Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvenær á að kaupa körfustól?

Hann er loks­ins kom­inn aft­ur! Mætt­ur í versl­an­ir! 20 pró­sent af­slátt­ur. Nei, 25! Bíddu, bíddu – 38 pró­sent af­slátt­ur! Nið­ur­sett verð!

Hvenær á að kaupa körfustól?
Fullt verð GJERN körfustóllinn hefur verið ein vinsælasta varan í Rúmfatalagernum síðustu misseri. Mynd: Rúmfatalagerinn

Það er allt að því full vinna að fylgjast með verði á garðhúsgögnum þessa dagana. Fyrir utan hvað það eru margar verslanir sem selja slíkan lúxusvarning þá virðist það regla fremur en undantekning að allra handa tilboðum er skellt á með stuttum fyrirvara, oft í stuttan tíma í einu, svo áhugasöm þurfa að vera stöðugt á tánum vilji þau ná að festa sér húsgögnin á hagstæðum kjörum. (Ef hægt er að tala um hagstæð kjör þessa dagana yfir höfuð).

En tökum dæmi:

GJERN körfustólinn sem seldur er í Rúmfatalagernum kom með hvelli inn á markaðinn sumarið 2021. Eftir Covid-sumarið á undan hugsuðu sér eflaust margir gott til glóðarinnar og vildu breyta til á pallinum eða svölunum. En stóllinn vinsæli kom aðeins í takmörkuðu magni svo færri eignuðust gripinn en vildu.

Í sumarbæklingi Rúmfatalagersins sem kom út síðasta vor var stóllinn „mættur“ aftur og kynntur til sögunnar sem „líklega með heitustu vörunum sumarið 2021“. Verðið: 59.990 krónur. Facebook-síða Rúmfatalagersins logaði og 756 komment voru rituð þar sem stóllinn eftirsótti var dásamaður.

Hinn 15. júní er stóllinn kominn á „sumarlegt tilboð“ og verðið auglýst 49.990 krónur. Afslátturinn nam um 17 prósentum. 7. júlí hefst svo sumarútsala Rúmfatalagersins og körfustóllinn auglýstur með 25 prósent afslætti, sem hefur þýtt að útsöluverðið var 44.990 krónur.

En svo kemur vorið 2023. Og GJERN körfustólinn „er mættur í verslanir“ og verðið: 64.990, eða rúmum 8 prósentum hærra en fullt verð ári fyrr. Og verðmunurinn á útsöluverðinu í fyrrasumar og fullu verði nú orðinn 30 prósent, eða 20 þúsund krónur. Blessuð verðbólgan hefur því náð að bíta í garðhúsgögnin eins og flestan annan varning.

En, fyrstu helgina í apríl er hann strax kominn á tilboð vegna enduropnunar einnar verslunar Rúmfatalagersins og sérstaks helgartilboðs. Verðið: 39.990 krónur. 38 prósent afsláttur! En aðeins í þrjá daga.

GJERN körfustóllinn er ekki á neinu tilboðsverði í augnablikinu. En hver veit hvað gerist um helgina? Og miðað við söguna er ekki ólíklegt að upp úr miðjum júní megi eiga von á „sumarlegum tilboðum“ og að sumarútsalan sjálf hefjist svo þegar í byrjun júlí.

Þótt körfustóllinn vinsæli sé hér tekinn sem dæmi þá er augljóst að Rúmfatalagerinn er ekki eina húsgagnaverslunin sem nær að halda fólki í leit að sumarhúsgögnum við efnið með verðbreytingum á nokkurra vikna fresti á þessum árstíma. Ágætt er samt að muna að sumarið kemur með eða án nýrra húsgagna. Og að það er meira gefandi að eyða tíma sínum í að njóta ilms af nýútsprungnu birki eða hlusta á býflugnasuð í beði en að sitja límd við vefverslanir.  

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár