Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hvenær á að kaupa körfustól?

Hann er loks­ins kom­inn aft­ur! Mætt­ur í versl­an­ir! 20 pró­sent af­slátt­ur. Nei, 25! Bíddu, bíddu – 38 pró­sent af­slátt­ur! Nið­ur­sett verð!

Hvenær á að kaupa körfustól?
Fullt verð GJERN körfustóllinn hefur verið ein vinsælasta varan í Rúmfatalagernum síðustu misseri. Mynd: Rúmfatalagerinn

Það er allt að því full vinna að fylgjast með verði á garðhúsgögnum þessa dagana. Fyrir utan hvað það eru margar verslanir sem selja slíkan lúxusvarning þá virðist það regla fremur en undantekning að allra handa tilboðum er skellt á með stuttum fyrirvara, oft í stuttan tíma í einu, svo áhugasöm þurfa að vera stöðugt á tánum vilji þau ná að festa sér húsgögnin á hagstæðum kjörum. (Ef hægt er að tala um hagstæð kjör þessa dagana yfir höfuð).

En tökum dæmi:

GJERN körfustólinn sem seldur er í Rúmfatalagernum kom með hvelli inn á markaðinn sumarið 2021. Eftir Covid-sumarið á undan hugsuðu sér eflaust margir gott til glóðarinnar og vildu breyta til á pallinum eða svölunum. En stóllinn vinsæli kom aðeins í takmörkuðu magni svo færri eignuðust gripinn en vildu.

Í sumarbæklingi Rúmfatalagersins sem kom út síðasta vor var stóllinn „mættur“ aftur og kynntur til sögunnar sem „líklega með heitustu vörunum sumarið 2021“. Verðið: 59.990 krónur. Facebook-síða Rúmfatalagersins logaði og 756 komment voru rituð þar sem stóllinn eftirsótti var dásamaður.

Hinn 15. júní er stóllinn kominn á „sumarlegt tilboð“ og verðið auglýst 49.990 krónur. Afslátturinn nam um 17 prósentum. 7. júlí hefst svo sumarútsala Rúmfatalagersins og körfustóllinn auglýstur með 25 prósent afslætti, sem hefur þýtt að útsöluverðið var 44.990 krónur.

En svo kemur vorið 2023. Og GJERN körfustólinn „er mættur í verslanir“ og verðið: 64.990, eða rúmum 8 prósentum hærra en fullt verð ári fyrr. Og verðmunurinn á útsöluverðinu í fyrrasumar og fullu verði nú orðinn 30 prósent, eða 20 þúsund krónur. Blessuð verðbólgan hefur því náð að bíta í garðhúsgögnin eins og flestan annan varning.

En, fyrstu helgina í apríl er hann strax kominn á tilboð vegna enduropnunar einnar verslunar Rúmfatalagersins og sérstaks helgartilboðs. Verðið: 39.990 krónur. 38 prósent afsláttur! En aðeins í þrjá daga.

GJERN körfustóllinn er ekki á neinu tilboðsverði í augnablikinu. En hver veit hvað gerist um helgina? Og miðað við söguna er ekki ólíklegt að upp úr miðjum júní megi eiga von á „sumarlegum tilboðum“ og að sumarútsalan sjálf hefjist svo þegar í byrjun júlí.

Þótt körfustóllinn vinsæli sé hér tekinn sem dæmi þá er augljóst að Rúmfatalagerinn er ekki eina húsgagnaverslunin sem nær að halda fólki í leit að sumarhúsgögnum við efnið með verðbreytingum á nokkurra vikna fresti á þessum árstíma. Ágætt er samt að muna að sumarið kemur með eða án nýrra húsgagna. Og að það er meira gefandi að eyða tíma sínum í að njóta ilms af nýútsprungnu birki eða hlusta á býflugnasuð í beði en að sitja límd við vefverslanir.  

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár