Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vextir gætu þurft að hækka meira og haldast háir lengi, segir sendinefnd AGS

Sendi­nefnd Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins tel­ur þörf á auknu að­haldi hjá hinu op­in­bera og hvet­ur til þess að fjár­mála­regl­ur sem tekn­ar voru úr sam­bandi í veirufar­aldr­in­um verði látn­ar taka gildi ári fyrr en stefnt er að. Vext­ir gætu þurft að hækka enn meira og hald­ast há­ir lengi, seg­ir sendi­nefnd­in.

Vextir gætu þurft að hækka meira og haldast háir lengi, segir sendinefnd AGS
Seðlabankinn Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefur lokið árlegri úttekt sinni á íslensku efnahagslífi. Mynd: Davíð Þór

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem hefur verið við störf hér á landi frá 25. apríl, telur að íslenska hagkerfið hafi sýnt mikinn viðnámsþrótt gegn röð ytri áfalla frá árinu 2019.

Hagvaxtarhorfur eru að mati sendinefndarinnar fremur jákvæðar, en nefndin bendir á að þeim fylgi ójafnvægi og áhætta í hagkerfinu er sögð töluverð. Þrálátari verðbólga, spenna í tengslum við næstu kjaraviðræður og þrengri alþjóðleg fjármálaskilyrði eru nefnd meðal áhættuþátta.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í áliti sendinefndarinnar, sem birt var í dag, en um er að ræða úttekt sérfræðinga sjóðsins á stöðu efnahagsmála hérlendis, auk þess sem sendinefndin víkur að hlutverki Seðlabankans og stefnumótun stjórnvalda.

Væntur halli ríkissjóðs sagður „hæfilegur“ en meira aðhald þurfi

Hvað stefnu í efnahagsmálum varðar segir sendinefndin að markmiðið ætti að vera að beina innlendri eftirspurn á sjálfbært stig og minnka verðbólgu að markmiði, draga úr ytra ójafnvægi og lágmarka hættu á að fjármálastöðugleika verði raskað.

Sá 1,7 prósent halli á afkomu ríkissjóðs sem reiknað er með í nýrri fjármálaáætlun er sagður „hæfilegur“ en sendinefndin telur að bæta þurfi afkomu meira á næstu árum til að draga hraðar úr verðbólgu og byggja að nýju upp viðnámsþrótt. 

„Ef tekjur verða minni en samkvæmt fjármálaáætlun, eins og spá AGS bendir til, þarf meira aðhald í opinberum fjármálum þótt gæta verði að því að verja viðkvæma hópa gagnvart áhrifum þess,“ segir í áliti sendinefndarinnar, sem mælir með því að reglur um opinber fjármál, sem kippt var úr sambandi í heimsfaraldri kórónuveirunnar, verði látnar taka aftur gildi árið 2025 en ekki 2026 eins og stefnt er að.

„Með því væru send skýr skilaboð um staðfestu stjórnvalda gagnvart ábyrgð í opinberum fjármálum og byggður upp viðnámsþróttur gagnvart áföllum framtíðar. Í því skyni þyrfti líklega aðhald í opinberum fjármálum sem nemur alls 1-2% af VLF á næstu tveimur árum eins og er að hluta til boðað með fjármálaáætlun en hefur ekki enn verið lögfest,“ segir í áliti sendinefndarinnar, sem einnig segir að stjórnvöld ættu að íhuga að draga til baka 3-6 prósenta raunaukningu útgjalda í samanburði við síðustu fjármálaáætlun, fækka flokkum í lægra þrepi virðisaukaskatts og endurskoða aðra skattstyrki.

Vextir gætu þurft að hækka enn frekar

Til Seðlabankans beinir sendinefndin þeim skilaboðum að hann ætti að hafa þröngt taumhald á peningastefnunni þar til skýr ummerki séu til staðar um að verðbólga muni hjaðna á ný og verðbólguvæntingar hafi náð kjölfestu í 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði. 

„Til að ná þessu markmiði gætu meginvextir þurft að hækka enn frekar frá því sem nú er og raunvextir gætu þurft að vera yfir hlutlausu stigi eins lengi og nauðsynlegt er til að ná verðbólgu í verðbólgumarkmið, sér í lagi við skilyrði ofþenslu og þrálátari verðbólgu á breiðum grunni. Vegna mikillar óvissu ætti Seðlabankinn engu að síður að vera reiðubúinn til að endurmeta taumhaldið ef áföll raungerast sem gætu breytt verulega verðbólguhorfum,“ segir sendinefndin í áliti sínu.

Betra væri ef starfsmenn ráðuneytis væru ekki í fjármálaeftirlitsnefnd

Sendinefnd AGS er einnig með nokkrar ábendingar sem lúta að stjórnkerfi Seðlabankans. Segir meðal annars í álitinu að sjálfstæði fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabankans til ákvörðunartöku væri aukið og dregið væri úr mögulegum hagsmunaárekstrum, ef starfsmenn fjármála- og efnahagsráðuneytisins sætu ekki í nefndinni. Einnig segir sendinefndin að formfesting framsalsheimilda vegna ákvarðana í fjármálaeftirliti inna Seðlabankans myndi tryggja betri ábyrgðarskil og skilvirkni.

Breytingar urðu einmitt í fjármáleftirliti Seðlabankans á meðan sendinefndin var hér að störfum, en þremur dögum eftir að sendinefndin frá AGS kom til landsins var Björk Sigurgísladóttir skipuð í embætti varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits, en sú staða var auglýst laus til umsóknar í febrúarmánuði. Degi fyrr hafði Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og einn þriggja nefndarmanna sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skipar í fjármálaeftirlitsnefndina, tilkynnt ráðherra að hún hefði dregið umsókn sína um stöðuna til baka. 

Sendinefndin frá AGS segir einnig að þörf sé á nýju sjálfstæðu fyrirkomulagi við ákvörðun eftirlitsgjalds til að tryggja að fjárþörf vegna fjármálaeftirlits Seðlabankans sé ætíð mætt. Í álitinu kemur einnig fram að bæta þurfi við stöðugildum hjá bankanum, til að bæta áhættumiðað eftirlit í nokkrum lykiláhættuþáttum, til að mynda rekstraráhættu, áhættu vegna netöryggis og eftirliti með loftslagstengdri fjárhagsáhættu.

Í álitinu segir einnig að bæta þurfi stjórnarhætti lífeyrissjóða og auka eftirlit með þeim, vegna kerfislægs mikilvægis þeirra á fjármálamarkaði. 

Kolefnisskattar og framleiðnitengdir kjarasamningar

Í áliti sendinefndarinnar kemur fram að setja þurfi aukinn þunga í stefnumótun til að ná loftslagsmarkmiðum Íslands. Endurskoðun á aðgerðaráætlun í loftslagsmálum sem stendur yfir er sögð tækifæri til að vinna stefnumótun sem hraðar umbreytingunni í átt að lágkolefnahagkerfi og segir í álitinu að slík stefnumótun gæti falið í sér að auka við kolefnisskatta í hagkerfinu.

Sendinefndin fjallar einnig um komandi kjaraviðræður og segir þær veita „tækifæri til að tengja betur saman laun og framleiðnivöxt“. Í álitinu segir að íslenskir kjarasamningar hafi verið árangursríkir varðandi það að stuðla að þátttöku og draga úr fátækt, en síður þegar kemur að því að launahækkanir auki ekki verðbólguþrýsting eða dragi úr samkeppnishæfni landsins.

„Til að ná fram betri tengingu á milli raunlauna og framleiðnivaxtar ætti í kjaraviðræðum síðar á þessu ári að endurskoða framsetningu hagvaxtaraukans sem var innifalinn í samningunum 2019-22, meðal annars með því að tengja hagvaxtaraukann við aukna framleiðni vinnuafls miðað við upphaf samningsins. Einnig ætti að styrkja leiðir til að leysa úr langvarandi deilum meðal annars með því að tryggja að ríkissáttasemjari geti leitt samningsaðila saman og gert tillögur sem miða að því að leysa deilur,“ segir í áliti sendinefndarinnar.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
4
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár