Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þingmenn mega keyra inn á lokað svæði en ekki fatlaðir

Lok­an­ir í mið­borg­inni vegna leið­toga­fund­ar Evr­ópu­ráðs­ins stöðva ekki för þing­manna sem munu geta keyrt í vinn­una, í gegn­um lok­un­ar­svæð­ið, og lagt í bíla­stæði við Al­þingi. „Mér þætti auð­vit­að eðli­legt að þing­menn, sem eru okk­ar kjörnu full­trú­ar, sætu við sama borð og aðr­ir,“ seg­ir Þuríð­ur Harpa Sig­urð­ar­dótt­ir, formað­ur ÖBÍ.

Þingmenn mega keyra inn á lokað svæði en ekki fatlaðir
Þingmannaleið Þingmenn geta nýtt bílastæði sín við Alþingishúsið þrátt fyrir víðtækar lokanir vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins. Lokað er fyrir aðra almenna bílaumferð. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Víðtækar götulokanir verða í miðborg Reykjavíkur næstu tvo daga á meðan að á leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur, sem fer fram í Hörpu 16. og 17. maí. Þannig verður meðal annars fatlað fólk að nýta akstursþjónustu frá Ráðhúsinu og verður þeim sem eiga bílastæði innan lokaðs svæðis ekki heimilt að leggja þar á meðan á fundinum stendur. Hins vegar verður ekki tekið fyrir ferðir Alþingismanna innan svæðisins og geta þeir eftir sem áður lagt bílum sínum á bílastæði Alþingis eða í bílakjallara þingsins, þrátt fyrir að það svæði sé kyrfilega innan hins lokaða svæðis. Formaður Öryrkjabandalagsins segir að sér þætti eðlilegra að þingmenn sætu við sama borð og aðrir sem verða fyrir áhrifum af lokunum vegna leiðtogafundarins.

Þingmenn fengu í síðustu viku sendan tölvupóst þar sem tilgreint var að lokanirnar sem um ræðir væru víðtækar, og þar með talið í kringum Alþingi. Hins vegar verður þingmönnum heimilt að keyra inn á svæðið, um Vonarstræti og þaðan inn á bílastæði Alþingis, og svo sömu leið til baka.

Þetta er þingmönnum heimilt, þrátt fyrir að með þessu séu þeir að keyra inn á akstursleið fylgdaraksturs þeirra erlendu aðila sem komnir eru hingað til lands til þátttöku á fundinum. Ein slíkra leiða liggur um Templarasund en þangað þurfa þingmenn að beygja af Vonarstræti til að komast að bílastæðum Alþingishússins.

Til þess að þingmenn, þar með talið ráðherrar, geti keyrt inn á svæðið þurfa þeir að framvísa merkingu við lokunarpóst sem er á gatnamótum Tjarnargötu og Vonarstrætis. Sú merking, sé að marka tölvupóstinn sem barst þingmönnum, er þó ekki mjög flókin heldur virðist aðeins vera um útprentað og plastað merki Alþingis að ræða, sem setja þarf í bifreiðar þingmanna.

Ekki ofverk þingmanna að labba einhvern spöl

„Mér þætti auðvitað eðlilegt að þingmenn, sem eru okkar kjörnu fulltrúar, sætu við sama borð og aðrir. Þeir leggðu bara utan svæðisins og þyrftu þá að labba einhvern spöl til að komast til vinnu. Mér þætti það bara eðlilegt, án þess að ég sé með einhverja sérstakar hugmyndir um það af hverju þessi undanþága var veitt, ég hef engar forsendur til að meta það,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í samtali við Heimildina.

„Ég veit reyndar um fólk sem ætlar bara ekki að koma heim til sín“
Þuríður Harpa Sigurðardóttir
formaður ÖBÍ, um fatlað fólk sem býr innan lokunarsvæðisins.

Spurð hvort félagsmenn í Öryrkjabandalaginu hafi haft samband og lýst óánægju með framkvæmd lokananna segir Þuríður Harpa að það hafi verið furðu lítið. „Ég veit reyndar um fólk sem ætlar bara ekki að koma heim til sín, ætlar að koma sér fyrir annars staðar, en það eru ekki allir sem hafa tækifæri á því,“ segir Þuríður Harpa og telur að fólk muni nýta sér akstursþjónustu frá Ráðhúsinu.

„Síðan getur verið að þegar á hólminn er kominn þá vakni fólk upp við vondan draum og þá komi upp einhver vandamál. Ég vona bara að þetta gangi vel, fyrst þetta þarf að vera svona. Þetta er víst alls staðar í heiminum svona, er mér sagt, að öllu sé lokað í kringum svona stóra fundi.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
3
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár