Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Strætó skoðar verðhækkanir frá 1. júlí

Til skoð­un­ar er hjá Strætó hvort hækka skuli gjald­skrá fyr­ir­tæk­is­ins frá 1. júlí. Ekk­ert hef­ur ver­ið ákveð­ið, hvorki hve mik­ið verð ætti að hækka né hvort það skuli hækka yf­ir höf­uð, seg­ir fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins.

Strætó skoðar verðhækkanir frá 1. júlí
Sá guli Síðustu verðhækkanir hjá Strætó tóku gildi 1. október í fyrra, eða fyrir rúmum sjö mánuðum. Þá hækkaði verðið að jafnaði um 12,5 prósent. Mynd: Davíð Þór

Strætó er að hefja skoðun á því hvort tilefni sé til að hækka gjaldskrá félagsins frá og með 1. júlí næstkomandi, en um þetta var fjallað á síðasta stjórnarfundi, sem fram fór 21. apríl. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir skoðun á þessu máli á fyrstu metrunum.

„Það var samþykkt fyrir þó nokkuð löngu síðan svona gjaldskrárstefna, um að láta hana hækka í samræmi við hækkun kostnaðar, og nú er að fara af stað skoðun á því hver sú hækkun eigi að vera og hvort hún verði,“ segir Jóhannes við Heimildina. 

Ekki er langt síðan Strætó réðst síðast í gjaldskrárbreytingar, en 1. október í fyrra hækkuðu farmiðar með almenningsvögnum á höfuðborgarsvæðinu um 12,5 prósent að jafnaði og fór ferðið á stökum miða í Strætó þá úr 490 krónum upp í 550 krónur. 

Eigendastefna Strætó mælir fyrir um að fargjaldatekjur standi undir 40 prósentum af kostnaði við reksturinn. Þrátt fyrir að aldrei hafi jafn mörg innstig mælst í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu og í marsmánuði, eða 1.242.000 talsins, eru tekjurnar þó nokkuð fjarri því að standa undir þeim hluta sem eigendur Strætó, sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins, hafa ákveðið að þær skuli helst gera.

Jóhannes Svavar segir að hlutfall fargjalda af kostnaði hafi hæst farið í 35 prósent á undanförnum árum, en að þrátt fyrir metfjölda innstiga hafi fargjaldatekjur Strætó einungis staðið undir tæpum 30 prósentum af rekstrarkostnaði félagsins á fyrstu mánuðum ársins.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Laufey Jóhannesdóttir skrifaði
    Hvernig væri að lækka frekar verðið?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár