Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Meitluð framsetning á spurningum um tímann

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir rýn­ir í sýn­ing­una Allt er ná­lægt. Hún seg­ir það vera ákveðna áhættu að staldra þar við og leyfa verk­um Krist­ins E. Hrafns­son­ar að hleypa að sér krefj­andi spurn­ing­um.

Meitluð framsetning á spurningum um tímann
Myndlist

Krist­inn Hrafns­son: Allt er ná­lægt

Gefðu umsögn

Að ganga inn á sýningu á verkum eftir Kristin E. Hrafnsson í Hverfisgalleríi er góð hvíld frá skarkala borgarinnar, en um leið felst í því ákveðin áhætta að staldra við og leyfa verkunum að hleypa að sér krefjandi spurningum. Verk Kristins einkennast af yfirvegun og meitlaðri hugsun sem er sett fram á hnitmiðaðan hátt í efni sem bera með sér ákveðinn þunga, líkt og steinum og stáli sé ætlað að jarðtengja hugsunina, eða festa hana niður.

Kristinn er af þeirri kynslóð íslenskra listamanna sem tileinkaði sér hugmyndalist upp úr miðri síðustu öld og lagði áherslu á að hugsunin kæmi á undan efnislegri úrvinnslu og framsetningu verksins. En hugmyndalist er ekki endilega góð þýðing á enska orðinu consept, sem getur einnig þýtt hugtak og skírskotað til heimspekilegrar hugsunar. Verk Kristins einkennast einmitt af heimspekilegum spurningum, þótt framsetning þeirra verði fyrst til sem hug-mynd og þau séu „teiknuð af huga“ svo vísað sé í listamanninn sjálfan. Það er hugsun um hugtak sem er viðfangsefni Kristins á sýningunni allt er nálægt og það er ekki lítið hugtakið því verkin  fjalla öll um tímann og opna hvert og eitt á heimspekilegar vangaveltur um eðli hans, eiginleika og ekki síst hvernig við sem manneskjur skynjum þennan tíma. 

Allt er nálægt

Titilverk sýningarinnar, allt er nálægt, er í anda þeirra verka Kristins sem vega salt á milli notagildis og listaverks. Verk sem lítur út eins og bekkur reynist vera með áletrun, „allt er nálægt“, en hún getur bæði vísað í viðfangsefni sýningarinnar, tímann, og rýmið sem hluta af tímanum ef við hugsum um tímann sem hreyfingu í rými.

Á veggjum hvort sínum megin við skúlptúrbekkinn er FRAMTÍÐARFORTÍÐ, verk í tveimur hlutum, en  báðir hlutarnir byggja á handskrifuðum setningum sem hafa verið steyptar í stál. Önnur áletrunin, rituð af gamalli, titrandi hendi, segir: „Að baki: endalaus framtíð“, en hin, sem er ung og hefur ekki enn þá lært að skrifa beint, ritar „Framundan: endalaus fortíð“. Í þessum tveimur setningum kristallast hugsun um tímann sem snýr skilgreiningum á framtíðinni og fortíðinni á hvolf og vekur vangaveltur um það hvernig við sem manneskjur staðsetjum okkur gagnvart tímanum með því að ramma inn upphaf og endi lífsins, okkar eigin lífs og annarra, þótt tíminn sé áfram til handan við okkur sjálf. Það má þannig sjá bekkinn, allt er nálægt, sem staðsettan í núinu, eða á þeim stað þar sem fortíð og framtíð sameinast í hugsuninni.

Ljósmynd: Margrét Elísabet Ólafsdóttir.

Tímarnir

Tíminn birtist á annan hátt í þremur veggmyndum sem bera titilinn Tímarnir og sýna ólíkar framsetningar á hugmyndum um tímann, s.s. tíminn fyrir tímann, tíminn í tímanum, og tíminn handan tímans, sem Kristinn setur fram í formi þrívíðra línuteikninga úr ryðfríu stáli ásamt viðeigandi texta. Tíminn í tímanum er framsettur sem opið hringform þar sem tvær stuttar línur teygja sig ýmist yfir hringinn eða undir hann, en þessi sjónræna útfærsla á fullyrðingum sem fela í sér spurningar um tímann og hvað átt sé við með tímanum í tímanum knýja fram áframhaldandi hugsun áhorfandans. Spurningar og efnisleg framsetning þeirra er hnitmiðuð og felur í sér ákveðinn tærleika þar sem nóg er sagt og engu ofaukið, hvort sem Kristinn notar ljósmyndir líkt og í verkinu öldurnar aldirnar eða þungan efnivið eins og grástein, með áletrunum, áðan bráðum og vafabið á slípuðu yfirborði. 

Það má nálgast verkin á sýningunni eins og þau koma áhorfandanum fyrst fyrir sjónir, sem snjallar útfærslur á hnyttnum orðaleikjum, eða leyfa þeim að kveikja heimspekilegar samræður um þetta fyrirbæri tímann. Verkunum er ætlað að hreyfa við slíkum hugsunum og ef áhorfandinn leyfir sér að fylgja þeirri hreyfingu dýpkar merking verkanna og upplifun hans, líkt og minnt er á með silkiþrykkinu 108 ára gamalt spurningarmerki MD. Það fer lítið fyrir þessu verki á sýningunni en það er ákveðinn lykill að verkum Kristins. Skammstöfunin MD er vísun í Marcel Duchamp, sem hefur ekki aðeins verið krýndur faðir hugmyndalistar 20. aldar heldur einnig margræðninnar sem einnig er að finna í verkum Kristins E. Hrafnssonar á sýningunni í Hverfisgalleríi.


Sýning: Kristinn E. Hrafnsson: Allt er nálægt
Sýningarstaður: Hverfisgallerí
Sýningartími: 15. apríl – 20. maí 2023
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu