Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dregur úr klámnotkun stráka

Færri strák­ar í grunn- og fram­hals­skól­um horfa nú oft á klám en ver­ið hef­ur síð­ustu ár. Þá fjölg­ar þeim einnig sem aldrei horfa á klám á sama tíma og stelp­um sem aldrei horfa á klám fækk­ar.

Dregur úr klámnotkun stráka
Strákar horfa meira en stelpur Strákar horfa töluvert meira á klám heldur en stelpur og stálp, þó dregið hafi úr klámnotkun þeirra. Mynd: Shutterstock

Dregið hefur úr klámáhorfi stráka í 10. bekk grunnskóla og í framhaldsskóla á síðustu árum. Þannig fækkar þeim verulega sem horfa á klám þrisvar sinnum eða oftar í viku og að sama skapi fjölgar þeim strákum sem horfa aldrei á klám. Aftur á móti fækkar í hópi stelpna sem aldrei horfa á klám, bæði í 10. bekk og í framhaldsskóla. Sömuleiðis fjölgar töluvert í hópi framhaldsskólastelpna sem horfa á klám nokkrum sinnum á ári eða mánuði og þeim stelpum sem horfa oftar á klám fjölgar einnig lítillega.

Þetta er meðal þess sem má lesa út úr nýrri skýrslu embættis landlæknis þar sem mat er lagt á áhrif af stafrænu aðgengi barna og ungmenna að klámi á heilsu þeirra og líðan. Aðgengi að klámefni hefur aldrei verið auðveldara en nú er, með auknum og almennum netaðgangi. Að sama skapi er það mun grófara en var, að því er segir í skýrslunni. Þar kemur fram að að algeng þemu í klámi innihaldi ofbeldi og niðurlægingu, sifjaspell, kynjamismunun og kynþáttafordóma, stjórnun, kúgun, blekkingar og samþykkisleysi. Oft eru konur sýndar sem viljalítil viðföng karla.

Klámnotkun hefur skýr tengsl við áhættuþætti í hegðun

Rannsóknir sýna tengsl klámnotkunar við ýmsa áhættuþætti í hegðun barna og ungmenna og áhrif á heilsu þeirra og líðan. Meðal þess má nefna tengsl við að byrja fyrr að stunda kynlíf, áhættuhegðun í kynlífi, brengluð viðhorf í kynlífi, skekkta líkamsímynd, kvíða- og þunglyndiseinkenni, auk neikvæðra áhrifa á sjálfstraust og sjálfsvirðingu stelpna. Þá segir í skýrslunni að rannsókn frá Noregi sýni að flóknar og harkalegar tegundir kynlífs séu normaliseraðar meðal ungs fólks.

„Staðan á Íslandi er sú að margir nemendur í 8.-10. bekk horfa lítið eða ekkert á klám en það er ákveðin normalisering sem fær unglinga, og fullorðna, til að halda annað“

„Staðan á Íslandi er sú að margir nemendur í 8.-10. bekk horfa lítið eða ekkert á klám en það er ákveðin normalisering sem fær unglinga, og fullorðna, til að halda annað,“ segir í skýrslunni. Strákar horfa meira á klám en stelpur og klámáhorf er meira meðal þeirra sem eldri eru. Skýr tengsl eru milli mikils klámáhorfs íslenskra barna og ungmenna og fjölmargra áhættuþátta, til að mynda tengsla við foreldra, að hafa orðið fyrir ofbeldi og kvíða- og þunglyndiseinkenna.

Svör stálpa mitt á milli svara stráka og stelpna

Skýrsla landlæknisembættisins er unnin upp úr gögnum úr rannsókninni Ungt fólk sem lögð var fyrir í grunnskólum vorið 2022 og í framhaldsskólum haustið 2021. Úrvinnsla úr rannsókninni er laut að grunnskólum var þó einkum miðuð við nemendur í 10. bekk.

Þegar horft er til barna á grunnskólaaldri kemur í ljós að tæpur helmingur stráka í 8.-10. bekk svaraði því til að þeir horfðu aldrei á klám. Hlutfall stelpna var 78 prósent og hlutfall kynsegin barna sem aldrei horfa á klám var 59 prósent. Fimmtungur stráka horfði hins vegar á klám þrisvar eða oftar í viku, borið saman við 3 prósent stúlkna og 9 prósent stálpa.

Sökum þess að minni ályktanir er hægt að draga af gögnum yngri nemenda voru svör barna í 10. bekk lögð til grundvallar frekari úrvinnslu. Tilgreint er að sökum þess hversu fámennur hópur stálpa er sé ekki hægt að gera sérstaka tölfræðilega úttekt á svörum þeirra en svörin virðist vera mitt á milli stráka og stelpna.

Tvöfalt fleiri strákar horfa aldrei á klám

Mun færri strákar í 10. bekk horfa nú á klám þrisvar sinnum í viku eða oftar en var árið 2018. Þá var hlutfallið ríflega 40 prósent en árið 2022 var það tæp 30 prósent. Þá var hlutfall þeirra stráka sem horfðu aldrei á klám um 15 prósent árið 2018 en hafði tvöfaldast í fyrra, og var um 30 prósent. Hvað varðar stelpurnar var hlutfall þeirra sem aldrei horfðu á klám tæp 80 prósent árið 2016 en fór lækkandi til ársins 2021 þegar það var komið niður í 60 prósent. Hlutfall stelpna sem aldrei horfa á klám jókst hins vegar aftur milli ára og í fyrra svöruðu um 70 prósent stelpnanna því til að þær horfðu aldrei á klám.

Þá sýna niðurstöður að strákar sem oft horfa á klám meta andlega heilsu sína nokkru verri en annars. Munurinn hjá stelpum er töluvert meiri. Börn sem horfa á klám fá of lítinn nætursvefn, stúlkur sem horfa á klám eru kvíðnari en ella og því kvíðnari eftir því sem þær horfa meira á klám, þær hafa fleiri einkenni þunglyndis og eru síður ánægðar með líf sitt.

Klámáhorf eykst með aldri

Hvað varðar nemendur í framhaldsskólum kemur í ljós að aðeins tæpur fimmtungur stráka horfir aldrei á klám, borið sama við rúmlega helming stelpna og rúman fimmtung stálpa. Tæpur þriðjungur stráka horfir hins vegar á klám þrisvar sinnum eða oftar í viku, tæpur fjórðungur stálpa en aðeins 3 prósent stelpna.

Þegar þróun á klámáhorfi framhaldsskólanema er skoðuð milli áranna 2013 og 2021 kemur í ljós að strákum yngri en átján ára sem aldrei skoða klám hefur fjölgað lítillega og eru nú 20 prósent, og á sama tíma hefur þeim sem skoða klám þrisvar sinnum eða oftar í viku hverri fækkað úr rúmum 40 prósentum niður í tæp 30 prósent. Þróunin er svipuð hjá strákum 18 ára og eldri, þar hefur þeim sem aldrei skoða klám fjölgað lítillega, og eru nú um 18 prósent, og þeim sem horfa oft á klám hefur fækkað úr rúmum 50 prósentum niður í rúm 35 prósent.

Fleiri stelpur horfa nú á klám en 2013

Þegar klámáhorf stelpna er skoðað sést að þeim stúlkum undir 18 ára sem aldrei horfa á klám hefur fækkað all nokkuð frá árinu 2013 til ársins 2021, úr rúmum 75 prósentum og niður í tæp 60 prósent. Þeim sem skoða klám nokkrum sinnum á ári eða í mánuði fjölgar hins vegar skarpt, úr 20 prósentum og upp í tæp 40 prósent. Sama mynstur er hjá stelpum yfir 18 ára, þeim sem aldrei horfa á klám hefur fækkað úr tæpum 70 prósentum og niður í tæp 50 prósent, og þeim stúlkum sem horfa sjaldan á klám hefur fjölgað úr tæpum 30 prósentum upp í tæp 50 prósent.

Rétt eins og hjá nemendum 10. bekkjar hefur klámáhorf tengsl við neikvæða þætti í lífi framhaldsskólanema, þannig meta bæði strákar og stelpur sem horfa mikið á klám andlega heilsu sína verri en jafnaldrar sínir, þau sofa minna og eru kvíðnari.

Í skýrslunni eru lagðar fram tillögur í fimm liðum að aðgerðum til að stuðla að kynheilbrigði ungs fólks. Lagt er til að kennsla fyrir nemendur á öllum skólastigum verði markviss og innihaldi kynjafræði, kyn- og kynlífsfræðslu, heilsulæsi og miðlalæsi. Auka þurfi grunnfræðslu og endurmenntun kennara og annars fagfólks sem starfi með börnum í málaflokknum auk þess sem sérhæfingar sé þörf. Sérstaklega þurfi að horfa til barna með raskanir, hinsegin barna og jaðarsettra hópa þegar kemur að fræðslu og námsefni. Leiðbeina þarf foreldrum varðandi umræðu um klám og aldurstengja þarf aðgangsstýringu að klámefni á netinu.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
6
English

Secret Record­ing Exposes Political Deals Behind Ice­land’s Whal­ing Licens­es

Prime Mini­ster Bjarni Bene­dikts­son has gran­ted whal­ing licens­es to two Icelandic whal­ing operati­ons. But secret record­ings of the son and bus­iness partner of a mem­ber of parlia­ment revea­led a political scheme behind the decisi­on, alle­ged­ly in­volving Bjarni tra­ding political favours that ensured that the MP’s close friend would recei­ve a whal­ing licen­se, even if political parties oppos­ing whal­ing were to take power.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár