Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Meitluð framsetning á spurningum um tímann

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir rýn­ir í sýn­ing­una Allt er ná­lægt. Hún seg­ir það vera ákveðna áhættu að staldra þar við og leyfa verk­um Krist­ins E. Hrafns­son­ar að hleypa að sér krefj­andi spurn­ing­um.

Meitluð framsetning á spurningum um tímann
Myndlist

Krist­inn Hrafns­son: Allt er ná­lægt

Gefðu umsögn

Að ganga inn á sýningu á verkum eftir Kristin E. Hrafnsson í Hverfisgalleríi er góð hvíld frá skarkala borgarinnar, en um leið felst í því ákveðin áhætta að staldra við og leyfa verkunum að hleypa að sér krefjandi spurningum. Verk Kristins einkennast af yfirvegun og meitlaðri hugsun sem er sett fram á hnitmiðaðan hátt í efni sem bera með sér ákveðinn þunga, líkt og steinum og stáli sé ætlað að jarðtengja hugsunina, eða festa hana niður.

Kristinn er af þeirri kynslóð íslenskra listamanna sem tileinkaði sér hugmyndalist upp úr miðri síðustu öld og lagði áherslu á að hugsunin kæmi á undan efnislegri úrvinnslu og framsetningu verksins. En hugmyndalist er ekki endilega góð þýðing á enska orðinu consept, sem getur einnig þýtt hugtak og skírskotað til heimspekilegrar hugsunar. Verk Kristins einkennast einmitt af heimspekilegum spurningum, þótt framsetning þeirra verði fyrst til sem hug-mynd og þau séu „teiknuð af huga“ svo vísað sé í listamanninn sjálfan. Það er hugsun um hugtak sem er viðfangsefni Kristins á sýningunni allt er nálægt og það er ekki lítið hugtakið því verkin  fjalla öll um tímann og opna hvert og eitt á heimspekilegar vangaveltur um eðli hans, eiginleika og ekki síst hvernig við sem manneskjur skynjum þennan tíma. 

Allt er nálægt

Titilverk sýningarinnar, allt er nálægt, er í anda þeirra verka Kristins sem vega salt á milli notagildis og listaverks. Verk sem lítur út eins og bekkur reynist vera með áletrun, „allt er nálægt“, en hún getur bæði vísað í viðfangsefni sýningarinnar, tímann, og rýmið sem hluta af tímanum ef við hugsum um tímann sem hreyfingu í rými.

Á veggjum hvort sínum megin við skúlptúrbekkinn er FRAMTÍÐARFORTÍÐ, verk í tveimur hlutum, en  báðir hlutarnir byggja á handskrifuðum setningum sem hafa verið steyptar í stál. Önnur áletrunin, rituð af gamalli, titrandi hendi, segir: „Að baki: endalaus framtíð“, en hin, sem er ung og hefur ekki enn þá lært að skrifa beint, ritar „Framundan: endalaus fortíð“. Í þessum tveimur setningum kristallast hugsun um tímann sem snýr skilgreiningum á framtíðinni og fortíðinni á hvolf og vekur vangaveltur um það hvernig við sem manneskjur staðsetjum okkur gagnvart tímanum með því að ramma inn upphaf og endi lífsins, okkar eigin lífs og annarra, þótt tíminn sé áfram til handan við okkur sjálf. Það má þannig sjá bekkinn, allt er nálægt, sem staðsettan í núinu, eða á þeim stað þar sem fortíð og framtíð sameinast í hugsuninni.

Ljósmynd: Margrét Elísabet Ólafsdóttir.

Tímarnir

Tíminn birtist á annan hátt í þremur veggmyndum sem bera titilinn Tímarnir og sýna ólíkar framsetningar á hugmyndum um tímann, s.s. tíminn fyrir tímann, tíminn í tímanum, og tíminn handan tímans, sem Kristinn setur fram í formi þrívíðra línuteikninga úr ryðfríu stáli ásamt viðeigandi texta. Tíminn í tímanum er framsettur sem opið hringform þar sem tvær stuttar línur teygja sig ýmist yfir hringinn eða undir hann, en þessi sjónræna útfærsla á fullyrðingum sem fela í sér spurningar um tímann og hvað átt sé við með tímanum í tímanum knýja fram áframhaldandi hugsun áhorfandans. Spurningar og efnisleg framsetning þeirra er hnitmiðuð og felur í sér ákveðinn tærleika þar sem nóg er sagt og engu ofaukið, hvort sem Kristinn notar ljósmyndir líkt og í verkinu öldurnar aldirnar eða þungan efnivið eins og grástein, með áletrunum, áðan bráðum og vafabið á slípuðu yfirborði. 

Það má nálgast verkin á sýningunni eins og þau koma áhorfandanum fyrst fyrir sjónir, sem snjallar útfærslur á hnyttnum orðaleikjum, eða leyfa þeim að kveikja heimspekilegar samræður um þetta fyrirbæri tímann. Verkunum er ætlað að hreyfa við slíkum hugsunum og ef áhorfandinn leyfir sér að fylgja þeirri hreyfingu dýpkar merking verkanna og upplifun hans, líkt og minnt er á með silkiþrykkinu 108 ára gamalt spurningarmerki MD. Það fer lítið fyrir þessu verki á sýningunni en það er ákveðinn lykill að verkum Kristins. Skammstöfunin MD er vísun í Marcel Duchamp, sem hefur ekki aðeins verið krýndur faðir hugmyndalistar 20. aldar heldur einnig margræðninnar sem einnig er að finna í verkum Kristins E. Hrafnssonar á sýningunni í Hverfisgalleríi.


Sýning: Kristinn E. Hrafnsson: Allt er nálægt
Sýningarstaður: Hverfisgallerí
Sýningartími: 15. apríl – 20. maí 2023
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
5
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Orrustan um Hafnarfjörð
6
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár