Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eldhúsið sem vígvöllur

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son rýn­ir í leik­rit­ið Hvað ef sós­an klikk­ar í Tjarn­ar­bíó.

Eldhúsið sem vígvöllur
Leikhús

Hvað ef sós­an klikk­ar?

Höfundur Gunnella Hólmarsdóttir

Hljóðmynd Andrés Þór Þorvarðarson

Ljósahönnun Kjartan Darri Kristjánsson

Leikmynd Gunnella Hólmarsdóttir

Tjarnarbíó
Gefðu umsögn

Hugmyndin er bráðsmellin. Áhorfendur eru staddir í sjónvarpssal að fylgjast með beinni útsendingu á matreiðsluþætti, Hvað ef sósan klikkar? Það er Gunnella Hólmarsdóttir sjálf sem matreiðir og rétturinn ekki af verra taginu – hamborgarhryggur með öllu tilheyrandi – og fyrir útsendingu kemur hún áhorfendum í stuð og kennir þeim að klappa og hlæja svo hæfi útsendingunni, svarar barni sínu í símann og annast þannig fjaruppeldið og þegar útsending hefst er hún að sjálfsögðu í aðalhlutverkinu sem hin íslenska Julia Child, en það mun hafa verið sjónvarpsmatselja á 7. og 8. áratug síðastliðinnar aldar.

Það er skemmtilegt stílbragð að tímasetja sjálfa sig í 7. áratugnum; það er sá áratugur sem ýmislegt gerist í framfaraátt þegar kemur að réttindum kvenna og stöðu þeirra í samfélaginu. Á köflum fannst mér sem pastellitir leikmyndarinnar, leikmunir, búningur væri í einhvers konar samtali við þann 7. áratug sem ég sjálfur man, þegar ungt fólk í Evrópu lét í sér heyra og konur á Íslandi undirbjuggu stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar sem varð svo 1970. Mér segir svo hugur að hugsanlega hefði mátt gera ívið meira úr þessum andstæðum og skerpa þannig á samfélagsádeilunni, því það er svo sannarlega grunnur til þess í verki Gunnhildar. Það hefði ekki heldur spillt fyrir húmornum.

Það vantar nefnilega ekki húmor í þessa sýningu og Gunnella sannar það svo ekki verður um efast að hún er ljómandi „komedíenne“. Hún hefur það sem kallast á leikhúsmáli skínandi góða tæmingu – þ.e., hún veit upp á hár hve langar þagnir eiga að vera og mega vera til að magna kímnina – og hún hefur einnig afar góða framsetningu texta og fylgir eftir hverri hugsun með réttum raddblæ.

Það er nefnilega ekki bara sósan sem klikkar í þessum matreiðsluþætti. Allt klikkar sem klikkað getur og það reynir á Gunnellu að bregðast í beinni útsendingu við öllum vanda sem upp kann að koma. Að því leytinu til er Hvað ef sósan klikkar? fjörlegur farsi, en þó með hvassari undirtón en farsa er siður.

Hér er nefnilega ekki aðeins gamanleikur á sviði – hér er líka niðurstaða rannsóknarverkefnis, sem Gunnella vann sem mastersverkefni í námi. Þar er sjónarhornið öllu njörvaðra, enda veltir hún fyrir sér spurningu sem mætti vel vera oftar á dagskrá. Hvað ef sósan klikkar? er öðrum þræði heimildarsviðsverk skrifað út frá rannsóknarspurningunni um áhrif matreiðslubóka á taugaáföll kvenna. Gunnella byggir þar á sinni eigin reynslu þar sem henni var kennt í uppeldinu að bæta samfélagsstöðu sína með því að verða það sem kallað er „góð húsmóðir“ og þar telst sósugerð auðvitað mikilvægur mælikvarði á hversu vel hefur til tekist.

En Gunnella gefur spurningunni aukna vídd með því að hafa með rödd ömmu sinnar, en þær langmæðgur ræddu saman um hvað er að vera „góð húsmóðir“, hvað veldur taugaáföllum góðra húsmæðra og getur verið einhver tenging milli taugaáfallanna og matreiðslubókanna.

Þá er líka bráðfyndið atriði þar sem Jane Fonda kemur við sögu – lífsstílsgúru og „fitnessfræðingur“ bandarískra kvenna til skamms tíma, sem með bókum og sjónvarpsþáttum gerði konum grein fyrir því að heilbrigð sál (= „góð húsmóðir“) yrði að búa í hraustum líkama.

Nú skal ekki hér farið fram á að einhlít svör verði veitt í einni leiksýningu. En það er brýnt að halda spurningunni á lofti, ræða hana, skoða sem flesta fleti málsins og bera saman við eigin lífshætti. Er samfélagið í eldhúsinu, þar sem konan er umkringd pottum, pönnum, skálum og sleifum, í raun henni óvinveitt? Er eldhúsið vígvöllur þar sem konan er dæmd til að lifa af í hlutverkinu „góð húsmóðir“ en ella fá taugaáfall?

Sú spurning finnst mér svo brýn að ástæða er til að hvetja menn til að sjá Hvað ef sósan klikkar? Einkum karlmenn.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár