Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvenær á að kaupa körfustól?

Hann er loks­ins kom­inn aft­ur! Mætt­ur í versl­an­ir! 20 pró­sent af­slátt­ur. Nei, 25! Bíddu, bíddu – 38 pró­sent af­slátt­ur! Nið­ur­sett verð!

Hvenær á að kaupa körfustól?
Fullt verð GJERN körfustóllinn hefur verið ein vinsælasta varan í Rúmfatalagernum síðustu misseri. Mynd: Rúmfatalagerinn

Það er allt að því full vinna að fylgjast með verði á garðhúsgögnum þessa dagana. Fyrir utan hvað það eru margar verslanir sem selja slíkan lúxusvarning þá virðist það regla fremur en undantekning að allra handa tilboðum er skellt á með stuttum fyrirvara, oft í stuttan tíma í einu, svo áhugasöm þurfa að vera stöðugt á tánum vilji þau ná að festa sér húsgögnin á hagstæðum kjörum. (Ef hægt er að tala um hagstæð kjör þessa dagana yfir höfuð).

En tökum dæmi:

GJERN körfustólinn sem seldur er í Rúmfatalagernum kom með hvelli inn á markaðinn sumarið 2021. Eftir Covid-sumarið á undan hugsuðu sér eflaust margir gott til glóðarinnar og vildu breyta til á pallinum eða svölunum. En stóllinn vinsæli kom aðeins í takmörkuðu magni svo færri eignuðust gripinn en vildu.

Í sumarbæklingi Rúmfatalagersins sem kom út síðasta vor var stóllinn „mættur“ aftur og kynntur til sögunnar sem „líklega með heitustu vörunum sumarið 2021“. Verðið: 59.990 krónur. Facebook-síða Rúmfatalagersins logaði og 756 komment voru rituð þar sem stóllinn eftirsótti var dásamaður.

Hinn 15. júní er stóllinn kominn á „sumarlegt tilboð“ og verðið auglýst 49.990 krónur. Afslátturinn nam um 17 prósentum. 7. júlí hefst svo sumarútsala Rúmfatalagersins og körfustóllinn auglýstur með 25 prósent afslætti, sem hefur þýtt að útsöluverðið var 44.990 krónur.

En svo kemur vorið 2023. Og GJERN körfustólinn „er mættur í verslanir“ og verðið: 64.990, eða rúmum 8 prósentum hærra en fullt verð ári fyrr. Og verðmunurinn á útsöluverðinu í fyrrasumar og fullu verði nú orðinn 30 prósent, eða 20 þúsund krónur. Blessuð verðbólgan hefur því náð að bíta í garðhúsgögnin eins og flestan annan varning.

En, fyrstu helgina í apríl er hann strax kominn á tilboð vegna enduropnunar einnar verslunar Rúmfatalagersins og sérstaks helgartilboðs. Verðið: 39.990 krónur. 38 prósent afsláttur! En aðeins í þrjá daga.

GJERN körfustóllinn er ekki á neinu tilboðsverði í augnablikinu. En hver veit hvað gerist um helgina? Og miðað við söguna er ekki ólíklegt að upp úr miðjum júní megi eiga von á „sumarlegum tilboðum“ og að sumarútsalan sjálf hefjist svo þegar í byrjun júlí.

Þótt körfustóllinn vinsæli sé hér tekinn sem dæmi þá er augljóst að Rúmfatalagerinn er ekki eina húsgagnaverslunin sem nær að halda fólki í leit að sumarhúsgögnum við efnið með verðbreytingum á nokkurra vikna fresti á þessum árstíma. Ágætt er samt að muna að sumarið kemur með eða án nýrra húsgagna. Og að það er meira gefandi að eyða tíma sínum í að njóta ilms af nýútsprungnu birki eða hlusta á býflugnasuð í beði en að sitja límd við vefverslanir.  

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
4
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár