er sagt: Þetta mun kosta 500 milljónir aukalega, en kostnaðurinn er síðan miklu meiri, þá er eitthvað skrýtið í gangi,“ sagði Björn Leví. 

Lögreglan að vígbúast í hænuskrefum

En það er ekki það eina sem þingmanninum finnst skrýtið við fyrirkomulag leiðtogafundarins. „Það er líka eitthvað skrýtið í gangi þegar lögreglan er að festa kaup á hríðskotabyssum, ekki bara út af þessum viðburði heldur til að eiga síðan varanlega eftir þennan viðburð. Það hefur einhvern veginn gerst smám saman, í hænuskrefum, að lögreglan er búin að vígbúast. Og til hvers? Fyrir hverja — í alvöru?“ spurði Björn Leví. 

Hann sagði skipulagða glæpastarfsemi hafa verið nefnda sem svarið við vígbúnaði lögreglu, en gaf lítið fyrir þá skýringu. „Gegn hverjum beinist þunginn í skipulagðri glæpastarfsemi? Ekki gegn almennum borgurum, alls ekki. Hann beinist kannski á milli glæpahópa eða eitthvað því um líkt. Almennir borgarar þurfa ekkert að óttast hana.“ 

Björn Leví sagði skipulagða glæpastarfsemi ekki vilja vera í „einhverju stríði við lögregluna“. „Lögreglan á ekkert að vopnast gegn skipulagðri glæpastarfsemi, þess þarf ekki. Það er fullt af öðrum leiðum til að takast á við þann vanda sem við erum að glíma við heldur en að vopnvæðast; vopnvæðast með byssum, með orðræðu og með hræðsluáróðri. Við verðum að gera betur en þetta.“ 

Að mati Björns Levís má það ekki  gerast að Ísland þokist smám saman í átt að vígbúnu samfélagi „sem þjónar í raun bara fólki sem fær einhverja öryggistilfinningu við að sjá vopnaða lögreglu og finnst hún vera að starfa fyrir sig“.   

„En það eru rosalega margir í þeim sporum að finnast lögreglan ekki starfa fyrir sig og slíkum vígbúnaði lögreglu fylgir ekki öryggistilfinning fyrir það fólk,“ sagði Björn Leví á Alþingi í dag.  

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár