Landsbankinn sýndi af sér vanrækslu á því að gæta hagsmuna sinna þegar hann, sem fjármálastofnun sem býr yfir mikilli reynslu og sérþekkingu á sviði kortaviðskipta, kannaði ekki stöðu Borgunar gagnvart Visa Europe með því að kalla eftir gögnum um hana áður en bankinn seldi 31,2 prósent hlut sinn í Borgun síðla árs 2014 á tæpa 2,2 milljarða króna eða með því að láta gera áreiðanleikakönnun á hinu selda.
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómsmáli sem staðið hefur yfir árum saman, og hefur haft margvíslegar afleiðingar. Meðal annars kostaði salan á Borgun fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, Steinþór Pálsson, starfið tveimur árum eftir að hún átti sér stað.
Landsbankinn taldi sig hafa verið hlunnfarinn í viðskiptunum og að kaupendur hlutarins, hópur sem innihélt meðal annars þáverandi forstjóra Borgunar, hafi blekkt sig. Í byrjun árs 2017 höfðaði Landsbankinn mál gegn kaupendunum: Borgun hf., Hauki Oddssyni (þáverandi forstjóra fyrirtækisins), BPS ehf. og Eignarhaldsfélaginu Borgun …
Og þetta segir okkur allt um FME Ríkisendurskoðun og Bankasýsluna.
Annars fá allir "klárir" krimmar stikkfrípassann. Only in Iceland.