Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Strætó skoðar verðhækkanir frá 1. júlí

Til skoð­un­ar er hjá Strætó hvort hækka skuli gjald­skrá fyr­ir­tæk­is­ins frá 1. júlí. Ekk­ert hef­ur ver­ið ákveð­ið, hvorki hve mik­ið verð ætti að hækka né hvort það skuli hækka yf­ir höf­uð, seg­ir fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins.

Strætó skoðar verðhækkanir frá 1. júlí
Sá guli Síðustu verðhækkanir hjá Strætó tóku gildi 1. október í fyrra, eða fyrir rúmum sjö mánuðum. Þá hækkaði verðið að jafnaði um 12,5 prósent. Mynd: Davíð Þór

Strætó er að hefja skoðun á því hvort tilefni sé til að hækka gjaldskrá félagsins frá og með 1. júlí næstkomandi, en um þetta var fjallað á síðasta stjórnarfundi, sem fram fór 21. apríl. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir skoðun á þessu máli á fyrstu metrunum.

„Það var samþykkt fyrir þó nokkuð löngu síðan svona gjaldskrárstefna, um að láta hana hækka í samræmi við hækkun kostnaðar, og nú er að fara af stað skoðun á því hver sú hækkun eigi að vera og hvort hún verði,“ segir Jóhannes við Heimildina. 

Ekki er langt síðan Strætó réðst síðast í gjaldskrárbreytingar, en 1. október í fyrra hækkuðu farmiðar með almenningsvögnum á höfuðborgarsvæðinu um 12,5 prósent að jafnaði og fór ferðið á stökum miða í Strætó þá úr 490 krónum upp í 550 krónur. 

Eigendastefna Strætó mælir fyrir um að fargjaldatekjur standi undir 40 prósentum af kostnaði við reksturinn. Þrátt fyrir að aldrei hafi jafn mörg innstig mælst í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu og í marsmánuði, eða 1.242.000 talsins, eru tekjurnar þó nokkuð fjarri því að standa undir þeim hluta sem eigendur Strætó, sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins, hafa ákveðið að þær skuli helst gera.

Jóhannes Svavar segir að hlutfall fargjalda af kostnaði hafi hæst farið í 35 prósent á undanförnum árum, en að þrátt fyrir metfjölda innstiga hafi fargjaldatekjur Strætó einungis staðið undir tæpum 30 prósentum af rekstrarkostnaði félagsins á fyrstu mánuðum ársins.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Laufey Jóhannesdóttir skrifaði
    Hvernig væri að lækka frekar verðið?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Bláa gullið við hraunjaðarinn: Dreifa áhættunni og sér um leið
6
Úttekt

Bláa gull­ið við hraunj­að­ar­inn: Dreifa áhætt­unni og sér um leið

Eig­end­ur Bláa lóns­ins hafa grætt millj­arða á að selja ferða­mönn­um að­gengi að lón­inu, sem er í raun affalls­vatn af virkj­un í Svartsengi. Eft­ir að elds­um­brot hóf­ust í bak­garði lóns­ins, sem þó er var­ið gríð­ar­stór­um varn­ar­görð­um, hafa stjórn­end­ur leit­að leiða til að dreifa áhættu og fjár­fest í ferða­þjón­ustu fjarri hættu á renn­andi hrauni. Tug­millj­arða hags­mun­ir eru á áfram­hald­andi vel­gengni lóns­ins en nær all­ir líf­eyr­is­sjóð­ir lands­ins hafa fjár­fest í því.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár