Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Netkerfi Alþingis liggur niðri

Vef­síða Al­þing­is og innra net eru ónot­hæf, sem og sím­kerfi, sem sak­ir standa. Ragna Árna­dótt­ir skrif­stofu­stjóri seg­ir mál­ið í at­hug­un en gat ekki stað­fest hvað ylli.

Netkerfi Alþingis liggur niðri
Orsaka leitað Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis gat ekki upplýst um hvað olli netbilun þingsins.

Allt netkerfi Alþingis liggur niðri eins og sakir standa, bæði vefsíða og innra net. Þá virðist sem símkerfi þingsins sé einnig í lamasessi. Blaðamaður Heimildarinnar náði símasambandi við þingið klukkan 9:20 en símtalið slitnaði því sem næst strax og síðan hefur ekki náðst í skiptiborð Alþingis.

Guðlaugur Ágústsson, öryggisstjóri Alþingis, sagðist í samtali við Heimildina ekki hafa upplýsingar um hvort netkerfið væri úti. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri staðfesti hins vegar að net og símkerfi væru niðri. „Þetta er bara í athugun hjá okkur,“ sagði Ragna í stuttu samtali við Heimildina og sagði að að svo komnu máli gæti hún ekki sagt til um ástæður truflananna.

Vitað er að uppi voru hótanir um árásir á ýmis netkerfi, meðal annars Háskóla Íslands og stjórnsýslunnar, í samhengi við leiðtogafund Evrópuráðsins sem hefst í dag. Ekki er þó ljóst hvort látið hafi verið verða af þeim árásum og þetta séu afleiðingar þess.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár