Lögmaður sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot eiginkonu skjólstæðings var vinur hjónanna og mætti í brúðkaupið þeirra. Hann hafnar því að hafa brotið á konunni en staðfestir kynferðislegt samneyti á milli þeirra eftir að eiginmaður hennar var laus úr gæsluvarðhaldi. Hann segir sambandið hafa hafist eftir að hún útskrifaðist af geðdeild, en það er í andstöðu við það sem konan segir sjálf í skýrslutöku lögreglu. Vinkona hennar lýsti sömuleiðis fyrir lögreglu frásögn konunnar af samskiptum þeirra á geðdeild. Vottorð sýna að konan leitaði aðstoðar sálfræðings vegna nýlegs áfalls, auk þess sem hún leitaði til Stígamóta. Lögmaðurinn heldur því hins vegar fram að um fjárkúgun sé að ræða.
Það var fyrst mánudaginn 8. maí sem málið komst í hámæli, eftir að Vísir greindi frá því að íslenskur lögmaður hefði verið kærður til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gegn eiginkonu skjólstæðings síns, á meðan hann var í gæsluvarðhaldi vegna …
Athugasemdir