Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mögulegt að fólk með fötlun þurfi lögreglufylgd um lokuð svæði

Með­al ráð­staf­ana fyr­ir hreyfi­haml­aða sem koma til greina vegna víð­tækra götu­lok­ana á með­an leið­toga­fundi Evr­ópu­ráðs­ins stend­ur í Reykja­vík er að lög­reglu­mað­ur fylgi fólki með fötl­un inn­an lok­aðs svæð­is. „Við er­um ekki vön þessu og auð­vit­að hugs­ar mað­ur ým­is­legt,“ seg­ir formað­ur Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands.

Mögulegt að fólk með fötlun þurfi lögreglufylgd um lokuð svæði
Umfangsmesti fundur sem haldinn hefur verið Leiðtogafundur Evrópuráðsins fer fram í Hörpu 16. og 17. maí. Löggæsla verður af þeirri stærðargráðu sem hefur ekki áður sést hér á landi en ekki hefur verið gengið frá ráðstöfunum fyrir fatlað fólk sem komast þarf milli staða innan svæðis sem lokað verður vegna öryggisráðstafana. Mynd: Davíð Þór

Löggæsla á leiðtogafundi Evrópuráðsins sem fram fer í Hörpu 16. og 17. maí verður af þeirri stærðargráðu sem hefur ekki sést áður á Íslandi. Fundurinn er sá umfangsmesti sem haldinn hefur verið hér á landi. 44 af 46 þjóðarleiðtogum hafa staðfest komu sína. 

Löggæslan mun hafa töluverð áhrif á miðborgina og nánasta nágrenni, meðal annars með víðtækum götuokunum. Svæðið í kringum Hörpu og í Kvosinni verður lokað fyrir umferð almennra ökutækja, nema viðbragðsaðila, frá klukkan 23 mánudaginn 15. maí til klukkan 18 miðvikudaginn 17. maí. Hægt verður að fara um svæðið gangandi og á hjóli. Það á hins vegar ekki við um svæðið næst Hörpu, sem verður lokað almenningi.

GötulokanirSvæðinu í kringum Hörpu verður ýmis lokað fyrir bólaumferð eða allri umferð á meðan leiðtogafundur Evrópuráðsins stendur yfir 16. og 17. maí.

Utanríkisráðuneytið, Reykjavíkurborg og lögreglan sjá um skipulagningu götulokana á meðan fundinum stendur en samkvæmt upplýsingum frá stjórnarráðinu er enn von á upplýsingum um ráðstafanir fyrir hreyfihamlaða. 

Meðal möguleika sem eru til skoðunar er að bíll frá akstursþjónustu fatlaðra fái leyfi til að aka innan lokaða svæðisins og í honum verði lögreglumaður ásamt farþegum. 

„Þetta hefur verið orðað við mig já að hugsanlega komi til greina. Ég geri ráð fyrir að eiga eitthvert samtal um þetta,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í samtali við Heimildina.   

Þuríður Harpa Siigurðardóttir„Við erum ekki vön þessu og auðvitað hugsar maður ýmislegt,“ segir formaður Öryrkjabandalags Íslands, um þann möguleika að fólk með fötlun þurfi lögreglufylgd um lokuð svæði á meðan leiðtogafundur Evrópuráðsins stendur yfir.

„Við erum ekki vön því að allt er tekið úr sambandi og fólk komist ekki heim til sín eða út í búð nema í lögreglufylgd. Við erum ekki vön þessu og auðvitað hugsar maður ýmislegt. Þetta getur verið erfitt fyrir ákveðinn hóp fatlaðs fólks,“ segir hún. 

Óljóst er hvaðan hugmyndin kemur upphaflega. Í svari lögreglunnar við fyrirspurn Heimildarinnar segir einfaldlega að verið sé „að leggja lokahönd á útfærslu á þessum málum“ og að útfærslan verði vel kynnt um leið og hún liggur fyrir. Götulokanir vegna leiðtogafundarins hefjast að kvöldi 15. maí, eftir eina viku. 

„Þetta eru léleg vinnubrögð“

Ráðstafanir fyrir hreyfihamlaða vegna götulokana á meðan leiðtogafundurinn fer fram voru á dagskrá aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag. Útfærslan er hins vegar ekki klár og því gafst lítið færi á að ræða aðgengismál. 

„Það er greinilegt að aðgengismál fatlaðra eru einhver afgangsstærð.“
Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir,
formaður aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks hjá Reykjavíkurborg.
Elísabet Guðrúnar JónsdóttirFormaður aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks segir tillöguna um að fólk með fötlun fái lögreglufylgd um lokuð svæði á meðan leiðtogafundur Evrópuráðsins stendur yfir sendi þau skilaboð að fólk með fötlun sé tortryggilegt.

„Þetta eru léleg vinnubrögð, það var slæmt að geta ekki spurt spurninga eða komið okkar athugasemdum á framfæri,“ segir Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi Pírata og formaður aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Bókun var lögð fram á fundinum þar sem gagnrýnt var að ráðstafanir fyrir hreyfihamlaða liggja ekki fyrir svo stuttu fyrir fundinn. 

„Það er greinilegt að aðgengismál fatlaðra eru einhver afgangsstærð í þessu,“ segir Elísabet. Um tillöguna að fólk með fötlun þurfi lögreglufylgd vegna götulokana spyr Elísabet hvort það sendi ekki þau skilaboð að fólk með fötlun sé tortryggilegt. „Mér finnst frekar fáránlegt ef það er talin þörf á því að fatlað fólk verði í lögreglufylgd, það stafar ekki ógn af þeim. Það þurfa auðvitað vera öryggisráðstafanir en mér finnst þetta vera full langt gengið.“

Ekki fordæmi fyrir lögreglufylgd fólks með fötlun

Þuríður veit ekki til þess að fordæmi séu fyrir því að lögreglumaður fylgi fólki með fötlun sem þarf að komast milli staða á svæðum sem lokað er fyrir almennri umferð. „Ekki svo ég viti til.“ Hún kallar eftir því að niðurstaða fáist sem fyrst. 

„Ég held að hljóti að þurfa að koma niðurstaða bráðlega svo hægt verði að kynna þær fyrir þeim sem þurfa á sérstökum úrræðum að halda, svona í ljósi þess hversu stutt er í þetta,“ segir Þuríður. 

Uppfært klukkan 10:21: 

Upplýsingar á vef Stjórnarráðsins hafa  verið uppfærðar þar sem finna má upplýsingar um hvernig hreyfihamlað fólk mun komast ferða sinn innan lokaða svæðisins. Þar kemur fram að sérútbúinn bíll frá akstursþjónustu fatlaðra, Pant, verður staðsettur við Ráðhús Reykjavíkur. 

Allur akstur innan lokaða svæðisins mun fela í sér lögreglufylgd. „Milliganga lögreglumanna er ekki síst til þess að tryggja að aksturinn inni á lokunarsvæðinu gangi snurðulaust fyrir sig þar sem mikil öryggisgæsla verður í gangi,“ segir í svari frá utanríkisráðuneytinu. 

 

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Harvard tekur afstöðu gegn Trump – milljarða fjármögnun skólans fryst
6
Erlent

Har­vard tek­ur af­stöðu gegn Trump – millj­arða fjár­mögn­un skól­ans fryst

Virt­asti há­skóli Banda­ríkj­anna, Har­vard, tefldi millj­örð­um dala í rík­is­stuðn­ingi í tví­sýnu þeg­ar hann hafn­aði víð­tæk­um kröf­um rík­is­stjórn­ar Don­alds Trump. Kröf­urn­ar voru sagð­ar gerð­ar til þess að sporna við gyð­inga­h­atri á há­skóla­svæð­um. Kröf­urn­ar snúa að stjórn­ar­hátt­um, ráðn­ing­um og inn­töku­ferli skól­ans.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár