Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Ung og töff með stuttskífur

Dr. Gunni er hrif­inn af tveim­ur upp­renn­andi ungst­irn­um: Daniil og Lúpínu.

Ung og töff með stuttskífur

 

Daniil - 600

★★★File:Left half star.svg - Wikimedia Commons

Þrjár og hálf stjarna

Útgefandi: Alda

Það er enginn skortur á nýliðun í íslensku tónlistarsenunni. Nokkrar nýjar stórstjörnur verða til árlega og hellingur af nýstirnum skjótast upp á himinhvolfið og kalla á athygli. Daniil hlaut nýlega titilinn Nýliði ársins á Hlustendaverðlaunum útvarpsstöðva Sýnar. Það var verðskuldað, enda hið drullunetta lag hans og Joey Christ, Ef þeir vilja beef, eitt af flottustu lögum síðasta árs. Það er ekta strákalag sem maður sér fyrir sér gutta á hvítum hlýrabolum með útbelgda brjóstkassa iðka hanaslag við. Beefið er á nýju plötunni auk sjö annarra misáheyrilegra laga. Verkið er nýlega komið á streymi en vínylplata ku væntanleg í sumar.

 Daniil – Daníel Moroshkin – rúmlega tvítugur rappari, hefur alið manninn í Árbæ og þakkaði rapp-unglingastarfi í félagsmiðstöðinni í þakkarræðunni. Hann er mjög vinsæll með góða tölfræði á Spotify. Hann er þó tiltölulega nýbyrjaður, þótt platan 600 sé reyndar hans önnur. Fyrsta, 300, kom út 2019.

 Það er fín framþróun í gangi og 600 mun betri en 300. Daniil er öruggur rappari, flæðir vel og hefur áheyrilega rödd, hvort sem hún er þurr eða mölluð með autotjúni eða öðrum effektum. Hann er með trausta samstarfsmenn, pródúserana Tómas Gauta Óttarsson (eþs Tommy on the tracks) og Matthías Eyfjörð þar fremsta í flokki. Gestagangur er í lögunum, áðurnefndur Joey Christ gerir stórgóða hluti í Beefinu, danski rapparinn Ussel á gott innslag í Ástin mín og sjálfur Friðrik Dór á væna innkomu í Aleinn.

 600 er stutt plata, ekki nema 22 mínútur. Fast á hæla Ef þeir vilja Beef, koma fín lög eins og opnunarlagið 10 af 10, Svört nótt, þar sem sótt er í sarp Lay Low, safaríki poppslagarinn Aleinn og Bakvið grímuna, sem er meira popp en hipphopp og nettur Áttu-fílingur í gangi. Önnur lög eru síðri en platan er fín sem heild. Maður hefur samt á tilfinningunni að enn betri hlutir séu á leiðinni og vonandi verður styttra í 900 en á milli 600 og 300.


Lúpína - Ringluð

★★★File:Left half star.svg - Wikimedia Commons

Þrjár og hálf stjarna

Útgefandi: Fallegt illgresi

Líkt og Daniil er Nína Solveig Andersen nýskriðin yfir tvítugt. Hún notar listamannsnafnið Lúpína og Ringluð er hennar fyrsta sólóplata, 9 lög á tæplega 25 mínútum. Nína býr í Noregi og tónlistin er samin og pródúseruð af henni og skólafélögum hennar í tónlistarskólanum LIMPI í Lillehammer, þar sem boðið er upp á ársnám í tónlistarsköpun.

Tónlist Nínu er rafmagnað og dreymandi popp og hún hefur nefnt Emilíönu Torrini sem innblástur. Ekki heyri ég þó bein áhrif þaðan, heldur minna sum lög mig á Spilverkið, á einhvern einkennilegan hátt. Nína er þó auðvitað engin Diddú. Hún er með fína rödd en ekki eins glaðlega, enda hvílir súrsæt depurð yfir plötunni, sem sýnir sig í fínum íslenskum textum – melankólískum hugleiðingum um ástina og það kjaftæði allt og einmanaleika. Heildarsvipur og hljóðheimur plötunnar er virkilega vel heppnaður. Alls konar óvænt aukahljóð og taktar koma manni skemmtilega á óvart, eins og til dæmis mjög frumlegt „breakdown“ í laginu Ástarbréf, lag sem hefur verið að gera það gott á Tiktok og á streymisveitum (platan er líka til á CD). Ástarbréf er besta lagið á plötunni en önnur stórgóð eru Tveir mismunandi heimar, Ég veit ég vona og Alein. Lagið Lúpínu bossa nova er svo næstum því glaðlegt enda í suðrænum fílingi. Ekki alveg samt því „þrátt fyrir sól og blóm, vantar eitthvað, ég er svo tóm“, eins og hún syngur.

 Lúpína er nafn sem fólk ætti að leggja á minnið, ekki bara sem jurt sem flæðir yfir landið, heldur sem mjög efnilegt poppverkefni. Nína Solveig er svo vonandi bara rétt nýbyrjuð, enda ótvíræðir hæfileikar hér á ferð, hæfileikar sem geta ekki annað en að slípast til og eflst í framtíðinni.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
6
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu