Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eldhúsið sem vígvöllur

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son rýn­ir í leik­rit­ið Hvað ef sós­an klikk­ar í Tjarn­ar­bíó.

Eldhúsið sem vígvöllur
Leikhús

Hvað ef sós­an klikk­ar?

Höfundur Gunnella Hólmarsdóttir

Hljóðmynd Andrés Þór Þorvarðarson

Ljósahönnun Kjartan Darri Kristjánsson

Leikmynd Gunnella Hólmarsdóttir

Tjarnarbíó
Gefðu umsögn

Hugmyndin er bráðsmellin. Áhorfendur eru staddir í sjónvarpssal að fylgjast með beinni útsendingu á matreiðsluþætti, Hvað ef sósan klikkar? Það er Gunnella Hólmarsdóttir sjálf sem matreiðir og rétturinn ekki af verra taginu – hamborgarhryggur með öllu tilheyrandi – og fyrir útsendingu kemur hún áhorfendum í stuð og kennir þeim að klappa og hlæja svo hæfi útsendingunni, svarar barni sínu í símann og annast þannig fjaruppeldið og þegar útsending hefst er hún að sjálfsögðu í aðalhlutverkinu sem hin íslenska Julia Child, en það mun hafa verið sjónvarpsmatselja á 7. og 8. áratug síðastliðinnar aldar.

Það er skemmtilegt stílbragð að tímasetja sjálfa sig í 7. áratugnum; það er sá áratugur sem ýmislegt gerist í framfaraátt þegar kemur að réttindum kvenna og stöðu þeirra í samfélaginu. Á köflum fannst mér sem pastellitir leikmyndarinnar, leikmunir, búningur væri í einhvers konar samtali við þann 7. áratug sem ég sjálfur man, þegar ungt fólk í Evrópu lét í sér heyra og konur á Íslandi undirbjuggu stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar sem varð svo 1970. Mér segir svo hugur að hugsanlega hefði mátt gera ívið meira úr þessum andstæðum og skerpa þannig á samfélagsádeilunni, því það er svo sannarlega grunnur til þess í verki Gunnhildar. Það hefði ekki heldur spillt fyrir húmornum.

Það vantar nefnilega ekki húmor í þessa sýningu og Gunnella sannar það svo ekki verður um efast að hún er ljómandi „komedíenne“. Hún hefur það sem kallast á leikhúsmáli skínandi góða tæmingu – þ.e., hún veit upp á hár hve langar þagnir eiga að vera og mega vera til að magna kímnina – og hún hefur einnig afar góða framsetningu texta og fylgir eftir hverri hugsun með réttum raddblæ.

Það er nefnilega ekki bara sósan sem klikkar í þessum matreiðsluþætti. Allt klikkar sem klikkað getur og það reynir á Gunnellu að bregðast í beinni útsendingu við öllum vanda sem upp kann að koma. Að því leytinu til er Hvað ef sósan klikkar? fjörlegur farsi, en þó með hvassari undirtón en farsa er siður.

Hér er nefnilega ekki aðeins gamanleikur á sviði – hér er líka niðurstaða rannsóknarverkefnis, sem Gunnella vann sem mastersverkefni í námi. Þar er sjónarhornið öllu njörvaðra, enda veltir hún fyrir sér spurningu sem mætti vel vera oftar á dagskrá. Hvað ef sósan klikkar? er öðrum þræði heimildarsviðsverk skrifað út frá rannsóknarspurningunni um áhrif matreiðslubóka á taugaáföll kvenna. Gunnella byggir þar á sinni eigin reynslu þar sem henni var kennt í uppeldinu að bæta samfélagsstöðu sína með því að verða það sem kallað er „góð húsmóðir“ og þar telst sósugerð auðvitað mikilvægur mælikvarði á hversu vel hefur til tekist.

En Gunnella gefur spurningunni aukna vídd með því að hafa með rödd ömmu sinnar, en þær langmæðgur ræddu saman um hvað er að vera „góð húsmóðir“, hvað veldur taugaáföllum góðra húsmæðra og getur verið einhver tenging milli taugaáfallanna og matreiðslubókanna.

Þá er líka bráðfyndið atriði þar sem Jane Fonda kemur við sögu – lífsstílsgúru og „fitnessfræðingur“ bandarískra kvenna til skamms tíma, sem með bókum og sjónvarpsþáttum gerði konum grein fyrir því að heilbrigð sál (= „góð húsmóðir“) yrði að búa í hraustum líkama.

Nú skal ekki hér farið fram á að einhlít svör verði veitt í einni leiksýningu. En það er brýnt að halda spurningunni á lofti, ræða hana, skoða sem flesta fleti málsins og bera saman við eigin lífshætti. Er samfélagið í eldhúsinu, þar sem konan er umkringd pottum, pönnum, skálum og sleifum, í raun henni óvinveitt? Er eldhúsið vígvöllur þar sem konan er dæmd til að lifa af í hlutverkinu „góð húsmóðir“ en ella fá taugaáfall?

Sú spurning finnst mér svo brýn að ástæða er til að hvetja menn til að sjá Hvað ef sósan klikkar? Einkum karlmenn.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sendu skip til Grænlands
1
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár