Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ofbeldi feðraveldisins og bjargráð

Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir brá sér í Tjarn­ar­bíó og rýn­ir í verk­ið Stelp­ur og strák­ar ...

Ofbeldi feðraveldisins og bjargráð
Björk Guðmundsdóttir að leika.
Leikhús

Stelp­ur og strák­ar

Höfundur Dennis Kelly
Leikstjórn Annalísa Hermannsdóttir
Leikarar Björk Guðmundsdóttir

Aðstoðarleikstjórn Melkorka Gunborg Briansdóttir og Ásta Rún Ingvadóttir

Hljóðmynd Andrés Þór Þorvarðarson

Ljósahönnun Magnús Thorlacius

Þýðing Matthías Tryggvi Haraldsson og Melkorka Gunborg Briansdóttir

Tjarnarbíó í samvinnu við sviðslistahópinn Fullorðið fólk
Gefðu umsögn

Ofbeldisverk eru ekki ný af nálinni í leikritunarsögunni enda er ofbeldi eitt af höfuðeinkennum mannkynsins. Engin önnur dýrategund beitir jafn fjölbreyttu, grófu og yfirgripsmiklu ofbeldi eins og manndýrið. Mennirnir drepa ekki eingöngu ímyndaða óvini sína í stórum stíl á erlendri grund heldur einnig sitt nánasta fólk heima fyrir.

Stelpur og strákar eftir Dennis Kelly skoðar náið samband tveggja einstaklinga út frá ofangreindum hugmyndum um kerfislægt ofbeldi. Tvær manneskjur hittast óvænt á flugvelli, verða tryllingslega ástfangin, stofna til heimilis sem verður að lokum rústir einar. Uppfærslan hefur verið á leikferð um landið og lendir nú í Tjarnarbíó í örstuttan tíma.

Samhliða framvindu verksins, sem snýr að umræddu sambandi, hleður leikskáldið ofbeldisfullum myndlíkingum inn í textann, orðfæri sem einkennir stundum mannleg samskipti. Við tölum um að vilja drepa einhvern, grínumst með ofbeldisfulla hegðun og sláum á létta strengi með aðstoð blóðugra samlíkinga. En eins og með margt annað í uppbyggingu textans er stefið ofnotað í bland við klunnalegt stílbragð á köflum og augljósum dæmum úr samtímanum. Framvindan er langt og strembið ferðalag að hinu augljósa, blóðugum endalokum og tættu sálartetri.

Leikkonan Björk Guðmundsdóttir útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2021 og setur markmiðið hátt í þessu hlutverki, sem er virðingarvert. Tengingin á milli Bjarkar og áhorfenda er sömuleiðis góð, hún spilar inn á nándina af öryggi. Mikið mæðir á Björk enda stendur hún ein á sviðinu í tæpa tvo klukkutíma. En oft og tíðum er of mikil áhersla lögð á textaflutning frekar en leiktúlkun. Tilfinningaleg fjarlægð getur verið bjargráð eftir áföll en er ekki spennandi til áhorfs eitt og sér.

Textinn gefur til kynna að ónefnda konan sé af verkastétt, staðreynd sem skiptir máli en tapast bæði í leik og þýðingu. Þýðendur eru Matthías Tryggvi Haraldsson og Melkorka Gunborg Briansdóttir sem leysa verkefnið tiltölulega vel en sum smáatriði missa marks. Sem dæmi má nefna hryssulegu yfirstéttarkonurnar og forréttindapésana sem aðalpersónan nefnir, einstaklingar geta treyst á aðstoð foreldra sinna til að finna frama, og eru ráðandi afl í enskri stéttarmenningu. Þannig eru áhorfendur staddir í félagslegu tómarými sem dregur úr krafti leiksýningarinnar.

Annalísa Hermannsdóttir, leikstjóri og leikmyndahönnuður sýningarinnar, útskrifaðist einnig frá LHÍ árið 2021 sem sviðshöfundur. Leikmyndin er byggð úr plasti; leiktjöld og leikmunir eru eins og vettvangur glæps eða sláturhúss í bland við barnaleikföng. Þegar hin ónefnda kona talar við áhorfendur stendur hún fyrir framan plasttjald en þegar hún talar við börnin sín er hún bak við sama tjald. Annalísa dregur þannig upp afmarkaða mynd af heimi leikritsins, eins og þessir tveir heimar séu ótengdir. Þessar ákvarðanir ýta undir fjarlægðartilfinninguna og dregur úr tengingu við aðalpersónuna.

Ekki getur verið tilviljun að sjónvarpsþátturinn Broadchurch sé nefndur sérstaklega í textanum. Undir lok fyrstu þáttaraðarinnar er atriði sem inniheldur persónuleg átök, þegar maki mölbrýtur traust, sem svipa til sviptinganna í leiksýningunni. Texti og textaflutningur sem margir hafa reynt að endurskapa síðasta áratuginn en fáum tekist.

Sumir afkimar samfélagsins eru svo gegnsósa af eitraðri karlmennsku að við verðum samdauna ofbeldinu. Eins og Kelly setur fram í leikverkinu: Er samfélagið smíðað þannig að karlmenn blómstri eða er tilgangurinn með skipulaginu að stoppa þá af? Fullorðið fólk er metnaðarfullur nýr leikhópur sem spennandi verður að fylgjast með, en þrátt fyrir fína frammistöðu Bjarkar grefur tilfinningalega fjarlægðin undan slagkrafti textans.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
2
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Grátrana sást á Vestfjörðum
5
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
5
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
8
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
9
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
10
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár