Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Meitluð framsetning á spurningum um tímann

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir rýn­ir í sýn­ing­una Allt er ná­lægt. Hún seg­ir það vera ákveðna áhættu að staldra þar við og leyfa verk­um Krist­ins E. Hrafns­son­ar að hleypa að sér krefj­andi spurn­ing­um.

Meitluð framsetning á spurningum um tímann
Myndlist

Krist­inn Hrafns­son: Allt er ná­lægt

Gefðu umsögn

Að ganga inn á sýningu á verkum eftir Kristin E. Hrafnsson í Hverfisgalleríi er góð hvíld frá skarkala borgarinnar, en um leið felst í því ákveðin áhætta að staldra við og leyfa verkunum að hleypa að sér krefjandi spurningum. Verk Kristins einkennast af yfirvegun og meitlaðri hugsun sem er sett fram á hnitmiðaðan hátt í efni sem bera með sér ákveðinn þunga, líkt og steinum og stáli sé ætlað að jarðtengja hugsunina, eða festa hana niður.

Kristinn er af þeirri kynslóð íslenskra listamanna sem tileinkaði sér hugmyndalist upp úr miðri síðustu öld og lagði áherslu á að hugsunin kæmi á undan efnislegri úrvinnslu og framsetningu verksins. En hugmyndalist er ekki endilega góð þýðing á enska orðinu consept, sem getur einnig þýtt hugtak og skírskotað til heimspekilegrar hugsunar. Verk Kristins einkennast einmitt af heimspekilegum spurningum, þótt framsetning þeirra verði fyrst til sem hug-mynd og þau séu „teiknuð af huga“ svo vísað sé í listamanninn sjálfan. Það er hugsun um hugtak sem er viðfangsefni Kristins á sýningunni allt er nálægt og það er ekki lítið hugtakið því verkin  fjalla öll um tímann og opna hvert og eitt á heimspekilegar vangaveltur um eðli hans, eiginleika og ekki síst hvernig við sem manneskjur skynjum þennan tíma. 

Allt er nálægt

Titilverk sýningarinnar, allt er nálægt, er í anda þeirra verka Kristins sem vega salt á milli notagildis og listaverks. Verk sem lítur út eins og bekkur reynist vera með áletrun, „allt er nálægt“, en hún getur bæði vísað í viðfangsefni sýningarinnar, tímann, og rýmið sem hluta af tímanum ef við hugsum um tímann sem hreyfingu í rými.

Á veggjum hvort sínum megin við skúlptúrbekkinn er FRAMTÍÐARFORTÍÐ, verk í tveimur hlutum, en  báðir hlutarnir byggja á handskrifuðum setningum sem hafa verið steyptar í stál. Önnur áletrunin, rituð af gamalli, titrandi hendi, segir: „Að baki: endalaus framtíð“, en hin, sem er ung og hefur ekki enn þá lært að skrifa beint, ritar „Framundan: endalaus fortíð“. Í þessum tveimur setningum kristallast hugsun um tímann sem snýr skilgreiningum á framtíðinni og fortíðinni á hvolf og vekur vangaveltur um það hvernig við sem manneskjur staðsetjum okkur gagnvart tímanum með því að ramma inn upphaf og endi lífsins, okkar eigin lífs og annarra, þótt tíminn sé áfram til handan við okkur sjálf. Það má þannig sjá bekkinn, allt er nálægt, sem staðsettan í núinu, eða á þeim stað þar sem fortíð og framtíð sameinast í hugsuninni.

Ljósmynd: Margrét Elísabet Ólafsdóttir.

Tímarnir

Tíminn birtist á annan hátt í þremur veggmyndum sem bera titilinn Tímarnir og sýna ólíkar framsetningar á hugmyndum um tímann, s.s. tíminn fyrir tímann, tíminn í tímanum, og tíminn handan tímans, sem Kristinn setur fram í formi þrívíðra línuteikninga úr ryðfríu stáli ásamt viðeigandi texta. Tíminn í tímanum er framsettur sem opið hringform þar sem tvær stuttar línur teygja sig ýmist yfir hringinn eða undir hann, en þessi sjónræna útfærsla á fullyrðingum sem fela í sér spurningar um tímann og hvað átt sé við með tímanum í tímanum knýja fram áframhaldandi hugsun áhorfandans. Spurningar og efnisleg framsetning þeirra er hnitmiðuð og felur í sér ákveðinn tærleika þar sem nóg er sagt og engu ofaukið, hvort sem Kristinn notar ljósmyndir líkt og í verkinu öldurnar aldirnar eða þungan efnivið eins og grástein, með áletrunum, áðan bráðum og vafabið á slípuðu yfirborði. 

Það má nálgast verkin á sýningunni eins og þau koma áhorfandanum fyrst fyrir sjónir, sem snjallar útfærslur á hnyttnum orðaleikjum, eða leyfa þeim að kveikja heimspekilegar samræður um þetta fyrirbæri tímann. Verkunum er ætlað að hreyfa við slíkum hugsunum og ef áhorfandinn leyfir sér að fylgja þeirri hreyfingu dýpkar merking verkanna og upplifun hans, líkt og minnt er á með silkiþrykkinu 108 ára gamalt spurningarmerki MD. Það fer lítið fyrir þessu verki á sýningunni en það er ákveðinn lykill að verkum Kristins. Skammstöfunin MD er vísun í Marcel Duchamp, sem hefur ekki aðeins verið krýndur faðir hugmyndalistar 20. aldar heldur einnig margræðninnar sem einnig er að finna í verkum Kristins E. Hrafnssonar á sýningunni í Hverfisgalleríi.


Sýning: Kristinn E. Hrafnsson: Allt er nálægt
Sýningarstaður: Hverfisgallerí
Sýningartími: 15. apríl – 20. maí 2023
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Jón Kristinn Einarsson
2
PistillUppgjör ársins 2024

Jón Kristinn Einarsson

Hjóm og há­vaði árs­ins 2024

Jón Krist­inn Ein­ars­son, doktorsnemi í sagn­fræði við Há­skól­ann í Chicago, ger­ir upp ár­ið sem fer senn að líða. Eft­ir því sem hann dvel­ur meir í for­tíð­inni hafi mörg af þeim stóru frétta­mál­um sem heltek­ið hafa op­in­bera um­ræðu á Ís­landi tek­ið á sig mynd dægra­stytt­ing­ar fyr­ir fréttafíkla. Á með­an sitji stóru mál­in sem mestu máli skipta gjarn­an eft­ir á hak­an­um. Til að mynda um­hverf­is- og lofts­lags­mál­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár