Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Þetta er ekki kapítalisminn, þetta er Evrópusambandið“

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir og Guð­laug­ur Þór Þórð­ars­son orku­mála­ráð­herra rök­ræddu um sölu raf­orku og upp­runa­ábyrgð­ir á þingi í dag.

„Þetta er ekki kapítalisminn, þetta er Evrópusambandið“
Guðlaugur Þór Þórðarson Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lagði áherslu á að afla þyrfti upplýsinga um sölu raforku.

„Það má velta því fyrir sér hvort þetta sé einhvers konar kapítalísk snilli eða bara hugmynd sem vekur óþægileg hugrenningatengsl við aðrar fjármálaafurðir eins og vafninga, en skilyrði þess að kerfi með upprunaábyrgðir þjóni markmiði sínu er að það sé aðeins gefin út ein upprunaábyrgð á hverja einingu eða hverja megavatta stund.“

Þetta sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, þegar hún spurði Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, út í það kerfi sem heldur utan um sölu og upprunaábyrgð raforku í þingi í dag. 

Þórunn SveinbjarnardóttirÞIngmaður Samfylkingarinnar sagði kapítalista vera úti um allt.

Þórunn sagði að upp væri komin upp vandræðaleg staða fyrir Ísland sem raforkuframleiðanda vegna hættu á tvítalningu upprunaábyrgðar. 

Töluvert hefur verið fjallað um sölu á raforku undanfarin misseri en skráning slíkra viðskipta þykir ekki nógu skýr. Þórunn spurði ráðherra hvort við værum „komin þangað að öll fyrirtæki sem selja vöru og fullyrða að hún sé framleidd með grænni raforku þurfi framvegis og kaupa vottaða upprunaábyrgð?“.

Guðlaugur Þór svaraði Þórunni og sagði þætti málsins vera í skoðun og benti á að fyrirkomulagið væri komið frá Evrópusambandinu. „Þetta er ekki kapítalisminn, þetta er Evrópusambandið.“ Ráðherra lagði áherslu á að afla þyrfti upplýsinga um málið þar sem miklir hagsmunir væru undir en þátttaka fyrirtækja byggðist á EES-samningnum. 

Þegar Þórunn tók aftur til máls minnti hún á að þátttaka í þessu kerfi væri valkvæð. „Það eru kapítalistar úti um allt líka í Evrópusambandinu,“ sagði hún og ítrekaði að íslensk fyrirtæki ættu ekki að hljóta tjón af núverandi fyrirkomulagi. 

Orkumálaráðherra bað þingmanninn að halda sig hæga er hann steig aftur til pontu en Þórunn hafði vísað ábyrgð á hann. Ráðherra sagði fyrirtæki taka ábyrgð á sínum gjörðum. „[Ég] hef oft beitt mér fyrir því að hjálpa þeim sem minnst mega sín í þessu samfélagi og mun halda því áfram. Þessi fyrirtæki eru ekki þar…,“ sagði ráðherra og undirstrikaði að ræða þyrfti fyrirkomulagið betur.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár