Þrír einstaklingar bíða á geðdeildum Landspítalans eftir því að komast í öryggisþjónustu, það er búsetuúrræði með öryggisgæslu. Sá sem lengst hefur beðið hefur í dag, þriðjudaginn 9. maí, beðið í 994 daga. „Þeir eru fastir þarna inni. Réttargeðdeild er ekki geymslustaður. Þetta er legudeild á sjúkrahúsi þar sem markmiðið er að viðkomandi fái meðferð og endurhæfingu aftur út í samfélagið,“ segir Nanna Briem, framkvæmdastjóri Geðþjónustu Landspítalans.
„Það á ekki að vera í boði að fólk missi mannréttindi sín við það að vera lagt inn á spítala“
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir stöðuna óboðlega og hún bitni verst á þeim sem bíða: „Þetta er mannréttindabrot og þetta er brot á stjórnarskránni. Það á ekki að vera í boði að fólk missi mannréttindi sín við það að vera lagt inn á spítala.“
Á öryggis- og réttargeðdeildum Landspítalans eru fimm útskriftarhæfir einstaklingar sem bíða eftir …
Athugasemdir