Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvenær á að kaupa körfustól?

Hann er loks­ins kom­inn aft­ur! Mætt­ur í versl­an­ir! 20 pró­sent af­slátt­ur. Nei, 25! Bíddu, bíddu – 38 pró­sent af­slátt­ur! Nið­ur­sett verð!

Hvenær á að kaupa körfustól?
Fullt verð GJERN körfustóllinn hefur verið ein vinsælasta varan í Rúmfatalagernum síðustu misseri. Mynd: Rúmfatalagerinn

Það er allt að því full vinna að fylgjast með verði á garðhúsgögnum þessa dagana. Fyrir utan hvað það eru margar verslanir sem selja slíkan lúxusvarning þá virðist það regla fremur en undantekning að allra handa tilboðum er skellt á með stuttum fyrirvara, oft í stuttan tíma í einu, svo áhugasöm þurfa að vera stöðugt á tánum vilji þau ná að festa sér húsgögnin á hagstæðum kjörum. (Ef hægt er að tala um hagstæð kjör þessa dagana yfir höfuð).

En tökum dæmi:

GJERN körfustólinn sem seldur er í Rúmfatalagernum kom með hvelli inn á markaðinn sumarið 2021. Eftir Covid-sumarið á undan hugsuðu sér eflaust margir gott til glóðarinnar og vildu breyta til á pallinum eða svölunum. En stóllinn vinsæli kom aðeins í takmörkuðu magni svo færri eignuðust gripinn en vildu.

Í sumarbæklingi Rúmfatalagersins sem kom út síðasta vor var stóllinn „mættur“ aftur og kynntur til sögunnar sem „líklega með heitustu vörunum sumarið 2021“. Verðið: 59.990 krónur. Facebook-síða Rúmfatalagersins logaði og 756 komment voru rituð þar sem stóllinn eftirsótti var dásamaður.

Hinn 15. júní er stóllinn kominn á „sumarlegt tilboð“ og verðið auglýst 49.990 krónur. Afslátturinn nam um 17 prósentum. 7. júlí hefst svo sumarútsala Rúmfatalagersins og körfustóllinn auglýstur með 25 prósent afslætti, sem hefur þýtt að útsöluverðið var 44.990 krónur.

En svo kemur vorið 2023. Og GJERN körfustólinn „er mættur í verslanir“ og verðið: 64.990, eða rúmum 8 prósentum hærra en fullt verð ári fyrr. Og verðmunurinn á útsöluverðinu í fyrrasumar og fullu verði nú orðinn 30 prósent, eða 20 þúsund krónur. Blessuð verðbólgan hefur því náð að bíta í garðhúsgögnin eins og flestan annan varning.

En, fyrstu helgina í apríl er hann strax kominn á tilboð vegna enduropnunar einnar verslunar Rúmfatalagersins og sérstaks helgartilboðs. Verðið: 39.990 krónur. 38 prósent afsláttur! En aðeins í þrjá daga.

GJERN körfustóllinn er ekki á neinu tilboðsverði í augnablikinu. En hver veit hvað gerist um helgina? Og miðað við söguna er ekki ólíklegt að upp úr miðjum júní megi eiga von á „sumarlegum tilboðum“ og að sumarútsalan sjálf hefjist svo þegar í byrjun júlí.

Þótt körfustóllinn vinsæli sé hér tekinn sem dæmi þá er augljóst að Rúmfatalagerinn er ekki eina húsgagnaverslunin sem nær að halda fólki í leit að sumarhúsgögnum við efnið með verðbreytingum á nokkurra vikna fresti á þessum árstíma. Ágætt er samt að muna að sumarið kemur með eða án nýrra húsgagna. Og að það er meira gefandi að eyða tíma sínum í að njóta ilms af nýútsprungnu birki eða hlusta á býflugnasuð í beði en að sitja límd við vefverslanir.  

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
4
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
5
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
8
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár