Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Er listaverkið tómt ílát?

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir fjall­ar um verk­ið Ör­laga­ten­ing­ur­inn eft­ir Finn Jóns­son (1892-1993) á sýn­ing­unni Við­nám á Lista­safni Ís­lands og seg­ir að hægt sé að gera meiri kröf­ur til safns­ins.

Er listaverkið tómt ílát?
Myndlist

Við­nám

Niðurstaða:

Listamaður: Finnur Jónsson (1892-1993)

Titill verks: Örlagatengurinn, 1925

Sýning: Viðnám

Staður: Listasafn Íslands – Safnahúsið

Stjarna: *

Gefðu umsögn

 

 

Listamaður: Finnur Jónsson (1892–1993)

Titill verks: Örlagateningurinn, 1925

Sýning: Viðnám

Staður: Listasafn Íslands – Safnahúsið

Stjarna: *

 

Það er ekki venja þegar fjallað er um myndlistarsýningar að taka út eitt verk og gera því sérstök skil. Það verður hins vegar gert hér. Á sýningunni Viðnám sem fjallað var um í síðasta tölublaði Heimildarinnar, er að finna verk eftir Finn Jónsson sem ber titilinn Örlagateningurinn. Verkið er frá árinu 1925 og markar ákveðin þáttaskil í sögu íslenskrar myndlistar. Þetta er abstrakt verk þar sem þó má greina hlutbundin form, m.a. tening, tvo hnetti og þrívíða ferninga sem er stillt upp eins og leiksviði á miðju flatarins. Þegar verkið var sýnt fyrst höfðu aldrei áður verið sýnd abstrakt verk á Íslandi, en þó bendir margt til þess að það hafi ekki verið þess vegna sem það fékk blendnar viðtökur. Ástæðan var fremur tenging Finns Jónssonar við Der Sturm galleríið í Berlín. Abstrakt verkin seldust hins vegar ekki og Finnur sneri sér að öðru í bili. Það er margt merkilegt við Örlagateninginn, enda ekki mörg verk eftir íslenska listamenn sem jafn mikið hefur verið skrifað um af fræðimönnum. Þessi skrif tengjast bæði verkinu sjálfu, viðtökusögu verka Finns, sögu nútímalistar á Íslandi og orðræðunni um íslenska myndlist við upphaf 20. aldar.

 

Rými og hugmyndafræði

Á sýningunni Viðnám er verkið að finna í sal á fyrstu hæð Safnahússins, þar sem það hangir á millivegg sem hefur verið sérstaklega byggður inn í sýningarsalinn. Upphenging verksins vekur strax athygli fyrir að vera sérkennileg en verkið hangir eitt á breiðum gafli, á móti innganginum í salinn (sem er lítið meira en stórt herbergi) og við innganginn að rými sem milliveggir afmarka og hefur að geyma vídeóinnsetningu eftir Doddu Maggý. Önnur verk sem sjást á þessum stað hanga hvort sínum megin við mjóan gang, ýmist á öðrum hluta milliveggjarins eða föstum vegg salarins. Þetta eru málverk eftir íslensku samtímalistamennina Sigurð Árna Sigurðsson, Jón B.K. Ransu, Tuma Magnússon og Erlu Þórarinsdóttur. Þegar komið er fyrir horn milliveggjarins, opnast sýn að öðrum, ögn víðari „gangi“ þar sem á vinstri hönd má sjá verk eftir Daníel Örn Halldórsson, Eirúnu Sigurðardóttur og Jóhannes S. Kjarval. Verk Kjarvals, Ekspanótískt artifisjón af landslagi frá 1929, er það eina sem er frá sama tímabil og verk Finns.

Samkvæmt texta um sýninguna Viðnám tengjast öll verkin sjálfbærni og siðferðilegri orðræðu. Sýningunni er einnig ætlað að brúa bilið milli lista og vísinda. Hvort tveggja hlýtur samkvæmt þessu að eiga við Örlagatening Finns Jónssonar, en verkið hefur verið sett upp í þeim hluta sýningarinnar sem ber yfirskriftina „Lögmál“. Lögmálin tengjast eðlis- og efnafræði samkvæmt áðurnefndum texta, sem fjallar almennt um vísindi og list sem ögrar vísindalögmálum. Nú veit ég ekki hvað Finnur Jónsson hefði sagt um þetta, en verk hans hefur aðallega verið túlkað sem hrein formfræði þótt einnig megi tengja það táknfræði þeirra forma sem verkið er samsett úr og andlegum málefnum sem abstraktlistamenn þriðja áratugar 20. aldar löðuðust að. Finnur tjáði sig aldrei með beinum orðum um þetta verk, eða önnur frá svipuðum tíma, en þó er vitað að hann sótti innblástur í eigin reynsluheim og varð fyrir áhrifum frá expressjónískum listamönnum, m.a. Wassily Kandinsky, á meðan hann var við nám í Þýskalandi.

 

Sögu- og merkingarlaust tóm  

Það vekur athygli að það er ekkert að finna um stórmerkilega sögu verksins í listsögulegu samhengi á sýningunni Viðnám. Þar er ekkert að finna um verkið sjálft, hvernig deilur í Kaupmannahöfn um gildi nútímalistar rötuðu til Íslands né hverjir tóku þátt í að flytja þær deilur hingað til lands. Þá kemur ekkert fram um áhrif síðari heimsstyrjaldarinnar á viðtökur verksins og annarra verka Finns eftir stríð, hvorki í pólitísku né listsögulegu samhengi, né hvernig það hlaut „uppreist æru“ eftir að hafa verið sett upp á sýningu á evrópskri nútímalist í Strassborg árið 1970. Ekkert um endurkomu verksins inn í íslenska listasögu. Það er engu líkara en það hafi aldrei verið neitt sagt um þetta verk eða önnur tengd því á ferli Finns. Það er ekki svo mikið sem ýjað að því sem fræðimenn hafa sagt um áhrif þess, og hefur þó ýmislegt verið rætt og ritað.

Júlíana Gottskálksdóttir var fyrst til að skrifa meistararitgerð um nám og dvöl Finns í Þýskalandi árið 1975 og í kjölfarið grein um viðtökur Örlagateningsins og annarra verka Finns í Árbók Listasafns Íslands árið 1993. Hannes Sigurðsson fjallaði einnig um verk Finns frá þriðja áratugnum í greinini „Landnáma hin nýja“ í Fjölni 1997 sem byggir á meistararitgerð hans í listasögu við Berkeley háskóla. Hubert van den Berg fjallaði síðan um verk Finns frá sjónarhóli framúrstefnufræða í lærðri grein í Ritinu 2006, og í menningarsögu framúrstefnu á Norðurlöndum 2012. Benedikt Hjartarson gerði viðtökum verka Finns skil í Ritinu 2006 og sjálf hef ég gert atlögu að sögu verksins með því að velta upp spurningum um rótina að því að Valtýr Stefánsson taldi ástæðu til að gagnrýna Finn án þess að hafa séð verkin. Valtýr átti síðar eftir að skrifa umfjöllun um sýningu Finns þar sem hann gagnrýndi hann fyrir að vera undir of miklum áhrifum af þýskri myndlist.

Það vekur óneitanlega athygli að Listasafn Íslands, sem er ætlað að miðla þekkingu á íslenskri myndlist og listasögu, skuli takast að sneiða fram hjá þessum skrifum. Sagan er vissulega flókin en henni hafa verið gerð skil frá ýmsum hliðum og því ansi langt gengið að láta eins og Örlagateningurinn sé sögulaust abstraktmálverk sem sjálfsagt sé að fjalla um út frá sjálfbærni og strengjafræði nútíma eðlisfræði. Um leið er látið eins og verkið sé tómt ílát sem hægt er að fylla með þeirri merkingu sem sýningarstjóranum dettur í hug hverju sinni. Það er hægt að gera meiri kröfur til Listasafns Íslands.

 

 

 

 

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
4
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
8
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
3
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
7
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár