Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Allar upplýsingar úr fyrirtækjaskrá eiga að fást án endurgjalds

Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­ið er að end­ur­skoða reglu­gerð um gjald­töku fyr­ir­tækja­skrár, hluta­fé­laga­skrár og sam­vinnu­fé­laga­skrár, eft­ir að um­boðs­mað­ur Al­þing­is komst að þeirri nið­ur­stöðu að upp­lýs­ing­arn­ar sem þar er að finna ættu að vera að­gengi­leg­ar án end­ur­gjalds, lög­um sam­kvæmt.

Allar upplýsingar úr fyrirtækjaskrá eiga að fást án endurgjalds
Skatturinn Svo virðist sem Skatturinn verði af töluverðum tekjum, ef reglugerð verður breytt í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis. Mynd: Skatturinn

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að það eigi að vera hægt að nálgast allar upplýsingar sem finna má í fyrirtækjaskrá án endurgjalds. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns, sem birt var undir lok aprílmánaðar.

Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur þegar hafið vinnu við að endurskoða gildandi reglugerð um gjaldtöku fyrirtækjaskrár, hlutafélagaskrár og samvinnufélagaskrár til samræmis við þau sjónarmið sem koma fram í áliti umboðsmanns, samkvæmt skriflegu svari sem Heimildin hefur fengið frá ráðuneytinu.

Ráðuneytið segist einnig hafa fundað með skráarsviði Skattsins um málið og samráð verði haft við stofnunina við endurskoðun reglugerðarinnar. Frá Skattinum fær Heimildin þau svör að málið sé í skoðun.

Ef allar upplýsingar sem finna má í fyrirtækjaskránni yrðu aðgengilegar án endurgjalds yrði það nokkuð mikil breyting fyrir þá sem vilja sækja sér upplýsingar um íslenskt viðskiptalíf frá því sem nú er eða fyrirtæki sem vilja miðla þessum upplýsingum á sínum eigin vettvangi.

Í dag er einungis hægt að nálgast svokallaðar grunnupplýsingar úr fyrirtækjaskránni án endurgjalds, en það eru upplýsingar sem eru í skránni á grundvelli laga um fyrirtækjaskrá.

Hins vegar þarf að greiða sérstaklega fyrir að nálgast upplýsingar sem eru í fyrirtækjaskrá á grundvelli annarra lagabálka, t.d. laga um hlutafélög og einkahlutafélög.

Ýmist er hægt að fá upplýsingarnar frá Skattinum gegn greiðslu, eða sækja þær frá fyrirtækjum á borð við Creditinfo og Keldunni, sem greiða Skattinum fyrir að fá að hafa milligöngu um miðlun þessara upplýsinga.

Fyrirtæki kvartaði yfir túlkun Skatts og ráðuneytis

Álit umboðsmanns er til komið vegna kvörtunar sem kom inn á hans borð vegna samskipta ónafngreinds fyrirtækis við Skattinn og svo atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið árið 2021. Fyrirtækið hafði þann skilning að með breytingum sem gerðar voru á lögum um fyrirtækjaskrá árið 2017 hefði átt að opna á gjaldfrjálsan aðgang að öllum upplýsingum sem eru í fyrirtækjaskrá.

Skatturinn var ekki á sama máli og taldi einungis áðurnefndar grunnupplýsingar eiga að vera gjaldfrjálsar. Ráðuneytið lýsti sig svo sammála túlkun Skattsins í bréfi til fyrirtækisins. Í kjölfarið sendi þetta fyrirtæki kvörtun til umboðsmanns Alþingis.

Í áliti umboðsmanns er farið í ítarlegu máli yfir það hvernig afstaða Skattsins og ráðuneytisins sé að mati umboðsmanns ósamrýmanleg lögum.

Vilji löggjafans að allar upplýsingar yrðu gjaldfrjálsar

Þar kemur m.a. fram að ekki megi ráða af lögskýringargögnum að þegar Alþingi breytti lögum um fyrirtækjaskrá árið 2017 hafi verið gerður fyrirvari um að þær upplýsingar sem væru í fyrirtækjaskrá á grundvelli annarra lagabálka ættu að vera undanskyldar því sem þar segir, að engin gjaldtaka skuli vera fyrir rafræna uppflettingu í skránni og að allar upplýsingar skuli birtast í rafrænni uppflettingu.

„Engin gjaldtaka skal þó vera fyrir rafræna uppflettingu í skránni og skulu allar upplýsingar birtast í rafrænni uppflettingu“
Úr lögum um fyrirtækjaskrá
nr. 17/2003

Skatturinn og ráðuneytið túlkuðu orðalagið „allar upplýsingar“ í þessari lagagrein á þann hátt að þar væri einungis vísað til þeirra grunnupplýsinga sem eru í fyrirtækjaskránni á grundvelli laga um fyrirtækjaskrá. Það sagði umboðsmaður að stæðist ekki.

Umboðsmaður segir m.a. í áliti sínu að lögskýringargögn gefi til kynna að Alþingi hafi verið „fyllilega ljóst að samþykkt frumvarpsins hefði í för með sér umtalsvert tap á sértekjum ríkisskattstjóra af gjaldtöku vegna aðgangs að upplýsingum úr fyrirtækjaskrá“, þó að áætlaður heildarkostnaður vegna lagabreytingarinnar hafi verið nokkuð á reiki við meðferð málsins á Alþingi. 

Ríkisskattstjóri sagði í umsögn sinni við lagafrumvarpið, sem kom frá þingflokki Pírata, að kostnaðurinn yrði 200 milljónir króna á ári, vegna tapaðra tekna og kostnaðar við að halda úti kerfi til að birta þessar upplýsingar rafrænt.

Einn flutningsmanna frumvarpsins, Smári McCarthy, sagði hins vegar í þingræðu að bæta þyrfti Skattinum 20 milljóna króna tekjutap vegna samþykktar málsins. 

Þrátt fyrir að ætlaður kostnaður hafi verið á reiki í umræðum um málið, telur umboðsmaður að ekki nokkur fyrirvari hafi verið gerður við meðferð málsins vegna þessa eða um áframhaldandi gjaldtöku fyrir aðgang að tilteknum upplýsingum úr fyrirtækjaskrá.

Umboðsmaður bendir á að ef svo hefði verið hefði Alþingi verið í lófa lagið að orða lagabreytinguna með þeim hætti að að stjórnvöldum yrði veitt meira eða minna svigrúm til gjaldtöku fyrir rafræna uppflettingu.

Málið var samþykkt í mikilli sátt á þingi, en 62 þingmenn sögðu já og einn var fjarverandi. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks sagðist í þingræðu við atkvæðagreiðslu telja að verið væri að stíga ágætt skref, sem myndi örugglega leiða til þess að viðskiptalífið yrði aðeins heilbrigðara, opnara og aðgengilegra.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu