Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Refsistefna ekki rétta leiðin

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að refs­i­stefna sé ekki rétta leið­in til að tak­ast á við vímu­efna­vand­ann. „Við telj­um eðli­legt að við tök­um á þess­um mál­um með öðr­um hætti en við er­um líka með­vit­uð um að það þarf að vanda mjög til verka.“ Þing­flokks­formað­ur Pírata spurði ráð­herr­ann á þingi í dag hvort ekki væri heið­ar­leg­ast að „hætta þess­um fyr­ir­slætti og við­ur­kenna ein­fald­lega“ að þessi rík­is­stjórn muni aldrei af­glæpa­væða vörslu neyslu­skammta vímu­efna.

Refsistefna ekki rétta leiðin
Stjórnvöld ætla að samræma betur verklag lögregluyfirvalda og heilbrigðiskerfisin Forsætisráðherra segir að tillögur heilbrigðisráðherra vegna ópíóíðafaraldursins snúist ekki einungis um að tryggja betur aðgengi að nauðsynlegri meðferð heldur um að samræma betur verklag lögregluyfirvalda og heilbrigðiskerfisins. Mynd: Davíð Þór

Stefna Vinstri grænna varðandi afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta er óbreytt, samkvæmt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og formanni Vinstri grænna. 

Þetta kom fram í máli ráðherrans í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata spurði hana meðal annars hver það væri „í alvörunni“ sem stæði í vegi fyrir því að hér á landi yrði farið í afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta.

Katrín sagði að flokkur hennar teldi að það sem hefur verið kallað refsistefna væri ekki rétta leiðin til að takast á við vímuefnavandann. 

Afsakanir í „allar áttir“

Þórhildur Sunna sagði í fyrirspurn sinni að þegar frumvarp Pírata um afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta vímuefna var fellt árið 2020 hefði því verið haldið fram af hálfu fulltrúa VG að flokkurinn styddi afglæpavæðingu, bara ekki núna. 

Viðkvæmur hópur bíður eftir réttarbótÞórhildur Sunna segir að enn og aftur skuli einn viðkvæmasti hópur landsins bíða eftir réttarbót.

„Rökin sem VG komu með voru að heilbrigðisráðherra væri alveg að fara að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu og þar af leiðandi væri hún handan við hornið. Þegar fyrrverandi heilbrigðisráðherra lagði svo fram sambærilegt mál og okkar strandaði það í nefnd vegna þess að stjórnarliðar höfðu engan vilja til þess að ná því út. Í dag, þremur árum síðar, heyrum við enn afsakanir í allar áttir um hvers vegna enn og aftur eigi að viðhalda refsistefnu sem allir virðast þó sammála um að sé skaðleg og hafi mistekist. Enn og aftur skal einn viðkvæmasti hópur landsins bíða eftir réttarbót, kannski seinna, kannski á morgun, kannski einhvern tímann í haust, alla vega ekki núna,“ sagði hún. 

Þórhildur Sunna spurði í framhaldinu hvort ekki væri heiðarlegast að „hætta þessum fyrirslætti og viðurkenna einfaldlega“ að þessi ríkisstjórn muni aldrei afglæpavæða vörslu neysluskammta vímuefna.

Ber fullt traust til þess að vinna heilbrigðisráðherra muni skila góðum niðurstöðum

Katrín svaraði og sagði að stefna Vinstri grænna í þessum málaflokki væri óbreytt að því leytinu til að þau hefðu tjáð sig mjög skýrt með þeim hætti að þau teldu að það sem hefur verið kallað refsistefna væri ekki rétta leiðin til að takast á við vímuefnavandann. „Við teljum eðlilegt að við tökum á þessum málum með öðrum hætti en við erum líka meðvituð um að það þarf að vanda mjög til verka. Þessi stefna birtist auðvitað í þeirri staðreynd að fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, lagði fram frumvarp hér á þinginu en því var ekki lokið, meðal annars vegna þess að umræðu var ekki lokið um málið á vettvangi nefndar.“

„Það snýst ekki eingöngu um það að við viljum hafna refsistefnunni, það snýst líka um hvernig við ætlum að standa að forvörnum og fræðslu.“
Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra

Benti Katrín á að núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, hefði einnig verið með slíkt mál á þingmálaskrá. Hann hefði sagt að hann teldi mjög mikilvægt að allir aðilar væru kallaðir að borðinu. 

„Ég held að það sé mikilvægt því að auðvitað vekur þetta mál upp fjöldamargar spurningar og það snýst ekki eingöngu um það að við viljum hafna refsistefnunni, það snýst líka um hvernig við ætlum að standa að forvörnum og fræðslu, hvernig við ætlum að ræða þessi mál í heilbrigðiskerfinu, hvernig við viljum tryggja að fíknisjúkdómar séu ekki jaðarsettir í heilbrigðiskerfinu, þannig að það eru fjöldamörg álitamál sem þarf að taka afstöðu til.

Við vorum að ræða þessi mál nú síðast í morgun á vettvangi ráðherranefndar þar sem við vorum að ræða tillögur hæstvirts heilbrigðisráðherra vegna ópíóíðanotkunar og hvernig við getum spyrnt við gagnvart þeim ógnvænlegu tíðindum sem við höfum af vaxandi fjölda dauðsfalla vegna ópíóíðanotkunar,“ sagði hún og bætti því við að heilbrigðisráðherra hefði í hyggju að halda áfram þeirri vinnu sem hann hefði þegar hafið varðandi stefnumörkun um skaðaminnkun. 

„Ég ber fullt traust til þess að sú vinna muni skila góðum niðurstöðum sem við munum taka til umfjöllunar hér á Alþingi, því að ég held að það sé mjög mikilvægt,“ sagði hún. 

Spyr hver stendur í vegi fyrir afglæpavæðingu

Þórhildur Sunna steig aftur í pontu og sagði að það væri gott að ráðherrann minntist á ópíóíðafaraldurinn vegna þess að í baráttunni gegn andlátum vegna ofskömmtunar eða eitrunar af völdum vímuefnanotkunar skipti hver mínúta sem viðbragðsaðilar hafa til lífsbjargandi meðferðar máli. 

„Því er skelfilegt að vita til þess að oft eru viðbragðsaðilar ekki kallaðir til eða of seint vegna ótta viðstaddra um að með því að hringja á hjálp sé á sama tíma verið að hringja í lögregluna sem mætir á staðinn til að handtaka fólk fyrir brot tengd neyslu vímuefna. Því miður er staðan þannig í dag, á meðan ríkisstjórnin situr á rökstólum um einhver útfærsluatriði sem margoft er búið að ræða í velferðarnefnd, margoft hafa verið rædd í þessum sal og er alveg hægt að framkvæma núna strax ef vilji er fyrir hendi,“ sagði hún. 

Spurði hún hver það væri „í alvörunni“ sem stæði í vegi fyrir því að hér yrði farið í afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta. „Eru það fulltrúar Framsóknar sem standa í vegi fyrir því? Er það Sjálfstæðisflokkurinn? Hvaða ráðherra stendur í vegi fyrir því að við afgreiðum strax þetta mikilvæga og lífsbjargandi mál?“ spurði hún. 

Vill tryggja að fræðsla og forvarnir beri árangur

Katrín ítrekaði að Willum Þór ynni nú að tillögum vegna ópíóíðafaraldursins. Þær snerust ekki einungis um að tryggja betur aðgengi að nauðsynlegri meðferð heldur um að samræma betur verklag lögregluyfirvalda og heilbrigðiskerfisins þegar kemur að slíkum tilfellum. 

„Við þurfum líka að mínu viti nákvæmlega að skoða það sem ég nefndi hér áðan varðandi fræðslu og forvarnir því það að breyta hegningarlögum er eitt, eins og hér hefur verið rætt, en við þurfum líka að hafa í huga að ræða hvernig við tryggjum það að við náum sama árangri og við náðum á sínum tíma með svokölluðu íslensku módeli þegar kom að unglingadrykkju, hvernig við tryggjum það að fræðsla og forvarnir beri árangur í þessum málum því að við erum að sjá skelfilegar fréttir berast af ungu fólki sem hefur orðið ópíóíðum að bráð,“ sagði hún. 

Ráðherrann vildi ekki svara hver stæði í vegi og ítrekaði að vanda þyrfti til verka. Hún telur að heilbrigðisráðherra sé að gera það.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta
3
Fréttir

Skipu­lagð­ir glæpa­hóp­ar herja á Græna skáta

Bí­ræfn­ir dósa­þjóf­ar sem starfa í skjóli myrk­urs hafa um hátt í tveggja ára skeið herj­að á söfn­un­ar­gáma Grænna skáta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mál­ið fékk á sig al­var­legri blæ fyr­ir nokkr­um dög­um þeg­ar starfs­manni skát­anna var hót­að. Krist­inn Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Grænna skáta, seg­ir rök­studd­an grun fyr­ir því að þarna sé um skipu­lagða glæpa­hópa er­lend­is frá að ræða.
Gagnrýndi skurðlækninn á Klíníkinni í bréfi: „Veit ekkert hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á líf mitt“
4
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Gagn­rýndi skurð­lækn­inn á Klíník­inni í bréfi: „Veit ekk­ert hvaða áhrif þessi ákvörð­un mun hafa á líf mitt“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir greind­ist með krabba­mein í árs­byrj­un 2021 og fór þrem­ur dög­um seinna í maga­ermis­að­gerð hjá Að­al­steini Arn­ars­syni á Klíník­inni. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar, þeg­ar hún var bú­in að jafna sig að­eins á sjokk­inu sem hún varð fyr­ir, skrif­aði hún hon­um bréf og gagn­rýndi lækn­is­með­ferð­ina sem hún fékk.
Miðflokkurinn étur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi
5
Greining

Mið­flokk­ur­inn ét­ur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi

Mikl­ar breyt­ing­ar virð­ast í far­vatn­inu í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Fylgi Sam­fylk­ing­ar hef­ur næst­um þre­fald­ast á kjör­tíma­bil­inu og flokk­ur­inn stefn­ir á mynd­un mið-vinstri stjórn­ar. Flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra hef­ur aldrei mælst með jafn­lít­ið fylgi og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki held­ur. Hann glím­ir við þá stöðu að Mið­flokk­ur­inn er að hirða af hon­um hægra fylgi.
„Þetta er stanslaus leikur kattarins að músinni“
8
VettvangurÁ vettvangi í Úkraínu

„Þetta er stans­laus leik­ur katt­ar­ins að mús­inni“

Í upp­hafi stríðs­ins í Úkraínu var Azovstal-verk­smiðj­an í Mariupol um­set­in og und­ir stans­laus­um árás­um Rússa svo mán­uð­um skipti. Þá flugu þyrlu­áhafn­ir með vist­ir til þeirra sem sátu fast­ir í verk­smiðj­unni. Ósk­ar Hall­gríms­son, ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar, hitti þær á stærð­ar­inn­ar túni, um­kringd­ur hest­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
2
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
4
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
5
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
10
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
5
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár