Netkerfi Alþingis liggur niðri

Vef­síða Al­þing­is og innra net eru ónot­hæf, sem og sím­kerfi, sem sak­ir standa. Ragna Árna­dótt­ir skrif­stofu­stjóri seg­ir mál­ið í at­hug­un en gat ekki stað­fest hvað ylli.

Netkerfi Alþingis liggur niðri
Orsaka leitað Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis gat ekki upplýst um hvað olli netbilun þingsins.

Allt netkerfi Alþingis liggur niðri eins og sakir standa, bæði vefsíða og innra net. Þá virðist sem símkerfi þingsins sé einnig í lamasessi. Blaðamaður Heimildarinnar náði símasambandi við þingið klukkan 9:20 en símtalið slitnaði því sem næst strax og síðan hefur ekki náðst í skiptiborð Alþingis.

Guðlaugur Ágústsson, öryggisstjóri Alþingis, sagðist í samtali við Heimildina ekki hafa upplýsingar um hvort netkerfið væri úti. Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri staðfesti hins vegar að net og símkerfi væru niðri. „Þetta er bara í athugun hjá okkur,“ sagði Ragna í stuttu samtali við Heimildina og sagði að að svo komnu máli gæti hún ekki sagt til um ástæður truflananna.

Vitað er að uppi voru hótanir um árásir á ýmis netkerfi, meðal annars Háskóla Íslands og stjórnsýslunnar, í samhengi við leiðtogafund Evrópuráðsins sem hefst í dag. Ekki er þó ljóst hvort látið hafi verið verða af þeim árásum og þetta séu afleiðingar þess.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár