Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Refsistefna ekki rétta leiðin

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að refs­i­stefna sé ekki rétta leið­in til að tak­ast á við vímu­efna­vand­ann. „Við telj­um eðli­legt að við tök­um á þess­um mál­um með öðr­um hætti en við er­um líka með­vit­uð um að það þarf að vanda mjög til verka.“ Þing­flokks­formað­ur Pírata spurði ráð­herr­ann á þingi í dag hvort ekki væri heið­ar­leg­ast að „hætta þess­um fyr­ir­slætti og við­ur­kenna ein­fald­lega“ að þessi rík­is­stjórn muni aldrei af­glæpa­væða vörslu neyslu­skammta vímu­efna.

Refsistefna ekki rétta leiðin
Stjórnvöld ætla að samræma betur verklag lögregluyfirvalda og heilbrigðiskerfisin Forsætisráðherra segir að tillögur heilbrigðisráðherra vegna ópíóíðafaraldursins snúist ekki einungis um að tryggja betur aðgengi að nauðsynlegri meðferð heldur um að samræma betur verklag lögregluyfirvalda og heilbrigðiskerfisins. Mynd: Davíð Þór

Stefna Vinstri grænna varðandi afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta er óbreytt, samkvæmt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og formanni Vinstri grænna. 

Þetta kom fram í máli ráðherrans í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata spurði hana meðal annars hver það væri „í alvörunni“ sem stæði í vegi fyrir því að hér á landi yrði farið í afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta.

Katrín sagði að flokkur hennar teldi að það sem hefur verið kallað refsistefna væri ekki rétta leiðin til að takast á við vímuefnavandann. 

Afsakanir í „allar áttir“

Þórhildur Sunna sagði í fyrirspurn sinni að þegar frumvarp Pírata um afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta vímuefna var fellt árið 2020 hefði því verið haldið fram af hálfu fulltrúa VG að flokkurinn styddi afglæpavæðingu, bara ekki núna. 

Viðkvæmur hópur bíður eftir réttarbótÞórhildur Sunna segir að enn og aftur skuli einn viðkvæmasti hópur landsins bíða eftir réttarbót.

„Rökin sem VG komu með voru að heilbrigðisráðherra væri alveg að fara að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu og þar af leiðandi væri hún handan við hornið. Þegar fyrrverandi heilbrigðisráðherra lagði svo fram sambærilegt mál og okkar strandaði það í nefnd vegna þess að stjórnarliðar höfðu engan vilja til þess að ná því út. Í dag, þremur árum síðar, heyrum við enn afsakanir í allar áttir um hvers vegna enn og aftur eigi að viðhalda refsistefnu sem allir virðast þó sammála um að sé skaðleg og hafi mistekist. Enn og aftur skal einn viðkvæmasti hópur landsins bíða eftir réttarbót, kannski seinna, kannski á morgun, kannski einhvern tímann í haust, alla vega ekki núna,“ sagði hún. 

Þórhildur Sunna spurði í framhaldinu hvort ekki væri heiðarlegast að „hætta þessum fyrirslætti og viðurkenna einfaldlega“ að þessi ríkisstjórn muni aldrei afglæpavæða vörslu neysluskammta vímuefna.

Ber fullt traust til þess að vinna heilbrigðisráðherra muni skila góðum niðurstöðum

Katrín svaraði og sagði að stefna Vinstri grænna í þessum málaflokki væri óbreytt að því leytinu til að þau hefðu tjáð sig mjög skýrt með þeim hætti að þau teldu að það sem hefur verið kallað refsistefna væri ekki rétta leiðin til að takast á við vímuefnavandann. „Við teljum eðlilegt að við tökum á þessum málum með öðrum hætti en við erum líka meðvituð um að það þarf að vanda mjög til verka. Þessi stefna birtist auðvitað í þeirri staðreynd að fyrrverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, lagði fram frumvarp hér á þinginu en því var ekki lokið, meðal annars vegna þess að umræðu var ekki lokið um málið á vettvangi nefndar.“

„Það snýst ekki eingöngu um það að við viljum hafna refsistefnunni, það snýst líka um hvernig við ætlum að standa að forvörnum og fræðslu.“
Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra

Benti Katrín á að núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, hefði einnig verið með slíkt mál á þingmálaskrá. Hann hefði sagt að hann teldi mjög mikilvægt að allir aðilar væru kallaðir að borðinu. 

„Ég held að það sé mikilvægt því að auðvitað vekur þetta mál upp fjöldamargar spurningar og það snýst ekki eingöngu um það að við viljum hafna refsistefnunni, það snýst líka um hvernig við ætlum að standa að forvörnum og fræðslu, hvernig við ætlum að ræða þessi mál í heilbrigðiskerfinu, hvernig við viljum tryggja að fíknisjúkdómar séu ekki jaðarsettir í heilbrigðiskerfinu, þannig að það eru fjöldamörg álitamál sem þarf að taka afstöðu til.

Við vorum að ræða þessi mál nú síðast í morgun á vettvangi ráðherranefndar þar sem við vorum að ræða tillögur hæstvirts heilbrigðisráðherra vegna ópíóíðanotkunar og hvernig við getum spyrnt við gagnvart þeim ógnvænlegu tíðindum sem við höfum af vaxandi fjölda dauðsfalla vegna ópíóíðanotkunar,“ sagði hún og bætti því við að heilbrigðisráðherra hefði í hyggju að halda áfram þeirri vinnu sem hann hefði þegar hafið varðandi stefnumörkun um skaðaminnkun. 

„Ég ber fullt traust til þess að sú vinna muni skila góðum niðurstöðum sem við munum taka til umfjöllunar hér á Alþingi, því að ég held að það sé mjög mikilvægt,“ sagði hún. 

Spyr hver stendur í vegi fyrir afglæpavæðingu

Þórhildur Sunna steig aftur í pontu og sagði að það væri gott að ráðherrann minntist á ópíóíðafaraldurinn vegna þess að í baráttunni gegn andlátum vegna ofskömmtunar eða eitrunar af völdum vímuefnanotkunar skipti hver mínúta sem viðbragðsaðilar hafa til lífsbjargandi meðferðar máli. 

„Því er skelfilegt að vita til þess að oft eru viðbragðsaðilar ekki kallaðir til eða of seint vegna ótta viðstaddra um að með því að hringja á hjálp sé á sama tíma verið að hringja í lögregluna sem mætir á staðinn til að handtaka fólk fyrir brot tengd neyslu vímuefna. Því miður er staðan þannig í dag, á meðan ríkisstjórnin situr á rökstólum um einhver útfærsluatriði sem margoft er búið að ræða í velferðarnefnd, margoft hafa verið rædd í þessum sal og er alveg hægt að framkvæma núna strax ef vilji er fyrir hendi,“ sagði hún. 

Spurði hún hver það væri „í alvörunni“ sem stæði í vegi fyrir því að hér yrði farið í afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta. „Eru það fulltrúar Framsóknar sem standa í vegi fyrir því? Er það Sjálfstæðisflokkurinn? Hvaða ráðherra stendur í vegi fyrir því að við afgreiðum strax þetta mikilvæga og lífsbjargandi mál?“ spurði hún. 

Vill tryggja að fræðsla og forvarnir beri árangur

Katrín ítrekaði að Willum Þór ynni nú að tillögum vegna ópíóíðafaraldursins. Þær snerust ekki einungis um að tryggja betur aðgengi að nauðsynlegri meðferð heldur um að samræma betur verklag lögregluyfirvalda og heilbrigðiskerfisins þegar kemur að slíkum tilfellum. 

„Við þurfum líka að mínu viti nákvæmlega að skoða það sem ég nefndi hér áðan varðandi fræðslu og forvarnir því það að breyta hegningarlögum er eitt, eins og hér hefur verið rætt, en við þurfum líka að hafa í huga að ræða hvernig við tryggjum það að við náum sama árangri og við náðum á sínum tíma með svokölluðu íslensku módeli þegar kom að unglingadrykkju, hvernig við tryggjum það að fræðsla og forvarnir beri árangur í þessum málum því að við erum að sjá skelfilegar fréttir berast af ungu fólki sem hefur orðið ópíóíðum að bráð,“ sagði hún. 

Ráðherrann vildi ekki svara hver stæði í vegi og ítrekaði að vanda þyrfti til verka. Hún telur að heilbrigðisráðherra sé að gera það.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Stóriðja og landeldi takast á í eitruðu andrumslofti í Ölfusi
5
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Stór­iðja og land­eldi tak­ast á í eitr­uðu andrum­slofti í Ölfusi

Mikl­ar deil­ur eru komn­ar upp í við­skipta- og stjórn­mála­líf­inu í sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi um möl­un­ar­verk­smiðju þýska fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg. Íbúa­kosn­ingu um möl­un­ar­verk­smiðj­una hef­ur ver­ið frest­að vegna gagn­rýni frá land­eld­is­fyr­ir­tæk­inu First Water sem tel­ur verk­smiðj­una skað­lega fyr­ir starf­semi þess.
Kristján Þór starfandi stjórnarformaður styrktarfélags Samherjafrænda
7
Fréttir

Kristján Þór starf­andi stjórn­ar­formað­ur styrkt­ar­fé­lags Sam­herja­f­rænda

Kristján Þór Júlí­us­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur og ráð­herra, er stjórn­ar­formað­ur ný­sköp­un­ar- og frum­kvöðl­a­fé­lags sem stofn­end­ur Sam­herja, Þor­steinn Már Bald­vins­son og Kristján Vil­helms­son, hafa sett á lagg­irn­ar. Um er að ræða enn eitt dæm­ið um starf­ið sem Kristján Þór tek­ur að sér fyr­ir stofn­end­ur Sam­herja í gegn­um ár­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
3
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
4
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
5
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Fékk millj­ón­ir frá Reykja­vík­ur­borg þrátt fyr­ir rang­færsl­ur í um­sókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
7
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
9
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.
Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
10
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
4
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Auður Jónsdóttir
6
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár