Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Umboðsmaður vill fá öll samskipti Bjarna við Bankasýsluna

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is vill frek­ari skýr­ing­ar frá Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra á af­stöðu hans til eig­in hæf­is vegna sölu á 22,5 pró­senta hlut í Ís­lands­banka. EInnig vill um­boðs­mað­ur fá af­hent öll gögn um sam­skipti ráð­herr­ans og ráðu­neyt­is hans við Banka­sýslu rík­is­ins í sölu­ferl­inu.

Umboðsmaður vill fá öll samskipti Bjarna við Bankasýsluna
Feðgar Umboðsmaður Alþingis er með til skoðunar álitamál sem varðar hæfi fjármála- og efnahagsráðherra vegna kaupa einkahlutafélags föður hans á hlut í bankanum. Hér á mynd eru þeir feðgar, Benedikt Sveinsson og Bjarni Benedktsson. Mynd: Samsett / Heimildin

Umboðsmaður Alþingis hefur farið fram á að öll gögn sem til eru um samskipti Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra og ráðuneytis hans við Bankasýslu ríkisins frá því að söluferlið á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka hófst og þar til úthlutun hlutabréfa lauk. Umboðsmaður vill meðal annars fá tölvupóstsamskipti, minnisblöð og símtöl.

Þessi krafa umboðsmanns er í tengslum við beiðni hans um frekari skýringar frá fjármála- og efnahagsráðherra varðandi afstöðu ráðherrans til eigin hæfis, en umboðsmaður hefur verið með athugun í gangi sem varða álitamál um hæfi ráðherrans vegna kaupa einkahlutafélags föður hans á hlut í bankanum, en félagið Hafsilfur, sem er í eigu Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna, tók þátt í útboði Bankasýslunnar.

Síðasta svar ráðherrans í tengslum við þessa athugun barst umboðsmanni 24. mars og óskar umboðsmaður nú, í bréfi sem stílað var á ráðherrann 5. maí, efitr „nánari og ítarlegum skýringum á afstöðu ráðherra, m.a. hvort hann telji það hafa verið forsendu hugsanlegs vanhæfis síns í málinu að hann hefði vitneskju um að einkahlutafélagið væri meðal bjóðenda.“ 

Í tilkynningu sem birt er á vef umboðsmanns í dag segir sömuleiðis að umboðsmaður telji „ekki enn fyllilega ljóst hvort ráðherra telji það fyrirkomulag sem viðhaft var við söluna hafi í reynd tryggt að gætt yrði hæfisreglna“ og segir umboðsmaður að í því tilliti sé meðal annars „spurt um hvort raunhæft hefði verið að kanna hvort fyrirhugaðir kaupendur hefðu þau tengsl við ráðherra að slík álitamál vöknuðu.“

Taldi ráðuneytið að Bankasýslan hefði átt að kanna tengslin?

Umboðsmaður vísar til þess að í svari ráðherra hafi komið fram að engin athugun á slíkum tengslum fór fram innan ráðuneytisins og óskar eftir upplýsingum um hvort ráðuneytið hafi litið svo á að Bankasýslunni bæri að kanna slík atriði.

„Spyr [umboðsmaður] í því sambandi hvort stofnuninni hafi verið ljóst að einkahlutafélag í eigu föður ráðherra væri á meðal bjóðenda og þá hvers vegna athygli ráðuneytisins hafi ekki verið vakin á því,“ segir í tilkynningu umboðsmanns.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jack Danielsson skrifaði
    Umbinn þorir að hjóla í glæpahundinn í fjármálaráðuneytinu og það er gott að vita að það er einhver þarna sem þorir í helvítis glæpaklíkuna.
    0
  • Kári Jónsson skrifaði
    Hitastigið undir Bjarna Ben hækkar bara og hækkar umboðsmaður alþingis fær ófullnægjandi svör við öllum spurningum, vegna sölu-RÁNSINS á Íslandsbanka, það stendur ekki steinn yfir steini, hvenær telur auðvaldið að framganga Bjarna Ben sé komið á hættustig og tímabært að skipta um mann í brúnni ? Auðvaldið hlífir engum ekki einu sinni strengjabrúðum sínum.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár