Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mun fleiri fylgjandi því að ganga í Evrópusambandið en eru á móti því

Fimm kann­an­ir í röð hafa sýnt meiri­hluta fyr­ir því að Ís­land gangi í Evr­ópu­sam­band­ið. Stuðn­ing­ur við það eykst mæl­an­lega milli kann­ana Maskínu og and­stað­an við að­ild dregst sam­an.

Mun fleiri fylgjandi því að ganga í Evrópusambandið en eru á móti því

Alls eru 44,2 prósent landsmanna fylgjandi því að Íslandi gangi í Evrópusambandið samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna í lok apríl. Hlutfall þeirra sem eru fylgjandi inngöngu hefur aldrei mælst hærra í könnunum sem Maskína eða fyrirrennari hennar MMR hafa gert.  

Þeir sem eru á móti inngöngu mælast nú 33,3 prósent og fækkar um þrjú prósentustig frá síðustu könnun, sem gerð var í febrúar. 

Hlutfall þeirra sem eru fylgjandi því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland eigi að ganga í sambandið hefur vaxið hratt undanfarið, og mælist nú 59 prósent. Það hlutfall var 48 prósent í könnun sem gerð var í desember í fyrra.

Nýja könnunin var gerð dagana 24. til 28. apríl 2023 og voru svarendur 2.343 talsins.

Þetta er fimmta könnunin sem gerð hefur verið undanfarið rúmt ár sem sýnir fleiri fylgjandi því að ganga í Evrópusambandið en eru á móti því.

Í mars í fyrra birt­ust nið­ur­stöður úr Þjóð­ar­púlsi Gallup sem sýndu að 47 pró­sent lands­manna væru hlynnt aðild að Evr­ópu­sam­band­inu en 33 pró­sent mót­fallin henni. Það var í fyrsta sinn frá árinu 2009 sem meiri­hluti mæld­ist fyrir aðild í könn­unum hér­lend­is.

Hlut­­fall þeirra sem eru hlynntir inn­­­göngu Íslands í sam­­bandið hafði raunar ekki mælst meira en rúm­­lega 37 pró­­sent í mán­að­­ar­­legum könn­unum sem MMR fram­­kvæmdi frá 2011 og út árið 2021. Í síð­­­ustu könnun fyr­ir­tæk­is­ins, sem var gerð í des­em­ber það ár, mæld­ist stuðn­­ing­­ur­inn 30,4 pró­­sent en 44,1 pró­­sent voru á mót­i. MMR rann svo inn í Maskínu Kannanirnar sem gerðar hafa verið undanfarið ár eru því þær fyrstu sem fyrirtækið gerir sem sýna meirihluta fyrir aðild.

Í könnun Pró­sents í júní í fyrra var nið­ur­staðan svipuð og hjá Gallup í mars, 48,5 pró­sent sögð­ust hlynnt aðild en 34,9 pró­sent voru and­víg. Alls 16,7 pró­sent sögð­ust ekki hafa neina skoðun á mál­in­u. 

Í nóvember birtist önnur könnun Prósents þar sem kom fram að alls 42,8 pró­sent lands­manna sögðust vera hlynnt inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið en 35,1 pró­sent eru and­víg því og 22,1 pró­sent voru óviss um afstöðu sína.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • P
    Piotr skrifaði
    It's not that easy. European Union law would require Iceland to employ thousands of civil servants. Unreal.
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta eru goðar frettir og vonandi kemur su stund að Island verði aðili EU. og Evran taki við af Kronuni sem er löngu Onytur gjaldmidil. Altt mælir með aðild ISLANDS að EU. Logsins þa getur Folk keypt ser mat a þokkalegu verði. Nuverandi Matarverð er að ganda fra Fjölskildum með laga innkomu. Vaxtastefna Islands Jaðrar við Glæp. Ja sa dagar mun koma að einangrunar stefna manna sem vilja halda Neytendum i GAPASTOKK tekur enda.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár