Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Eitthvað skrýtið í gangi“

Þing­mað­ur Pírata seg­ir eitt­hvað skrýt­ið í gangi þeg­ar lög­regl­an kaup­ir hríðskota­byss­ur í tengsl­um við leið­toga­fund Evr­ópu­ráðs­ins til að eiga var­an­lega. Lög­regl­an sé að „víg­bú­ast í hænu­skref­um“. „Og til hvers? Fyr­ir hverja – í al­vöru? “

„Eitthvað skrýtið í gangi“
„Þá er eitthvað skrýtið í gangi“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir eitthvað skýrtið vera í gangi þegar kostnaður við löggæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins hafi meira en tvöfaldast en til stóð um áramótin. „Það er líka eitthvað skrýtið í gangi þegar lögreglan er að festa kaup á hríðskotabyssum, ekki bara út af þessum viðburði heldur til að eiga síðan varanlega eftir þennan viðburð.“ Mynd: Bára Huld Beck

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, furðar sig á kostnaði og vígbúnaði lögreglu fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins sem hefst í Hörpu í dag.  

„Nú er verið að halda þennan blessaða fund hérna í Hörpu, allt gott og blessað með það. Okkur var sagt fyrir áramót að það myndu verða 500 milljónir króna aukalega í kostnað út af viðbúnaði lögreglu, en sá kostnaður virðist vera kominn í einhverjar miklu meiri hæðir núna án þess að einhver hafi í rauninni samþykkt það þegar allt kemur til alls,“ sagði Björn Leví undir liðnum störf Alþingis í upphafi þingfundar í dag. 

Leiðtogafundur Evrópuráðsins hefst formlega síðdegis og um 40 leiðtogar Evrópuríkja eru ýmist komnir eða væntanlegir í Hörpu. Þetta er í fjórða sinn í 74 ára sögu Evrópuráðsins sem leiðtogar ríkjanna koma saman á fundi. Fundurinn er sá umfangsmesti sem haldinn hefur verið hér á landi og löggæslan á leiðtogafundinum er af þeirri stærðargráðu sem hefur ekki sést áður á Íslandi. 

Áætlaður kostnaður hins opinbera vegna fundarins er um tveir milljarðar króna og stærstur hluti hans, um 1,2 til 1,4 milljarðar, fer í löggæslu. Nær allt tiltækt lögreglulið mun sinna löggæslu á meðan fundinum stendur. 

„Þegar þinginu er sagt: Þetta mun kosta 500 milljónir aukalega, en kostnaðurinn er síðan miklu meiri, þá er eitthvað skrýtið í gangi,“ sagði Björn Leví. 

Lögreglan að vígbúast í hænuskrefum

En það er ekki það eina sem þingmanninum finnst skrýtið við fyrirkomulag leiðtogafundarins. „Það er líka eitthvað skrýtið í gangi þegar lögreglan er að festa kaup á hríðskotabyssum, ekki bara út af þessum viðburði heldur til að eiga síðan varanlega eftir þennan viðburð. Það hefur einhvern veginn gerst smám saman, í hænuskrefum, að lögreglan er búin að vígbúast. Og til hvers? Fyrir hverja — í alvöru?“ spurði Björn Leví. 

Hann sagði skipulagða glæpastarfsemi hafa verið nefnda sem svarið við vígbúnaði lögreglu, en gaf lítið fyrir þá skýringu. „Gegn hverjum beinist þunginn í skipulagðri glæpastarfsemi? Ekki gegn almennum borgurum, alls ekki. Hann beinist kannski á milli glæpahópa eða eitthvað því um líkt. Almennir borgarar þurfa ekkert að óttast hana.“ 

Björn Leví sagði skipulagða glæpastarfsemi ekki vilja vera í „einhverju stríði við lögregluna“. „Lögreglan á ekkert að vopnast gegn skipulagðri glæpastarfsemi, þess þarf ekki. Það er fullt af öðrum leiðum til að takast á við þann vanda sem við erum að glíma við heldur en að vopnvæðast; vopnvæðast með byssum, með orðræðu og með hræðsluáróðri. Við verðum að gera betur en þetta.“ 

Að mati Björns Levís má það ekki  gerast að Ísland þokist smám saman í átt að vígbúnu samfélagi „sem þjónar í raun bara fólki sem fær einhverja öryggistilfinningu við að sjá vopnaða lögreglu og finnst hún vera að starfa fyrir sig“.   

„En það eru rosalega margir í þeim sporum að finnast lögreglan ekki starfa fyrir sig og slíkum vígbúnaði lögreglu fylgir ekki öryggistilfinning fyrir það fólk,“ sagði Björn Leví á Alþingi í dag.  

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
6
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár