Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Zelensky kemur ekki til Reykjavíkur

For­seti Úkraínu mun flytja ávarp leið­toga­funda­fundi Evr­ópu­ráðs­ins sem hefst í Reykja­vík í dag. Hann mun hins veg­ar gera það í gegn­um fjar­fund­ar­bún­að.

Zelensky kemur ekki til Reykjavíkur
Í Bretlandi Volodymyr Zelensky kom óvænt til Bretlands í gær og fundaði þar með Rishi Sunak, forsætisráðherra landsins. Mynd: AFP

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, mun flytja ávarp á opnunarathöfn leiðtogafundar Evrópuráðsins í Reykjavík sem hefst síðar í dag. Hann mun þó ekki gera það í eigin persónu heldur í gegnum fjarfundarbúnað. 

Frá þessu er greint í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu sem send var út í dag. Þar kemur fram að Denys Shmyhal, forsætisráðherra Úkraínu, muni leiða sendinefnd landsins á fundinum. Auk hans mun Denys Maliuska dómsmálaráðherra mæta á fundinn. 

Zelensky hefur verið á ferð um Evrópu síðustu daga. Hann kom óvænt til Bretlands í gær og fundaði með þarlendum ráðamönnum. Miklar bollaleggingar urðu í kjölfarið um að Zelensky væri að feta sig til Íslands þar sem hann yrði viðstaddur leiðtogafundinn. Samkvæmt tilkynningu íslenska utanríkisráðuneytisins verður ekki af því. 

Búist er við um 40 leiðtogum ríkja sem tilheyra Evrópuráðinu á fundinn. Hann hefst í dag og lýkur síðdegis á morgun, miðvikudag, með því að einhvers konar niðurstaða hans verður gerð opinber. Búist er við því að sú niðurstaða verði í formi sameiginlegrar yfirlýsingar sem tekur meðal annars á því hvernig til standi að láta Rússa bæta það tjón sem þeir hafa valdið með stríðsrekstri sínum í Úkraínu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár