Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Landsbankinn sagður hafa sýnt af sér vanrækslu og því tapaði hann Borgunarmálinu

Í byrj­un árs 2017 höfð­aði Lands­bank­inn mál á hend­ur hópn­um sem hann seldi 31,2 pró­sent hlut í Borg­un síðla árs 2014. Hann taldi kaup­end­urna hafa blekkt sig og hlunn­far­ið sem leitt hafi til þess að bank­inn varð af 1,9 millj­örð­um króna. Lands­bank­inn tap­aði mál­inu fyr­ir dóm­stól­um í síð­ustu viku.

Landsbankinn sagður hafa sýnt af sér vanrækslu og því tapaði hann Borgunarmálinu
Óánægja Um hundrað manns mótmæltu því hvernig Landsbankinn seldi hlut sinn í Borgun í janúar 2016 undir yfirskriftinni „Lokað vegna spillingar“. Steinþór Pálsson, þáverandi bankastjóri, tók á móti hópnum og ræddi við hann. Hann missti starf sitt í lok árs 2017 vegna Borgunarmálsins. Mynd: Pressphotos

Landsbankinn sýndi af sér vanrækslu á því að gæta hagsmuna sinna þegar hann, sem fjármálastofnun sem býr yfir mikilli reynslu og sérþekkingu á sviði kortaviðskipta, kannaði ekki stöðu Borgunar gagnvart Visa Europe með því að kalla eftir gögnum um hana áður en bankinn seldi 31,2 prósent hlut sinn í Borgun síðla árs 2014 á tæpa 2,2 milljarða króna eða með því að láta gera áreiðanleikakönnun á hinu selda. 

Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómsmáli sem staðið hefur yfir árum saman, og hefur haft margvíslegar afleiðingar. Meðal annars kostaði salan á Borgun fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, Steinþór Pálsson, starfið tveimur árum eftir að hún átti sér stað. 

Landsbankinn taldi sig hafa verið hlunnfarinn í viðskiptunum og að kaupendur hlutarins, hópur sem innihélt meðal annars þáverandi forstjóra Borgunar, hafi blekkt sig. Í byrjun árs 2017 höfðaði Landsbankinn mál gegn kaupendunum: Borgun hf., Hauki Oddssyni (þáver­andi for­­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins), BPS ehf. og Eign­­ar­halds­­­fé­lag­inu Borgun …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Já þađ er vont þegar braskararnir hafa tögl og hagldir í eftirlitsstofnunum og sína nánustu í stjórnkerfinu.
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Er ekki hægt að lögsækja bankastjórann?
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Ó... ef ég væri Landsbankinn þá tæklaði ég þetta sem umboðssvik innherjanna og nýtti mér dómasafn Pacer til að verða mér út um sambærileg mál í USA sem hefur nákvæmlega sömu löggjöfina þegar við skoðum ensku þýðinguna á íslensku lögunum. Og til að koma í veg fyrir klíkuskapinn íslenska þá myndi ég stefna skaðabótamálinu erlendis ... og draga Visa inn í málið.

    Og þetta segir okkur allt um FME Ríkisendurskoðun og Bankasýsluna.
    1
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Sem sagt ef þjófur gabbar löggu þá á hann að fá að komast upp með þjófnaðinn ??? Súrrealísk geðveiki ! Já Landasbankinn hefði átt að gæta sín... en kaupendurnir leyndu upplýsingum og það er það sem brotið snýst um.

    Annars fá allir "klárir" krimmar stikkfrípassann. Only in Iceland.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu