Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stóru bankarnir högnuðust um yfir 20 milljarða á þremur mánuðum

Vaxta­tekj­ur bank­anna juk­ust mik­ið milli ára og eru stóri tekju­póst­ur­inn í rekstri þeirra. Einka­bank­arn­ir eru á fullu að skila fjár­mun­um úr rekstr­in­um til hlut­hafa sinna í gegn­um arð­greiðsl­ur og end­ur­kaup.

Stóru bankarnir högnuðust um yfir 20 milljarða á þremur mánuðum

Stóru viðskiptabankarnir þrír: Íslandsbanki, Landsbankinn og Arion banki, högnuðust samtals um 20,3 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, en þeir birtu allir uppgjör vegna fyrsta ársfjórðungs í gær.

Allir bankanir juku hagnað sinn frá sama tímabili 2022. 

Hagnaður Landsbankans, sem er að mestu í eigu íslenska ríkisins, á fyrsta ársfjórðungi var 7,8 milljarðar króna. Til samanburðar hagnaðist bankinn um 3,2 milljarða króna á sama tímabili 2022. Því jókst hagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi um 144 prósent milli ára.

Stóra breytan þar er áfram sem áður gagnvirði óskráðra eignarhluta bankans, aðallega í Eyri Invest hf., en hagnaður af því gangvirði var tæplega 3,3 milljarðar króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Landsbankinn á 14,1 prósent í Eyri Invest, sem er langstærsti eigandi Marel. Markaðsvirði Marel jókst um 16 prósent frá áramótum og út marsmánuð.

Sú hækkun þurrkaðist hins vegar út í gær þegar bréf í félaginu féllu um tæplega 18 prósent eftir að Marel birti uppgjör sem olli vonbrigðum, aðallega vegna þess að pantanir hjá félaginu höfðu dregist umtalsvert saman milli ára. 

Hreinar vaxtatekjur Landsbankans á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023 voru 13,1 milljarður króna og var langstærsti hluti veltu bankans, sem alls nam 17,3 milljörðum króna. Vaxtatekjurnar voru 27,3 prósent hærri en á sama tímabili í fyrra. Í uppgjörskynningu segir að þetta sé vegna hækkandi vaxtaumhverfis og stækkun á efnahagsreikningi Landsbankans, en útlán bankans hafa aukist um 160 milljarða króna á síðustu 12 mánuðum. Vaxtamunur var 2,8 prósent hjá Landsbankanum á fyrsta ársfjórðungi.

Vill ljúka „bestun efnahagsreiknings“

Íslandsbanki, þar sem íslenska ríkið er enn stærsti eigandinn, hagnaðist um 6,2 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það er einum milljarði króna meira en bankinn hagnaðist um á sama tíma í fyrra. Arðsemi eigin fjár hans jókst milli ára og var 11,4 prósent sem er yfir markmiði Íslandsbanka. 

Mestu munaði um mikinn vöxt í vaxtatekjum sem jukust um 34,9 prósent milli ára og voru 12,4 milljarðar króna á fyrsta ársfjórðungi. Vaxta­tekjurnar byggja á mun­inum á þeim vöxtum sem bank­arnir borga fyrir að fá pen­inga að láni og þeim vöxtum sem þeir rukka fyrir að lána ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum fjár­muni. Sá munur kallast vaxtamunur. Vaxtamunur Íslandsbanka hefur hækkað umtalsvert frá því í byrjun árs í fyrra og er nú 3,2 prósent. 

Þóknanatekjur jukust einnig frá sama tímabili 2022 og voru tæplega 3,5 milljarðar króna. 

Kostnaðarhlutfall bankans var 42,1 prósent sem er í samræmi við markmið hans. Það var 47,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. 

Íslandsbanki greiddi 12,3 milljarða króna í arð til hluthafa sinna vegna árangurs hans á síðasta ári. Á aðalfundi bankans í mars var heimild hans til að kaupa eigin hluti af hluthöfum endurnýjuð. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að Íslandsbanki fyrirhugi að „halda áfram með fimm milljarða endurkaup á eigin bréfum á komandi mánuðum, og ljúka bestun efnahagsreiknings fyrir lok árs 2024, með fyrirvara um aðstæður á mörkuðum“.

Íslandsbanki er sem stendur í sameiningarviðræðum við Kviku banka. Í sameiginlegri yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér á miðvikudag sagði að stjórnir bankanna tveggja telji að „verulegur ávinningur geti falist í samrunanum fyrir bæði hluthafa og viðskiptavini beggja félaga“.

Arion banki með mestu arðsemina

Arion banki hagnaðist um 6,3 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem er átta prósent meira en bankinn hagnaðist um á sama tíma í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 13,8 prósent, og þar með hærri en hjá báðum helstu samkeppnisaðilunum. 

Líkt og hjá hinum bönkunum tveimur var það fyrst og síðast vegna mikillar aukningar í vaxtatekjum sem jukust um einn og hálfan milljarð króna og voru rúmlega ellefu milljarðar króna. Þóknanatekjur jukust einnig umtalsvert og voru 4,4 milljarðar króna. 

Vaxtamunur Arion banka var 3,1 prósent sem er sá sami og hann var á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Arðgreiðslur vegna frammistöðu síðasta árs og endurkaup á bréfum hluthafa námu alls 14,8 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Bláa gullið við hraunjaðarinn: Dreifa áhættunni og sér um leið
6
Úttekt

Bláa gull­ið við hraunj­að­ar­inn: Dreifa áhætt­unni og sér um leið

Eig­end­ur Bláa lóns­ins hafa grætt millj­arða á að selja ferða­mönn­um að­gengi að lón­inu, sem er í raun affalls­vatn af virkj­un í Svartsengi. Eft­ir að elds­um­brot hóf­ust í bak­garði lóns­ins, sem þó er var­ið gríð­ar­stór­um varn­ar­görð­um, hafa stjórn­end­ur leit­að leiða til að dreifa áhættu og fjár­fest í ferða­þjón­ustu fjarri hættu á renn­andi hrauni. Tug­millj­arða hags­mun­ir eru á áfram­hald­andi vel­gengni lóns­ins en nær all­ir líf­eyr­is­sjóð­ir lands­ins hafa fjár­fest í því.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár