Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hvenær á að kaupa körfustól?

Hann er loks­ins kom­inn aft­ur! Mætt­ur í versl­an­ir! 20 pró­sent af­slátt­ur. Nei, 25! Bíddu, bíddu – 38 pró­sent af­slátt­ur! Nið­ur­sett verð!

Hvenær á að kaupa körfustól?
Fullt verð GJERN körfustóllinn hefur verið ein vinsælasta varan í Rúmfatalagernum síðustu misseri. Mynd: Rúmfatalagerinn

Það er allt að því full vinna að fylgjast með verði á garðhúsgögnum þessa dagana. Fyrir utan hvað það eru margar verslanir sem selja slíkan lúxusvarning þá virðist það regla fremur en undantekning að allra handa tilboðum er skellt á með stuttum fyrirvara, oft í stuttan tíma í einu, svo áhugasöm þurfa að vera stöðugt á tánum vilji þau ná að festa sér húsgögnin á hagstæðum kjörum. (Ef hægt er að tala um hagstæð kjör þessa dagana yfir höfuð).

En tökum dæmi:

GJERN körfustólinn sem seldur er í Rúmfatalagernum kom með hvelli inn á markaðinn sumarið 2021. Eftir Covid-sumarið á undan hugsuðu sér eflaust margir gott til glóðarinnar og vildu breyta til á pallinum eða svölunum. En stóllinn vinsæli kom aðeins í takmörkuðu magni svo færri eignuðust gripinn en vildu.

Í sumarbæklingi Rúmfatalagersins sem kom út síðasta vor var stóllinn „mættur“ aftur og kynntur til sögunnar sem „líklega með heitustu vörunum sumarið 2021“. Verðið: 59.990 krónur. Facebook-síða Rúmfatalagersins logaði og 756 komment voru rituð þar sem stóllinn eftirsótti var dásamaður.

Hinn 15. júní er stóllinn kominn á „sumarlegt tilboð“ og verðið auglýst 49.990 krónur. Afslátturinn nam um 17 prósentum. 7. júlí hefst svo sumarútsala Rúmfatalagersins og körfustóllinn auglýstur með 25 prósent afslætti, sem hefur þýtt að útsöluverðið var 44.990 krónur.

En svo kemur vorið 2023. Og GJERN körfustólinn „er mættur í verslanir“ og verðið: 64.990, eða rúmum 8 prósentum hærra en fullt verð ári fyrr. Og verðmunurinn á útsöluverðinu í fyrrasumar og fullu verði nú orðinn 30 prósent, eða 20 þúsund krónur. Blessuð verðbólgan hefur því náð að bíta í garðhúsgögnin eins og flestan annan varning.

En, fyrstu helgina í apríl er hann strax kominn á tilboð vegna enduropnunar einnar verslunar Rúmfatalagersins og sérstaks helgartilboðs. Verðið: 39.990 krónur. 38 prósent afsláttur! En aðeins í þrjá daga.

GJERN körfustóllinn er ekki á neinu tilboðsverði í augnablikinu. En hver veit hvað gerist um helgina? Og miðað við söguna er ekki ólíklegt að upp úr miðjum júní megi eiga von á „sumarlegum tilboðum“ og að sumarútsalan sjálf hefjist svo þegar í byrjun júlí.

Þótt körfustóllinn vinsæli sé hér tekinn sem dæmi þá er augljóst að Rúmfatalagerinn er ekki eina húsgagnaverslunin sem nær að halda fólki í leit að sumarhúsgögnum við efnið með verðbreytingum á nokkurra vikna fresti á þessum árstíma. Ágætt er samt að muna að sumarið kemur með eða án nýrra húsgagna. Og að það er meira gefandi að eyða tíma sínum í að njóta ilms af nýútsprungnu birki eða hlusta á býflugnasuð í beði en að sitja límd við vefverslanir.  

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár